Fálkinn - 14.12.1964, Qupperneq 14
Af dagbókarblö&um frá sumrinu 1960
EFTIR HANNES PÉTURSSON
Miðvikudagurinn 17. ágúst.
Nu er ég búinn að slá tjöldum mínum á bakka Dónár. Svona
halda draumar manns áfram að rætast. Klukkan tæplega
hálf sjö í morgun steig ég út úr lestinni á Westbahnhof.
Ágætir ferðafélagar til Múnchen. því þeir hreyfðu ekki
talfærin. Gott að vera í friði. Gegnt mér sat lágvaxinn
maður, grannholda og snyrtilegur, auðsjáanlega erfiðis-
maður — og ekki Þjóðverji, sennilega Júgóslavi; svipmótið
benti til þess; hann sagði nokkur orð rétt áður en við stigum
út úr lestinni í Múnchen, og þá með slavneskum hreim.
Einu sinni á leiðinni stakk hann hendinni djúpt niður í
buxnavasann eins og til að athuga, hvort lagsmaður hans
væri ekki enn á sínum stað.
Það dimmdi meir og meir. Öldótt landið breyttist í svart
haf, og þorpin urðu lítil, geislandi maurildi niðri í bylgju-
14 FÁLKINN
dölunum.
í aftureldingu ókum við gegnum smábæinn St. Pöltern.
Þar gekk Rilke forðum á liðsforingjaskóla. Ekki kom ég
auga á skólahúsið, hef þó séð mynd af því. Kannski er það
ekki lengur til.
Stefndum áfram beint inn í gula morgunsólina. Einn og
einn bóndi var tekinn til starfa úti á náttvotum akrinum.
Klukkan var þó ekki nema rúmlega hálfsex. Þeir eru iðju-
samir hérna í útlöndum.
Okkur bar hratt yfir, og ég fylgdist með því, hvernig
landið, skógivaxið og „blettað ökrum“, drakk dagsbirtuna
í stærri og stærri teygum, eftir því sem nær dró Vín.
Og nákvæmlega samkvæmt áætlun, klukkan 6,20. rann lestin
inn á Westbahnhof.
Ég skipti peningum, fékk Grillparzer og aftur Grill-