Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 48

Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 48
grei'ðslu ; Og snyrtingo í lagi> þegar loftið var svona rakt ag. heitt?“ „Jú, maður var alltaf í lagn- ingu, tvisvar—þrisvar í viku. Ég brúnkaðist svo mikið, að ég þurfti ekkert að hugsa um púð- Ur eða pancake, og það var ósköp gott. Argentískar konur hugsa mikið um útlit sitt og eru mjög skrautgjarnar. Þær apa allt cftir evrópsku tízkunni, hvort sem það á betur eða verr við staðliætii hjá þeim, en eru ekkert hrifnar af Bandaríkj- unum. Skartgripum safna þær af kappi, enda geta þær þurft á þeim að halda, því að þær fá ekk rt annað, ef þær hlaupa frá éiginmönhúnum. Það er oft mikillialdursmunitr hiilli hjóna, og það. þykir Kámark sælunnar, ef ung dóttir giftist gömlum, feitum og ríkúm karli.“. „TTvernig féll þér mataræð- XX ig?“ „Það er eilíft nautakjöt og aftur nautakjöt, að vísu fyrsta flokks, en það verður samt óspennandi til lengdar að hakka í sig eintóm argentínsk naut. Þjóðarrétturinn asado er eins og skóleður, sem maður getur verið að tyggja allan daginn. Þeir borða líka kynstur af þykku buffi flæðandi í blóði og með því hrásalat og franskar kartöflur. Maturinn er sterkur og mikið kryddaður, ávextir og grænmeti kosta lítið sem ekk- ert, en það er ráðlegra að hreinsa allt slíkt vandlega, ef maður vill ekki fá eitrun, orma og slæmar bakteríur. Vatnið er afleitt, en rauðvín, vatnsbland- að til helminga, er mikið drukk- ið. í Uruguay eru fiskréttir vinsælir — skelfiskur af öllu tagi, marflær, kræklingur, kol- krabbi; saman við soðin hrís- grjón.“ „Hvað um skordýr, slöngur og þess háttar skepnur — var ekki fullt af þeim?“ „Slöngu sá ég aldrei, en það var allt morandi í pöddum og maurum. Samt ekki eins slæmt og ég bjóst við. Engisprettur komu stundum í torfum, og í Uruguay ætluðu moskítóurnar að éta okkur með húð og hári. Við vorum blessunarlega laus við þær í Buenos Aires, og mér fannst vænt um kakalak- ana (cucarachas heita þeir á spænsku), því að þeir eyddu öllum hættulegum skordýr- um.“ ..TTvernig fannst þér að koma heim til íslands eftir dvölina suður frá?“ „Alveg himnaríki. Ég varð þeirri stund fegnust að komast hingað . aftur og naut þess af heilum hug. En það hendir mig stundum núna, þegar ég sit hér mitt í allri íslenzku dýrðinni, að hugsa til Buenos Aires með söknuði — þá sakna ég jafn- vel hlutanna, sem þreyttu mig mest, meðan ég var þar: and- vökunóttanna, þegar maður gat ekki sofnað fyrir hita í kæfandi þykku loftinu, óhreinindahna, suðandi skordýra og fiugna, steikjandi sólar ... er maður- inn' ekki skrítin skepna?“ Bænastund > Framhaid af bls. 13. dapurleikinn í héniíar éigin'sál myrkvaði alía tilveruna. 1 . En smátt og .smátt, vár eins og helgiblærinn næði Inn að hjárta Jóhönnu, hún gat ekki sjálf gert sér grein fyrir. breyt- ingunni. Það var því líkast sem hún hyrfi sjálfri sér, jafnvél hennar eigin skóhljóð hvarf inn í þá stóru heild, sem hin líðandi stund tímans skapaði. Hún barst áfram á breiðum vængjum jafnvægis og friðar. Lofsyngjandi gleði streymdi um hugskot hennar og snart sál hennar. Og allt í einu vissi hún það eitt með vissu, að hún varð að biðjast fyrir, varð að kalla frið yfir sjálfa sig og alla menn, — finna frið Guðs og frið jólanna, — þar var unað- ur og ilmur alls lífs og allrar tilveru. — Var það ekki .vegna þess friðar og öryggis, sem ein- stæðingarnir brostu, — horfðu djörfum, vonglöðum augum fram á ókomnar , brautif, — gátu lifað lífinu án kvíða. — Var hún ekki sjálf lítið vagg- andi ljós á hafi mannlífsins, sem hinn voldugi, alsjáandi Guð gaf allar þarfir? — Jú, aldrei myndi hún leyna sjálfa sig því, að það var Guð, sem var bjargið, sem aldrei brást. Það var Guð, sem mennirnir vildu helzt ekki nefna upphátt, en vissu þó, að var allt öryggi þeirra. — Án Guðstrúar spillti einstaklingurinn getu sinni í vonlausri baráttu, flaut eins og korkur undan straumi lífsins, leitandi að sjálfum sér. Jóhanna varð allt í einu vör við, að mikill mannfjöldi fyllti göturnar. Hún barst áfram með fjöldanum og fann hvernig þessi manngrúi, sem hún var nú komin í fylgd með, var hljóður og hugur fólksins full- ur af lofgjörð. Þessi fjöldi var að ganga í Guðs hús, það þurfti enginn að segja Jóhönnu, — og þó, ef hún hefði léð því hugsun, 48 FÁLKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.