Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Síða 37

Fálkinn - 16.11.1964, Síða 37
við af lestinni. Hann gekk hvatlega til dyra i og leit heiftaraugum á Don Camillo um leið og hann gekk framhjá honum. En Don Ca- millo lét sér hvergi bregða. Hann var sem jarðfastur steinn, sem ekki mun víkja frá flokks- línunni, hvað sem það kostar. í lestinni reyndi Peppone að imissa ekki sjónar af Don Cam- idllo. Hann sat gegnt honum 7ií klefa og hélt honum nærri því í-afkróuðum. Don Camillo virt- ist þó ekki líklegur til upp- oreisnar. Hann tók litla bók upp uúr vasa sínum. Hún var í rauðri kápu, og hamar og sigð gyllt framan á kápuna. Síðan § fór hann að lesa og virtist ekki a hafa hugann við neitt annað. ii Endrum og eins leit hann þó .upp úr bókinni og lét augu ulíða yfir hæðir, akra og þorp, i:sem lestin brunaði hjá. Loks ■ ilokaði hann þó bókinni og bjóst ui.til að stinga henni í vasa sinn, en þá sagði Peppone: — Þetta hlýtur að vera góð l .lesning. je. — Já, ekki kostur á betri, sagði Don Camillo. — Þetta er úrval úr ritum Lenins. Svo rétti hann bókina að Peppone svo að hann gæti litið á hana og bætti við: — Það er illt, að hún skuli vera á frönsku. En ég skal fúslega þýða fyrir þig einhvern kafla, ef þig langar til. — Nei, þakka þér fyrir, félagi, sagði Peppone, lokaði bókinni og rétti eigandanum hana aftur. Hann leit um leið í kringum sig og létti augsýnilega, þegar hann sá, að hinir félagarnir voru allir sokknir niður í lestur myndatímarita, eða höfðu feng- ið sér blund. Enginn þeirra hafði sem betur fór tekið eftir því, að þrátt fyrir rauðu káp- una, kommúnistamerkin og tit- ilinn á kápunni, Úrval úr ritum Lenins, var þetta kaþólsk bænabók á latínu. Þegar lestin nam staðar á næstu járnbrautarstöð, brugðu nokkrir félaganna sér út sem snöggvast. Félagi Scamoggia kom aftur með vínflösku, og félagi Rondella með nýútkom- ið dagblað. Hann leit á forsið- una og hristi höfuðið yfir því, sem hann sá þar. Á forsíðunni var stór mynd af félaga Krúst- joff á síðasta degi heimsóknar hans í Ameriku. Hann var bros- andi út undir eyru eins og ,hann var vanur, og fólkið um- hverfis hann brosti til hans. — Mér er ofraun að sjá hann hlæjandi í hópi þessara aulabárða. — Stjórnmál verður : að byggja á vitsmunum en ekki tilfinningunum, sagði Don Camillo. — Sovétríkin bérjast fyrir því að koma á friðsam- legri sambúð í heiminum. Auð- valdssinnar, sem eru höfundar kalda stríðsins, hafa af litíu að brosa. Endir kalda stríðsins verður tortíming auðvalds- sinna. En Rondella átti í ríkum mæli þrákelkni, sem talin er einkenni hinna félagstráusiu verkamanna í Mílanó — Það er hverju orði Sar.n- ara, en ég hef eigi að Síður fullan rétt til þess að ha-ta auð- valdssinna, og ég vil héldur láta taka mynd af mér daúðum en brosandi í hópi þeirra. — Þú hefur fullan rétt til þess að segja og hugsa það,-sem þú vilt. En segðu þetta ekki við okkur, heldur við félaga Krústjoff. Hann verður líklega kominn heim til Moskvu, þegar okkur ber þar að garði. Þú getur beðið hann um að fá að hitta hann að máli og sagt við hann: „Félagi Krústjoff, þú ert á rangri leið“. Don Camillo var alveg eins slægur og snjallasti kommún- isti. Félagi Rondeila varð föl- ur á kinn. — Annað hvort geturðu ekki eða vilt ekki skilja mig, sagði hann. — En hvað sem því líður, getur enginn fengið mig til þess að trúa því, að þetta sé ákjósanlegt. — Félagi, sagði Don Camillo vinsamlega, — ég vcit, að þú hefur barizt með föðurlands- vinunum. Hvað gerðir þú, er þér var skipað að fara fram í víglínuna, þar sem hættan var mest? — Ég fór umyrðalaust. — Og sagðir þú félögum þínum, að þú gætir ekki fellt þig við það að verða að hætta lifi þinu? — Auðvitað ekki. En hvað kemur það þessu við? — Stríð er stríð, félagi, hvort sem það er heitt eða kalt, og maður, sem -berst fyrir ’ in- um rétta málstað, getur ekki leyft sér að setja eigin óskir í fyrirrúm. — Jæja, sleppum þessu, félagi Rondella, sagði Peppone. — Við erum á leið til lands, þar sem ekki ætti að vera mikil hætta á því, að þú rækist á auðvaldssinna. Því æt-ti að FALMNN 37

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.