Fálkinn - 16.11.1964, Síða 15
hjartarætur og ég reyndi að
hrista það af mér. En hann
hafði tekið eftir því að mild-
ari svip brá fyrir í andliti mínu
og þegar ég leit upp sá ég
lymsku og klókindi í augnaráð-
inu. Svo stóð hann upp og
teygði úr sér ófeiminn.
— Ég verð ekki lengi hér í
bænum, frænka. Ég er á leið
til Biloxi. Þar bíður mín vinna.
Hann fór að ganga um gólf í
herberginu.
— Fangelsisstjórinn tók ást-
fóstri við mig, skilurðu. Hann
sagði að maður með mína hæfi-
leika hefði ekkert í svarthol að
gera og það væri það minnsta
sem hann gæti gert að beita
áhrifum sínum til þess að láta
mig lausan til reynslu ...
— Úr því hann var svo hrif-
inn af þér hefði honum ekki
orðið skotaskuld úr að fá þig
náðaðan strax? spurði ég ill-
kvittnislega, mér var illa við
grobbið í honum. En hann lét
sig það litlu skipta.
— Það var hann sem útveg-
aði mér starfið í Biloxi og eins
og ég sagði, þá er ég á leið
þangað. En ég varð að koma
hér við og heilsa upp á þig
fyrst. Við eigum ýmislegt van-
talað.
— Til dæmis hvað?
— Tja, gamlar minningar,
kæra frænka. Og þar fram eftir
götunum.
Nú stóð hann við gluggann.
— Hvað segirðu um litla
máltíð, Tatta frænka? spurði
hann um öxl. Gætirðu ekki
brallað veizlumat allra tíma
eins og þú gerðir stundum forð-
um og síðan skal ég hypja mig.
Annars virðist þú hreint ekki
glöð að sjá mig.
— Kæri vinur, það virðist
svo sem þú hafir áunnið þér
dálitla skarphygli með aldrin-
um, sagði ég og háðstónninn
fór ekki framhjá honum. Hann
laut niður og grandskoðaði
múrsteinana í opnum arninum
og ég fylgdist með honum for-
vitinn.
Hann var klæddur allt of
þröngum jakka og of stuttum
buxum, hins vegar voru skórn-
ir mjög við vöxt. Mér kom það
kynlega fyrir sjónir að hinn
föðurlegi fangelsisstjóri skyldi
ekki sjá til þess að hann fengi
mátuleg föt þegar hann fór úr
fangelsinu. Var hann í raun
réttri látinn laus eða ...
f sömu andrá ók lögreglu-
bíll hjá og ósjálfrátt greip Sid
innan undir jakkann sinn þar
sem hann gúlpaði. Þá þurfti
ég ekki frekar vitnanna við.
Fötunum hafði hann safnað
saman hér og þar og það vissi
ég að Biloxi var síðasti staður
á jarðríki sem hann ætlaði sér
til. Þegar hann lét höndina síga
og sneri sér að mér var ég
komin áleiðis að símanum í
bókaherberginu.
En áður en ég náði skrifborð-
inu var hjólastóllinn minn
stöðvaður skyndilega.
— Hvert ertu að skunda,
frænka? spurði hann silkirödd
að baki mér.
— Ég ætlaði að loka ritvél-
inni og ganga frá örkunum,
sagði ég særð. — Það er til-
gangslaust að ætla sér að gera
nokkurn hlut meðan þú ert hér.
Ég get lokið verkinu jafnskjótt
og þú ferð.
— Verki? Hverslags verki?
Skrifarðu kannski fundarboð
fyrir Kvenréttindafélag al-
þýðu? Hann hló við og sleppti
stólnum.
— Nei. Ég er rithöfundur.
— Rithöfundur? Þú!
— Einmitt. Ég! Þú manst
kannski að eini hæfileiki minn
var sá að segja sögur og ævin-
týr.
Þegar hann var í æsku gat
hann setið grafkyrr hjá mér
stundum saman og hlustað hug-
fanginn á sögur. Þá var hjóla-
stóllinn eins konar töfraklæði.
— Jú, ég man það, sagði
hann kæruleysislega. — Hvað
skrifarðu annars? Barnasögur,
býst ég við. Um smástráka og
hvolpa á villigötum og brúður,
ha?
liðin 25 ár.
— Get ég ekki fengið að sjá
eitthvað af verki þínu, frænka?
spurði hann, en ég hristi höf-
uðið, safnaði saman blöðunum
á borðinu, lokaði ritvélinni.
— Það fær enginn að hnýs-
ast í handritin mín fyrr en þau
eru búin, sagði ég ákveðin,
einkum ekki þau sem ég á í
erfiðleikum með. Þessi saga
sem ég vinn að nú er hræðileg.
Ég hef barist við hana í hálfan
mánuð en fæ ekki botn í hana.
Það þarf óvænt endalok í síð-
asta kaflann. Ég hafði von um
að selja það í „Glæpatímaritið“
en . . . Ég andvarpaði og stóðst
ekki þá freistingu að létta á
hjarta mínu við þann sem
næstur mér var jafnvel þótt
það væri ótætið hann bróður-
sonur minn. Afgjaldið af
húsinu er löngu komið í ein-
daga og missi ég það á ég í
ekkert hús að venda.
Sid nam staðar á göngu sinni
í áttina að eldhúsinu:
— Áttu við þér takist að
selja sögurnar?
— Vitaskuld, svaraði ég
hneyksluð. — Hvernig held-
urðu mér takist annars að forð-
ast öreigahælið?
— Ég hélt þú lifðir á líf-
tryggingu föður míns.
— Ég fékk enga líftryggingu
eftir föður þinn.
Hann starði á mig: —
Fékkstu ekkert?
— Nei. Hann leysti inn
tryggingarféð til þess hann
gæti borgað lögfræðingnum.
Veslings pabbi þinn dó öreiga.
— En fjölskylduskartgrip-
irnir? Þú fékkst þá þó í þinn
hlut?
A-ha, hugsaði ég með mér.
Þarna kemur í ljós tilgangur-
inn með heimsókn hans. Þess
vegna hefur hann snuðrað um
allt húsið.
— Það fór á sömu leið.
við því er ekkert að gera, bý t
ég við. En hvað nú um veizlu-
matinn handa mér?
— Ég hef engu lofað þér. Ég
á ekkert hér í húsinu. Þú getur
farið sjálfur í eldhúsið og sann-
færst um það. Ég lifi mjög
óbrotnu lífi.
Hann hvarf fram í eldhús og
kom aftur rétt í því að ég hafði
lyft símanum.
— Þetta mundi ég ekki gera
í þínum sporum!
— Ég ætlaði að hringja út
í búð og panta mat, sagði ég
en hann sparkaði stólnum
mínum burt frá símanum.
— Það er nóg hér í húsinu,
sagði hann.
— Allt í lagi, ég skal búa til
dálítinn mat handa þér en svo
ferð þú og lætur ekki sjá þig
framar!
— Við sjáum.til. Það er und-
ir sjálfri þér komið frænka.
Fyrst skulum við spjalla dálít-
ið saman!
Meðan ég dedúaði í eldhús-
inu heyrði ég hann opna skúff-
urnar í skrifborði mínu og róta
víðar um húsið. Svo kom hann
og stillti sér upp í dyrunum
og virti mig fyrir sér hugsi
meðan ég lagði á borð.
— Þú bjargar þér vel þrátt
fyrir hjólastólinn, sagði hann.
— Ég hef orðið að gera það.
— En án hans ertu alveg
hjálparvana? Ef þú dyttir úr
stólnum, gætirðu þá kallað á
hjálp?
— Nei, hvíslaði ég og missti
gaffal.
Hann sté feti nær.
— Svo við víkjum aftur að
Comstockskartgripunum, sagði
hann en ég greip fram í fyrir
honum.
— Ég skal laga handa þér
araksósu með eftirmatnum ef
þú vilt sækja flöskuna sem
SAKAMÁLASAGA EFTIR
AMM MALLORY CABALLERO
TEIKMIMG EFTIR ARNOLD
— Hreint ekki. Morðsögur.
Einkaspæjarar og svoleiðis.
Blóðug og hryllileg afbrot.
Hann skellihló. Ég brosti
ósnortinn því ég var farinn að
venjast þessum viðbrögðum.
Undir kyrrlátu yfirborði leyndi
ég talsvert blóðþyrstu eðli. Mér
hafði aldrei verið umhugað um
sögur af smástrákum og hvolp-
um. Minnsta kosti ekki síðast-
Réttarhöldin kostuðu óhemju
fé.
— Svo þið — þið selduð
líka Comstockskartgripina?
— Vissulega. Hvernig hefð-
um við annars átt að standa
straum af vörn þinni og greiða
verjandanum laun?
Ofsabræðin hjaðnaði og nú
varð hann tortrygginn á svip,
hló lævíslega og sagði: — Já,
stendur á efstu hillunni, Sid.
— Araksósu? Þú ætlar sem
sagt ekki að láta mig fara van-
nærðan. Og ekki blankan held-
ur, vona ég.
Hann glotti við mér kalt og
hvarf á burt. Ég sneri stólnum
í skyndi og stýrði honum inn í
bókaherbergi. En þegar ég tók
upp símann sá ég að leiðslan
Framhald á bls. 33.
FÁLKINN 13