Fálkinn - 16.11.1964, Qupperneq 31
son. Þeir mæta þarna á kvöld-
in, eftir aS fréttastofunni hef-
ur borizt afþrykk af forystu-
greinum þeim, er birtast eiga
daginn eftir, og ganga frá úr-
drættinum.
Það er vandi að vera frétta-
maður, ekki sízt við hlutlausa
stofnun eins og útvarpið. Það
er nú einu sinni svo, að menn
eiga sér hugsjónir og ef heims-
viðburðirnir eru þeirri hugsjón
ekki hollir þessa stundina, þá
hættir þeim til að bera frétta-
mönnum ýmislegt á brýn.
En það eru sjálfsagt ekki
mörg störf, sem eru eins
skemmtileg, ef svo má segja,
og störf fréttamanna. Þeir
fylgjast manna bezt með líð-
andi stund, kynnast í fjarlægð
og af eigin raun mönnum og
málefnum og bera þetta á borð
fyrir hinn almenna lesenda eða
hlustanda. Og þeir kynnast
mörgu í sínu starfi. Ekki aðeins
atburðunum sjálfum heldur og
mönnum, sem standa að baki
þeim, mannlegum örlögum Ijúf-
um og sárum. Og það má
kannski segja, að sá þulur, sem
fyrir lestur frétta rennir aug-
unum yfir þær og teflir við
fréttamann, að hann haldi í
hönd annarrar og stærri tafl-
stöðu, á skákborði heimsvið-
burðanna.
JálktHH út!
Kæri Astró!
Mig langar mjög mikið til að
grennslast um framtíð mína, ef
þú vildir leysa vandann fyrir
mig.
Ég er fædd 1948 kl. 9.00 e. h.
Áhugaefni mín eru að skemmta
mér og klæðast fínum fötum,
ferðast og mála myndir. Hvern-
ig verður framtíðin?
Með kærri þökk fyrirfram.
Trína.
Svar til Trínu:
Það kemur strax í ljós, þegar
litið er á stjörnukort þitt, að
þú hefur ánægju af skemmtun-
um og öllu því, sem fallegt er,
en siðar í lífinu muntu einnig
hafa ánægju af að skemmta
öðrum.
Þú ert fædd með Sólina í
Mlá sýna allt . . ?
Framh. af bls. 17.
og meðan ég lék atriðið, varð
mér fyllilega ljóst, að hér var
um að ræða nauðsyn. Ég veit
ekki hvernig ég á að lýsa því
— ja, það var eins og ballett-
atriði með háttbundinni hrynj-
andi.“
Meira en milljón Svíar í 20
borgum hafa séð „ballettatrið-
ið“. Það er algert met, og talið,
að metið stafi ekki eingöngu af
listrænum gæðum kvikmynd-
arinnar.
Margir kvikmyndahúsgestir
komu í bíó í einskærri leit að
einhverju æsandi, en fóru að
sýningu lokinni furðu slegnir
og vonsviknir, og margir hafa
farið einvörðungu til þess að
geta sagt eftir á, að þeir hefðu
séð þessa umdeildu mynd. Ýms-
um var nóg boðið, en fengu
samúð með því ógæfusama
fólki, sem sýnt var á tjaldinu.
Sérhver brást við á sinn hátt.
„Þögnin" var útlögð sem „þögn
guðs við bæn örvilnaðs manns“
ellegar sem tilraun til að gera
ljósa heildarmynd af ásýnd
heimsins og örlögum manna.
Ýmist var myndin lofuð sem
óviðjafnanlegt meistaraverk
eða rægð sem ógeðslegt klám
og svívirða. En enginn var
ósnortinn.
Og það var einmitt tilgang-
ur Bergmanns að eigin sögn:
Vogarmerkinu og það gefur þér
þrá eftir samræmi, og þú ert
næm fyrir öllu, sem veldur
ljótleika í umhverfinu. Þú
munt dragast að þátttöku 1
félagslífi og jafnvel í hinu opin-
bera lífj og ættir þú að fram-
fylgja þeim málum, en þér er
nauðsynlegt að beina metnaðar-
girnd þinni inn á jákvæðar
brautir, því þú býrð yfir meiri
metnaði en fram kemur á yfir-
borðinu.
Staða Sólarinnar ásamt
Venusi, Neptún og Merkúr í
fimmta húsi gæti bent til þess,
að þú ættir eftir eða hefðir
löngun til að koma fram opin-
berlega og þá sem skemmti-
kraftur, annað hvort við leik
eða söng. Máninn í Fiskamerk-
inu bendir einnig til hins sama.
Yfirleitt eru fáar slæmar af-
stöður í kortinu, en þó talað
sé um slæmar afstöður, eru þær
manni ekki alltaf fyrir verstu,
því þá hefur maður alltaf eitt-
hvað til að glíma við.
Úranus rísandi veldur frum-
að stjaka við fólki, vekja það
úr móki og vímu, neyða það til
að skoða hug sinn og taka af-
stöðu. Og því markmiði varð
ekki náð með sætsúpulista-
verki. Til þess þarf „sjokk“.
— Ýta við fólki og hrella
það eingöngu til þess að hrella
það? spurði danskur blaðamað-
ur.
„Einmitt! það er mikilvægast
alls að hreyfa við fólki — varpa
nýju Ijósi yfir landslag sálar-
innar,“ svaraði Bergmann.
„Maðurinn forstokkast svo fyr-
irhafnarlítið og verður að tóm-
um vana. Það þarf að ýta
óþyrmilega við fólki og gera
það móttækilegt fyrir nýjum
hugmyndum, nýjum samræðu-
efnum, deiluatriðum. Það virð-
ist mér höfuðtilgangur leik-
húss og kvikmynda.“
Og þar hefst fífldirfska
sænska kvikmyndaeftirlitsins
og Bergmanns.
Vissulega er þessi kvikmynd
stórfelld spegilmynd þess, sem
á okkar dögum er kallað
„harmleikur tómsins, harmleik-
ur hinnar óendanlegu einmana-
kenndar og einangrunar
mannssálarinnar í veröld, þar
sem kynhvötin er gerð að verzl-
unarvöru og svívirðu, í veröld,
þar sem enginn skilur annan,
enginn getur framar elskað
allir eru undirlagðir vonlaus-
um örlagadómi, í veröld, þar
sem Guð „þegir“ við bæn
mannsins."
leika í hugsun og verki
og styrkir sjálfstæðiskennd
manns. Hann bendir til skyndi-
legra breytinga, sem gætu vald-
ið óþægindum. Hann bendir
einnig til tilbreytingaríks og
óvenjulegs lífernis.
Þegar Satúrn er í fjórða húsi,
bendir flest til, að fjölskyldu-
lífið verði ei'fiðleikum háð.
Einnig er Plútó í fjórða húsi
heimilisins, og bendir hann
til óvenjulegra fjölskylduað-
stæðna, og ávallt er nokkur
hætta á, að heimili leysist upp,
þegar um slæmar afstöður á
þessari plánetu er að ræða. 1
þínu tilfelli má búast við, að
þátttaka þín í félags- og
skemmtanalífi hafi sín áhrif á
fjölskyldulífið og að þér finnist
heimilið og þau störf, sem því
fylgja, þvinga þig og tefja fyr-
ir, og þetta skaltu hafa hug-
fast, áður en þú gengur í hjóna-
band.
Máninn í ellefta húsi bendir
til, að þú sért og verðir nokkuð
vinsæl, og vinir þínir munu
En er ekki áheyrendahópur
leikhúss annar en fjöldinn, sem
sækir kvikmyndahús?
Hver roun skilja heimspeki
Bergmanns? Verður myndin
skilin af fjöldanum eins og
Bergmann ætlast til ellegar
verður hún skoðuð og séð sem
kynferðisleg örvun, æsingalyf
fyrir fjöldann og fellur þannig
í þá gröf, sem hún grefur spillt-
um heimi?
Þr|ú þúsund handtök . .
Framh. af bls. 25.
flugvél og er komin í verzlanir
2—3 dögum síðar. Reyndar
þarf að gera umslög utan um
hana hér og kostar það vinnu
eins og allt annað. Fá umslagið
teiknað, ljósmyndir af söngv-
urunum, texta á baksíðuna og
fleira og fleira.
Það eru alminnst þrjú þús-
und handtök fyrir þessar þrjár
mínútur (en meðallengd laga á
plötu er yfirleitt þrjár mín.),
en þegar allir leggjast á eitt
eins og á sér stað um þessa
plötu, sagði Svavar að lokum,
þá held ég, að ekki verði hjá
því komizt, að platan takist vel
og verði öllum sem að henni
stóðu til sóma. Og öllum þeim,
sem kaupa hana til óblandinn-
ar ánægju, sagði hann og
kímdi.
vera nokkuð breytilegir, 03
og munu koma og fara og þ£
nokkuð eftir því, hvernig þér
vegnar í lífinu.
Það má búast við, að þú lend-
ir í nokkuð mörgum ástarævin-
týrum um ævina, því að þ6
Venus, pláneta ástarinnar, sé
í Meyjarmerkinu, sem er frem-
ur tilfinningalítið merki, þá er
Marz í Sporðdrekamerkinu og
Máninn í Fiskamerkinu, sem
bæði eru tilfinningamerki. Þú
ættir að leitast við að beina
þessari tilfinningaorku þinni
inn á önnur svið en ástarlífs-
ins, það væri gott fyrir þig a8
láta t. d. leiklist eða annað það,
þar sem þú gætir tjáð þig og
tilfinningarnar gætu fengið út-
rás á þann hátt. Þar sem Jú-
píter er í sjöunda húsi, eru lík-
ur til, að þér vegni vel í þeirri
atvinnu, sem þú velur þér,
einnig hefur hann góð áhrif á
heilsufarið Þú munt ekki gift-
ast mjög snemma, enda áttu
ýmislegt eftir að læra og leika
þér áður.
FÁLKINN 31