Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 32
Hann var truílaSur í hug-
renningum sínum af þremur
útlendingum sem voru komnir
til hestanna og dembdu yfir
hann óskiljanlegum orðaflaumi.
Þeir höfðu í frammi allskyns
bendingar og handapat, brostu
Ijúflega eða hiógu upphátt,
klöppuðu hestunum kunnug-
lega og sögðu eitthvað um „há“
og „haf“ og „ár“ sem hönum
var ekki nokkur: leið að botna
í. Hann horfði bara ringlaður
( kringum sig í þeirri veiku
ron, að pabbi færi nú að koma.
Honum bauð í gruii að þeir
rildu fá hestana lánaða, en
hann var ekki alveg viss um
það, og kallamir í kring voru
i óða önn að koma öðrum
inönnum á bak sínum hestum.
Jikki gæti hann látið þá fá
hestana ánþess þeir hefðu hug-
imynd um hvað þeir kostuðu.
Sem hann stóð þarna í öng-
tim sínum og sá að útlending-
arnir voru í þann veginn að
gefast upp, bar að sterklegan
miðaldra mann með svartar,
þykkar augabrúnir og unga
etúlku Ijósa yfirlitum og fá-
daema fallega. Þau tóku menn-
ína tali og stúlkan lét dæluna
ganga á máli þeirra. Hún gat
varla verið eldri en um ferm-
tngu þó hún hagaði sér alveg
einsog heimskona. Hlátur henn-
ar var dillandi og augun
tindruðu svo einkennilega er
hún hló. Drengurinn horfði á
hana 1 leiðslu — og alltíeinu
aneri hún sér til hans og sagði:
— Þá langar að vita hvað
kosti að fara í hálftíma-reið-
túr.
Hann varð svo gáttaður er
hann heyrði hana tala íslenzku,
að orðin vöfðust fyrir honum.
Hann bara starði á hana fullur
íotningar og stundi upp seint
Og síðar meir:
— Fimm krónur á hest.
Stúlkan sneri máli sínu aftur
til útlendinganna, hló hvellt
með þeim, benti á hestana og
síðan eitthvað út í bláinn, hló
aftur einsog ótal litlum bjöll-
Um væri klingt. Bros hennar
var opinskátt, framkoma henn-
ar fáguð einsog hjá fullorðinni
konu.
— Þeir vilja fá þá, sagði hún
loks og benti drengnum að leiða
hestana fram. Láttu þá hafa
þægustu klárana. Þeir eru ó-
vanir.
— Þetta eru allt þægir og
góðir hestar, sagði drengurinn
hróðugur. Honum var orðið svo
létt í skapi og næstum hló af
kæti. Nú yrði pabbi þó ánægð-
ur! Þetta var í fyrsta sinn sem
hann leigði út hesta á eigin
spýtur. Hann hefði viljað um
32 FÁLKINN
faðma stúlkuna, en hún var
svo fáguð og fín að hann á-
ræddi naumast að yrða á hana.
Þegar útlendingarnir voru
komnir á bak kvaddi stúlkan
þá glaðbrosandi, en maðurinn
sem var með henni þurfti eitt-
hvað að segja við þá frekar og
stytta í ístaðsólunum hjá eihum
þeirra. Síðan hlógu þeir allir
dátt, veifuðu til stúlkunnar,
lölluðu ut á malbikaða götuna,
og hófatakið glumdi í stóra hús-
inu á móti planinu.
Drengurinn þakkaði hiannin-
um og stúlkunni innilega fyrir
hjálpina. Þá brosti stúlkan til
hans þessu tindrandi, stolta
brosi með glettnisglampa í
augnakrókunum og sagði:
— Þú getur nú bráðum gert
þetta hjálparlaust.
Svo gengu þau burtu arm í
arm, stúlkan og herðibreiði
brúnamikli maðurinn, og
drengurinn horfði á eftir þeim
einsog bergnuminn. En þegar
þau voru að fara fyrir hornið
á verzlunarhúsinu sunnan við
planið, kom faðir hans í flasið
á þeim upprifinn og dálítið
valtur á fótunum. Það skipti
engum togum að pabbi rauk
á manninn, umfáðmaði hann
hjartanlega, rak honum síðan
þéttingshögg í öxlina og hróp-
aði glaðlega:
— Nei, ertu kominn hér
elsku vinur á feðranna frón!
Fáðu þér í staupinu upp á
það og upp á fornu kynnin sem
fyrnast ei!
Pabbi talaði ævinlega meira
og minna í ljóðstöfum þegar
hann var hátt uppi. Nú dró
hann pyttluna úr vasanum,
skyggndi hana og sönglaði
hárri raust.
Ekki er vætan auðfengin
er þó sull á pela.
Alltaf grætur andskotinn
augafullan dela!
Nú er hann orðinn drukkinn
hugsaði drengurinn og sneri sér
undan dapur í bragði, því hann
sá að stúlkan var að reyna að
toga manninn burtu.
Andartaki síðar var faðir
hans kominn til hans. Vín-
stybbuna lagði úr vitum hans
og hann lék við hvern sinn
fingur þó hann væri reikull í
spori. Drengurinn fór hjá sér
útaf háreystinni í honum.
— Hvað er orðið um klár-
ana? kallaði hann.
— Ég lánaði þá fólki af skip-
inu, svaraði drengurinn og vott-
aði fyrir stolti í rómnum.
— Lánaðir þá? át faðir hans
eftir og sljákkaði snöggvast
í honum. Hver sagði þér að
lána þá? Ég bað þig að passa
þá meðan ég væri í burtu. Lán-
aðir þá! Fékkstu borgað?
— Já, fimmtán krónur fyrir
einn hálftíma. Þeir borguðu
fyrirfram.
Þá breiddist elskulegt bros
yfir andlitið á pabba og hann
klappaði drengnum sínum á
kollinn.
— Það verður maður úr þér,
elsku kallinn, þegar þarað kem-
Ur. Fáðu mér aurana.
Drengurinn rétti föður sínum
seðlana og hann fór yfir til
hinna kallanna, gaf þeim í
staupinu, kvað við raust og
sagði brandara. Allir voru í
sólskinsskapi. Hval-Jónas, sem
alltaf gekk í kúskinnsskóm og
ullarsokkum utan yfir buxurn-
ar, hló hrossalega um leið og
hann benti á tvær útlenzkar
kellingar sem gengu niðrá
bryggjuna í aðskornum buxum
skjóttum. Þuru-Sveinn, sem
var sagður hafa mannsmorð á
samvizkunni, strauk úr miklu
kolsvörtu yfirskegginu þegar
hann var búinn að súpa á pittl-
unni. — Þú átt ekki að svolgra
þetta eins og þorskalýsi, hel-
vítið þitt, sagði pabbi og tók
af honum pittluna, en í sama
mund varð hlé á háreyst-
inni þegar nokkrir ferðalang-
anna komu og klöppuðu hest-
unum. Hval-Jónas hafði yfir
formúluna sem hann kunni
utanbókar: „Jes, moní, olræt“,
og útlendingarnir hlógu dátt,
klöppuðu hestunum meira og
gengu leiðar sinnar.
Dagurinn leið við glens og
góðan fagnað. Útlendingarnir
þrír komu aftur á hestunum
sem drengurinn hafði lánað
þeim, klöppuðu þeim ánægðir
á makkann, jósu yfir dreng-
inn nýrri bunu af útlenzku og
gáfu honum að skilnaði fimm
krónur. Hann þakkaði þeim
klunnalega fyrir sig og stakk
peningunum á sig ánþess pabbi
sæi til.
Undir kvöld fóru bátarnir að
koma tómir frá lystiskipinu og
fara til baka fullfermdir af
glaðværu fólki. Útlánin lögð-
ust af, hestamennirnir teymdu
saman klárana og riðu burt
einn af öðrum. Drengurinn og
faðir hans urðu síðbúnir,
því pabbi þurfti sífellt að
vera að heilsa uppá nýja
kunningja og bjóða þeim í
nefið eða í staupinu, þangað-
til pyttlan var tæmd. Þá þurfti
hann endilega að ná sér í lögg
til viðbótar. Hann var orðinn
velfullur, og drengurinn hálf-
kveið fyrir að ríða heimleiðis
með þessa fimm hesta.
Þegar þeir Ioks komust af
stað hafði pabbi samt þrjá til
reiðar einsog ekkert væri, en
lét drenginn teyma Gamla-
Mósa sem var eilítið hvump-
inn við bíla. Pabbi var þögull
á leiðinni heim, einsog lífsfjör-
ið hefði skyndilega fjarað úr
honum þegar hann steig á bak.
Drengurinn reið samsíða hon-
um þegar þeir komu innfyrir
bæ og aðgætti við og við hvort
hann væri árennilegur, því
hann sárlangaði til að leggja
fyrir hann spurningu sem hafði
verið að byltast í kollinum á
honum í allan dag. Loks hleypti
hann í sig kjarki og lét hana
fjúka:
—- Hvaða maður var það sem
þú heilsaðir á planinu í dag,
pabbi?
— Hvaða maður? Ég heils-
aði öllum, svaraði faðir hans
og lifnaði ögn yfir honum.
— Ég á við manninn sem þú
hittir á horninu og faðmaðir
— hann var með ungri stúlku.
— Aaa, hann Kobbi blessað-
ur öðlingurinn. Æskuvinur sem
ég hef ekki séð í mörg ár.
Hann var í Ameríku, búinn
að missa konuna — indælis-
drengur, fáir slíkir nú til dags.
Við ólumst upp hlið við hlið
— steinsnar milli bæja, leik-
bræður, óaðskiljanlegir öll
bernskuárin. Nú er hann sigld-
ur og forframaður, en alltaf
sömu elskulegheitin, gull að
manni.
Faðir hans hélt áfram að
tala um þennan góða og merki-
lega mann sem stækkaði og
batnaði eftir því sem lengra
var haldið, en drengurinn
hlustaði ekki nema með öðru
eyranu. Hann var að hugsa um
fallegu stúlkuna sem hafði
brosað framaní hann. Bros
hennar stóð honum fyrir hug-
skotssjónum einsog töfralind
þessa sólbjarta dags.
— Var það dóttir hans sem
var með honum? skaut hann
einu sinni inní orðaflaum föður
sins.
— Dóttir hans? Hver? Æ
telpan! Já, hún er dóttir hans,
alin upp i Ameríku. Myndar1-
legheitastúlka sem vonlegt er.
Kobbi var glæsimenni og er
það enn, afburðamaður á allan
kant. En hann elskaði þessa
konu sína mikið og hefur aldrei
borið sitt barr eftir að hún dó.
Og þannig hélt pabbi áfram
að mikla manninn fyrir sér.
Hann var ölvaður og þá voru
allir vinir hans englar, en allir
aðrir djöflar.
II.
Það eru liðin fjögur ár, lysti-
skipin löngu hætt að punta