Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 24

Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 24
Eftir GIOVANIMI GUARESCHI POLITIK Á FÖKNIJM VEGI — Félagi, ekki vænti ég, að þú hafir flokksskrána yfir félagana í ferðahópnum? Peppone var að raka sig en snerist þó hvatlega á hæli og hreytti út úr sér framan í Don Camillo: — Hún kemur mér einum við. — Okkur einum, áttu við félagi. Þar sem ég er nú orð- inn selluleiðtogi, verð ég að kunna nokkur skil á félögun- um. — Þú ættir að fara beina leið til fjandans og taka þessa sellu þína með þér. Don Camillo hóf augu sín til himins. — Drottinn, heyrðir þú hvað hann sagði? Þetta er eina kommúnistasellan, sem hefur fullgildan prest að leiðtoga, og hann segir henni að fara til fjandans. Allt vill lagið hafa, og þegar rakvél er beitt eins og hófjárni, getur hún verið hættulegt vopn. Peppone risti svo harka- lega niður kinn sína, að egg- járnið gekk í hold, og tók að blæða. En hvernig átti öðru- vísi að fara fyrir kommúnista- þingmanni, sem neyðzt hefur til þess að hafa prest, dulbú- inn sem flokksbundinn komm- únista, með sér í Rússlands- ferð? Varla var von, að hann héldi stillingu sinni, hvað sem á gekk. Og ofan á allt þetta bættist, að þessi sendiboði páf- ans hafði gerzt selluforingi. Meðan Peppone var að þerra blóðið af kinn sinni, tókst Don Camillo að lauma aftur í tösku félaga síns flokksskránni, sem hann hafði leyft sér að líta á. — Jæja, félagi, sagði hann. — Ef þú telur þessa skrá svona mikið einkamál, skulum við ekki minnast framar á hajja. En þú skalt þá ekki láta þér bilt við verða, þótt mér verði einhver mistök á. Áður en orðaskipti þeirra yrðu meiri, birtist félagi Sca- moggia í dyrunum til þess að segja þeim, að bifreiðin biði þeirra framan við gistihúsið. Þetta var grámóskulegur haustmorgunn. Konur og karl- ar, klædd samfestingum, voru að þvo og sópa stræti, aka strætisvögnum, og hlaða múr- steinum í nýja byggingu. Fram- an við matvörubúð stóðu kon- ur í langri röð, ofurlítið kven- lega búnar, og biðu þolinmóðar. Don Camillo hallaði sér að Peppone og hvíslaði í eyra hans: — Þessar konur hafa ekki aðeins sama rétt og karlmenn, heldur líka kvenleg sérréttindi. Peppone leit ekki einu sinni upp. Hann sat hjá Don Camillo í aftasta sæti bílsins. Félagi Oregov og félagi Petrovna sátu í fremsta farþegasætinu rétt aftan við bifreiðarstjórann, og þar á milli sátu ferðafélagarn- ir. Þegar félagi Petrovna reis úr sæti til þess að túlka eitt- hvað, sem félagi Oregov sagði, sneri hún sér að hópnum. Þegar svona var skipað í sæti, gafst Don Camillo gott færi á að segja ýmislegt á lægri nótunum við Peppone, er sat til hliðar við hann, og hann gat einnig spjall- að við Tavan og félaga Sca- moggia, sem sátu í næsta bekk fyrir framan. Don Camillo hafði nú sent félaga Rondella frá Mílanó heim og svipt félaga Bacciga frá Genua allri tiltrú, og beindi nú næst geiri sínum að félaga Tavan. „Tavan, yintonio, fjörutíu og tveggja ára gamall, ættaður frá Pranovo í Veneto-héraði. Flokksfélagi síðan 1943. Leigu- bóndi. Áhugasamur, hollur og trúverðugur. Aðeins fær um starf meðal smábænda vegna lítillar félagslegrar og efna- hagslegrar þekkingar. Faðirinn sósíalisti. Ættin hefur búið á sama jarðnæðinu í 120 ár. Greindur og duglegur bóndi. Þessarar lýsingar hafði Don Camillo aflað sér úr flokksski'á Peppones, og nú var miðað á Tavan smábónda. Borgin var nú að baki, og leiðin lá yfir eyðilegt land- svæði. — Við erum nú að fara yfir sovkos, sem kallast Rauði fán- inn, sagði félagi Petrovna. — Þetta er eitthvert fyrsta sovkos, sem stofnað var eftir bylting- una. Land þessa sovkos er 30 þúsund ekrur, þar af 10 þús- und þegar ræktaðar. Vélakost- urinn er fimmtíu og fjórar dráttarvélar, fimmtán þreski- vélar og fimmtán vörubifreiðar. 24 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.