Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 14
Af dagbókarblö&um frá sumrinu 1960 EFTIR HANNES PÉTURSSON Miðvikudagurinn 17. ágúst. Nu er ég búinn að slá tjöldum mínum á bakka Dónár. Svona halda draumar manns áfram að rætast. Klukkan tæplega hálf sjö í morgun steig ég út úr lestinni á Westbahnhof. Ágætir ferðafélagar til Múnchen. því þeir hreyfðu ekki talfærin. Gott að vera í friði. Gegnt mér sat lágvaxinn maður, grannholda og snyrtilegur, auðsjáanlega erfiðis- maður — og ekki Þjóðverji, sennilega Júgóslavi; svipmótið benti til þess; hann sagði nokkur orð rétt áður en við stigum út úr lestinni í Múnchen, og þá með slavneskum hreim. Einu sinni á leiðinni stakk hann hendinni djúpt niður í buxnavasann eins og til að athuga, hvort lagsmaður hans væri ekki enn á sínum stað. Það dimmdi meir og meir. Öldótt landið breyttist í svart haf, og þorpin urðu lítil, geislandi maurildi niðri í bylgju- 14 FÁLKINN dölunum. í aftureldingu ókum við gegnum smábæinn St. Pöltern. Þar gekk Rilke forðum á liðsforingjaskóla. Ekki kom ég auga á skólahúsið, hef þó séð mynd af því. Kannski er það ekki lengur til. Stefndum áfram beint inn í gula morgunsólina. Einn og einn bóndi var tekinn til starfa úti á náttvotum akrinum. Klukkan var þó ekki nema rúmlega hálfsex. Þeir eru iðju- samir hérna í útlöndum. Okkur bar hratt yfir, og ég fylgdist með því, hvernig landið, skógivaxið og „blettað ökrum“, drakk dagsbirtuna í stærri og stærri teygum, eftir því sem nær dró Vín. Og nákvæmlega samkvæmt áætlun, klukkan 6,20. rann lestin inn á Westbahnhof. Ég skipti peningum, fékk Grillparzer og aftur Grill-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.