Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 52

Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 52
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mamamm^ DOIM CAMILLO - - Framh. af bls. 25. mega liðka sig eftir bílsetuna og ganga síðasta spölinn. Það var fúslega veitt. Leirinn hafði þornað og harðnað, svo að gangan mátti heita auðveld. Á leiðinni náði þeim maður í vagni með hesti fyrir. Maður- inn var í háum stígvélum og regnkápu með loökraga. Don Camillo gaf honum nánar gæt- ur og flýtti sér síðan á hlið við félaga Petrovnu. — Hver er þessi vel búni heiðursmaður, félagi? spurði hann. Félagi Petrovna hló við og þýddi spurninguna fyrir félaga Oregov, sem einnig hló glað- lega. — Þú ert skarpskyggn, fé- lagi, sagði hún svo við Don Camillo. — Þessi „vel búni heiðursmaður“ er prestur. — Hvað segirðu? Prestur? sagði Scamoggia undrandi. Hann hafði gengið við hlið Nadíu eins og hann var vanur. — Hvað er hann að gera hér? Nadía leit á hann alvarleg í bragði. — Félagi, þú manst vafa- laust hvað segir í 128. grein þessi orð fyrir félaga Oregov, skellti hann einnig upp úr. — Félagi, sagði hún. — 1 Sovétríkjunum hafa prestar rétt og aðrir borgarar. sama flokkslaganna: „Til tryggingar andlegu frelsi skal kirkjan skilin frá ríkinu og skólarnir frá kirkjunni. Hver borgari hefur rétt til þess að hafa um hönd trúarlegar athafnir eða veita trúarlega leiðsögn eins og honum þóknast.“ — En þessi náungi er ekki borgari heldur prestur, sagði Scamoggia með fyrirlitningu. Félagi Petrovna fór aftur að hlæja, og þegar hún þýddi Meðan þeir ganga ekki of langt í áróðrinum, amast enginn við þeim. Vilji einhver njóta þjón- ustu prests, er honum það frjálst. Scamoggia sneri sér að Don Camillo. — Þú hafðir rétt fyrir þér, félagi. — Og ein helzta ástæðan til farar minnar hingað var sú að losna við alla presta! — Já, prestar eru auðvirði- legustu skriðdýr jarðarinnar,, sagði Peppone með þunga. — Þegar Nói hélt af stað í örk- inni sinni, ætlaði hann ekki að taka neinar nöðrur með sér,. en guð kallaði til hans: Nói, hvernig á ríki mitt á jörðinni þá að standast án presta? Þegar félaga Oregov hafði verið skýrt frá efni þessarar gamansemi, hló hann hærra en nokkru sinni fyrr og skrifaði þetta hjá sér í minnisbókina. Don Camillo hló líka og hægði á sér, svo að hann varð samsíða Peppone, sem gekk síðastur. — Félagi, þetta er rang- hermi, sagði hann í andmæla- tón. — Ég kenndi þér ekki söguna svona. Nói ætlaði að skjóta sér undan því að taka asna með sér, en þá sagði guð: Án kommúnistaþing- manna verður ekkert grín á jörðinni. — Mín útgáfa er betri, sagði REYKJALUNDAR LEIKFÖNG ERU LÖIMGU LAINIDSÞEKKT Ávallt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af plast- og tréleikföngum. Gleðjið börnin með góðum leikföngum- VINNUHEIMILIO AO REYKJALUNDI Aðalskrifstofa Reykjalundi, sími um Brúarland. Skrifstofa í Reykjavík, Bræðraborgarstíg 9, sími 22150. 52 FÁLKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.