Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 64
JÓLABAKSTURINN
KRISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR
húsmæðrakennari velur uppskrrftlr fyrír
FÁLKANN
ORANIE-KAKA.
Vz bolli smjörlíki
iy2 bolli sykur
y2 tsk. sait
3 tsk. lyftiduft
2% bolli hveiti
Vz bolli appelsínusafi
Vi bolli vatn
2 egg
Rifið hýði af
sítrónu
2 bollar þunnir
eplabátar.
í mótið:
4 msk. smjör
3 msk. sykur
1 dl gróft sax-
aðar hnetur.
Mótið smurt með smjörinu, sykri og söxuðum hnetum stráð
ofan á. Allt sem á að fara í kökuna nema eggin sett í skál,
hrtert vel í mínútu. Eggin látin saman við hrært vel 2—3
mínútur. — Helmingnum af deiginu hellt í mótið, eplabit-
unum raðað par á, hinum helmingnum bætt þar á.
Bakað við 175° í nál. 45 mínútur.
SÚKKULAÐIXAKA MEÐ HNETUM.
5 egg
400 g sykur
250 g smjörlíki
250 g hveiti
1 Vz tsk. lyftiduft
2 msk. kakó, fullar
50 g saxaðir hnetu-
kjarnar.
Hrærið deigið eins og sandkökudeig, sett í vel smurt hring-
mót, bakað við 200° í 50 mínútur. Hvolfið kökunni á grind
og kælið. Þegar kakan er köld er hún klofin í þrennt og lögð
saman með t njörkremi (100 g smjör, 2 msk. flórsykur, fullar,
2 eggjarauður, vanilludropar, 2—3 msk. hnetukjarnar malað-
ir, öllu hrært vel saman). Skreytt að utan með súkkulaðibráð,
söxuðum hnetum og rauðum kirsuberjum stráð yfir,
64 FÁLKINN
SVESKJUKAKA.
200 g smjörlíki
125 g sykur
1 egg
500 g hveiti
3 tsk. lyftiduft
2 tsk. kardemommur
2Vz dl mjólk
250 g soðnar steinlausar
sveskjúr.
Smjörlíki, sykur, egg hrært vel, öllu þunnu sáldrað saman
við. Deigið hnoðað ásamt mjólkinni. Fletjið út helminginn
af deiginu og þekjið litla ofnskúffu að innan. Hinn helming-
urinn flattur út í ferhyrning, sem skorinn er í 12 lengjur.
Sveskjunum raðað á lengjurnar, sem eru vafðar upp. Raðað
upp á endann í mótið. Kakan smurð með eggi, grófum sykri
stráð í. Bakað við 200° í 45 mínútur.
FÍN KRYDDKAKA.
1 msk. saxaðar
rúsínur
1 msk. saxaður
appelsínubörkur
Vz msk. súkkat
Vz msk. rifinn
sítrónubörkur
2 msk. saxaðar
möndlur. í
Egg og sykur þeytt létt og ljóst. Öllu þurru sáldrað saman
við, deigið hrært saman ásamt rjóma og súrmjólk. Öllum
ávöxtunum og möndlunum (velt upp úr dálitlu hveiti) hrært
saman við.
Deigið látið í vel smurt, brauðmylsnustráð mót. Bakað við
175° í nál. 45 mínútur.
Kakan kæld, hulin með sítrónubráð.
2 egg
150 g sykur
160 g hveiti
IVz tsk. natron
1 tsk. kanell
Vz tsk. negull
2 msk. rjómi
1 dl súrmjólk
MOKKATERTA.
3 egg
3 dl sykur
4y2 dl hveiti
2 tsk. lyftiduft
IVz dl rjómabland.
Mokkakrem
innan í:
1 egg
2 msk. sykur
2 msk. kartöflumjöl
2 dl rjómabland
1 dl sterkt kaffi
Í tsk. smjör
Mokkasm jörkrem:
1 dl sterkt kaffi
1 dl sykur
3 eggjarauður
200 g smjörlíki
Coktailber
10 flagaðar möndlur
Egg og sykur þeytt létt og Ijóst. Hveiti og lyftidufti sáldi>
að saman við. Hrært saman við eggin ásamt rjómablandinu.
Hellt í smurt, brauðmylsnustráð tertumót, kakan bökuð við
180° í 35—40 mínútur. Kakan látin kólna, síðan klofin í
þrennt.
Kremið innan í: Blandið saman eggi, sykri, kartöflumjöli,
rjómablandi og kaffi í þykkbotna potti. Látið sjóða, hrært
stöðugt í á meðan. Smjörinu hrært saman við. Kremið kælt,
þeytt í á meðan. Sett á milli botnanna.