Fálkinn - 16.11.1964, Síða 10
r
FRETTUM VAR Þ
J5n Magnússon frcttastjóri.
Þegar Friðrik sjöundi Danakonungur andaðist
hinn 15. dag nóvembermánaðar 1863 liðu marg-
ir mánuðir, þar til hinum hrjáðu og afskekktu
þegnum hans barst fréttin. Það var ekki fyrr
en hinn 4. apríl 1864, að póstskip vaggaði á
lygnum öldum Faxaflóans eftir erfiða siglingu
yfir íslandsála, að fregnin barst. Þá var liðinn
hálfur fimmti mánuður frá atburðinum. En þótt
fréttin væri komin til Reykjavíkur, átti hún
eftir að berast út um landið eftir þeim leiðum,
sem þá voru helztar, mann frá manni bæ frá
bæ, sveit úr sveit. í þann tima var aðeins gefið
út eitt fréttablað á fslandi, Þjóðólfur, og hann
kom út hálfsmánaðarlega. Nú eru í Reykjavík
gefin út fjögur dagblöð, sem koma út árdegis, og
eitt síðdegisblað.
Einni öld síðar og viku betur eða hinn 22.
nóvember 1963 klukkan rúmlega fimm eftir
íslenzkum tíma varð sá atburður í Dallas í
Texas, að John F. Kennedy, forseti Bandarikj-
anna, féll fyrir byssukúlu launmorðingja. Með
leifturhraða barst þessi frétt um heimsbyggðina
á öidum ljósvakans. Tvívegis stöðvaði Ríkisút-
varpið dagskrá sína til þess að flytja fregnir
af þessum hörmulega atburði. Fyrst klukkan
6, og var sagt, að forsetinn hefði orðið fyrir
skoti, og stundu síðar kom frétt á þá leið, að
hann væri látinn.
ísiand er ekki iengur afskekkt iand, þar sem
fréttir berast með póstskipum á fárra mánaða
millibili, það er liður í alþjóðlegu fréttaneti.
Nokkrum mínútum eftir að Gandhi var allur, j
hafði fréttin um það borizt hingað norður á
fyrrum hjara veraldar. Þetta er hraði nútíma
fréttaflutnings.
Hér áður fyrr var oft sagt, að menn vildu
mat sinn og engar refjar. Kannski má í dag í
segja, að menn vilji fréttirnar, og það strax og í
þær gerast. Það mun vera fyrsta morgunverk
margra að líta yfir fréttasíður dagblaðanna og t
enn fleiri fylgjast með fréttaflutningi útvarps-
ins. Sumir eru þannig gerðir, að þeir geta ekki '
notið kvöldverðar síns nema hlýða á fréttir út-
varpsins á eftir. Þeir ljúka máltíðinni og setj-
ast svo í þægilegar stellingar albúnir að taka
við nýjustu fréttum um rás heimsviðburðanna.
Og ef eitthvað verulegt er um að vera, hvort
heldur er á innlendum eða erlendum vettvangi,
þá finnst mönnum sjálfsagt, að blöð og útvarp
„haldi opnu“ sem lengst frameftir, svo þeir
fái sem gleggstar fréttir, áður en farið er í rúmið
eða strax árla næsta dags.
En almennt munu menn lítið hugsa út í,
hvað allur þessi fréttaflutningur kostar. Um þær
þúsundir manna, sem vinna við öflun fréttanna
og þær milljónir, sem það kostar og þá tækni,
sem til þess er notuð.
Sá aðili hérlendis, sem stærstur er í frétta-
flutningi, og sá sem hefur bezta möguleika til
að koma fréttum á sem skemmstum tíma á
10 FÁLKINN