Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Page 11

Fálkinn - 16.11.1964, Page 11
ETTA HELZT framfæri, er fréttastofa Ríkisútvarpsins. Okkur datt því í hug, að lesendum Fálkans gæti þótt fróðlegt að kynnast þeirri stofnun ögn nánar en gegnum útvarpstæki sín og hvernig unnið er að öflun frétta. Þessi grein hefur ekki að geyma neinar tæmandi upplýsingar um starfsemi ofangreindrar stofnunnar, en gefur kannski lesendum nokkra hugmynd um starfsemi hennar. Miðvikudaginn 21. október s.l. vorum við mættir árla morguns á fréttastofunni. Axel Thorsteinsson var að ganga frá þeim fréttum, sem lesa átti klukkan hálfníu. Axel hefur séð um morgunfréttirnar í mörg ár. Hann fer á fætur klukkan sex og hlustar á fréttir frá London og skrifar síðan þær fréttir, sem lesnar eru klukkan hálfátta, en þær eru eingöngu erlendar. Hann er kominn á fréttastofuna rúmlega sjö og fer þá að vinna að þeim fréttum, sem lesnar eru klukkutíma síðar. Þær fréttir eru bæði innlendar og erlendar. Það fyrsta, sem gert er, er að líta á það, sem fjarritararnir hafa flutt af fréttum yfir nóttina. Síðan þarf að hringja í nokkra innlenda aðila svo sem Veðurstofuna, hafa fréttir af aflabrögðum og þess háttar. Stundum les Axel fréttirnar sjálf- ur, einkum á sunnudögum. Hann segist gera það til þess að láta vini og vandamenn úti um landið vita af sér. Klukkan hálfníu heldur Axel svo af fréttastofunni og tekur til starfa við Vísi. Við urðum Axel samferða út, því næsta hálftímann er Stœrsti aðili í fréttaflutningi hérlendis er Fréttastofa Ríkisútvarpsins og sá fréttaflytj- andi sem nœr til flestra einstaklinga. í greinarkorni því sem fer hér á eftir segir lítiflega frá störfum á Fréttastofunni. enginn á fréttastofunni. Fyrstu fréttamennirnir koma klukkan níu. Þá koma tveir. Annar til að sinna innlendum fréttum og hinn erlendum. Á fréttastofunni vinna átta fréttamenn fyrir utan fréttastjóra og þann, sem sér um þingfréttir. Jón Magnús- son hefur verið fréttastjóri síðan 1941. Fréttamennirnir eru: Margrét Indriðadóttir, Margrét Jónsdóttir, Thorolf Smith, séra Emil Björnsson, Hendrik Ottósson, Stefán Jónsson, Sigurður Sigurðsson og Ingólfur Kristjánsson, sem sér um þingfréttir. Og hvernig er svo frétta aflað? Það er með ýmsu móti. Á fréttastofunni eru tveir fjarritarar í sambandi við erlendar fréttastofur. Annar við NTB og hinn við AP. Þá er hlustað á Sigurður Sigurðsson, fréttamaður. Stefán Jónsson, fréttamaður. Thorolf Smith, fréttamaður. H FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.