Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 33

Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 33
er INSTAMATIC100 me'ð innbyggfium ílashlampa. Vönduð myndavél í smekklegum gjafakassa, er góð gjöf — gjöf sem gefur inargar ánægjustundir. KODAK INSTAMATIC VÉLIN gerir öllum færta'Ö taka góðar myndir, því hún er alveg sjálfvirk — filman kemur í ljósþéttu KODAK-hylki, sem sett er f vélina á augnabliki, engin þræðing og vélin er tilbúin til mynda- töku. KODAK INSTAMATIC ER GJÖF FYRIR ALLA, UNGA SEM ALDNA! KODAK INSTAMATIC 100 i gjafakassa meö filmu, 5 flashperum og batteríum, kr. 934,00 KODAK INSTAMA1,IC 100 án gjafakassa kr. 829.00 Filman kemur i hylki... Sett i vélina á 1 sekúndu Vélin tiibúin til notkunar tNSTAMATIC Kodak fin LTL SíMi 2 0313 IFOTIi :[N|H ;ikif BANKASTRETI 4 uppá flóann fyrir utan höfn- ina, en í stað þeirra komin önnur skip, stálgrá, ljós og vov- eifleg: herskip. Það er stríð og ferðamennirnir sem koma til landsins eru ekki framar skrautklæddir menn með sól- skyggni, hvíta skó og gljáandi myndskreyttar skyrtur. Það eru luralegir menn sem nú sjást á götum borgarinnar, menn rúmhelginnar með svarta þunga klossa á fótum og klæddir mosagrænum pokaleg- um flíkum, hver öðrum líkur, þreyttir menn og yfirleitt leið- ir á lífinu, menn sem drekka til að gleyma óyndinu, elta stúlkur með klúrum hætti og eru illa séðir af mörgum hér- lendingum. Hvar sem þessir dapurlegu menn slá niður búðum sínum spretta upp einsog gorkúlur allskyns sjoppur og búllur, óyndislegir skemmtistaðir full- ir af myrkri, ódauni, tæmdum bjórdollum og brotnum flösk- um. Skröllin á þessum stöðum eru sneydd gleði, en þar er mun meira af holum hlátrum, hranalegum píkuskrækjum, spörkum, slagsmálum og klúr- um brigzlyrðum. Stundum að næturlagi, ef jörð var rök, má sjá þessa grænklæddu ferða- langa standandi uppvið veggi með stúlkur sem hafa misst niðrum sig nærbuxurnar. Drengurinn sem lánaði hesta föður síns uppá eigin spýtur fyrir fjórum árum er orðinn fimmtán ára gamall piltungi. Faðir hans lifir ekki lengur á að lána lystifólki klárana sína. Hinir nýju aðkomumenn hafa að vísu sumir hverjir áhuga á útreiðum, svo hann heldur enn hesta, en þeir eru orðnir honum aukageta, því nú hef- ur hann snúið sér að öðrum viðfangsefnum, tekið á leigu gamla hestamannakrá fyrir utan bæinn og sett þar upp veitingasölu handa gestum og gangandi. Þangað hópast hinir erlendu gestir í bilum með vini sína islenzka og vinkonur þegar kvöldar. Þar er tíðum róstusamt þegar líða fer á gleðskapinn, rúður brotnar, stólgarmarnir mölvaðir eða lið- aðir sundur, hurðir snúnar af hjörum eða skildar eftir speldis- lausar eins og beinagrindur. Þetta er hinn nýi siður Ástands- ins í landinu. Pilturinn er ekki lengur hjálparhella föður síns við hestasnúninga eða aðra pen- ingaöflun, því nú gengur hann í skóla og býr inni í borginni. Hann er önnum kafinn við námið og má varla vera að heimsækja ættingjana nema einu sinni eða í hæstalagi tvisv- ar í mánuði, og þá venjulega um helgar. Það er laugardagskvöld í byrjun desember, beljandi stormur og blindhríð. Vegir eru orðnir meira og minna ófærir, bílar standa fastir hér og hvar um þjóðveginn, og strætisvagn- inn uppað Lögbergi mjakast gegnum hríðarvegginn í mikilli tvísýnu — hann er hvað eftir annað að þrotum kominn. Pilt- urinn er órólegur. Hann gerði sér ekki ljóst þegar hann lagði af stað heim til sín að veður- ofsinn væri svona gífurlegur. Hann getur átt á hættu að verða innlyksa fram í næstu viku, og það er ekkert grín þegar próf eru í vændum. Hann hefur ekki komið heim í þrjár vikur og þetta er sennilega síðasta tækifærið fyrir jól. Það er áliðið kvölds þegar hann loksins nær heim eftir mörg stönz og ýmislegt bjást- ur á sköflóttum veginum. Þegar hann sér heim að húsinu létt- ir yfir honum. Þar er allt uppljómað og sýnilega mikill gleðskapur. Hann gengur í bæinn og lítur sem snöggvast inn í veitingasalinn sem er Framhald á bls. 36. 33 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.