Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 61

Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 61
Tom Jones Framhald af bls. 59. einrúmi við skólameistarann, sem sór og sárt við lagði, að hann væri alsaklaus í þessu máli, og kallaði alla heilaga sér til vitnis. Hins vegar viður- kenndi hann að hafa játað á sig sökina fyrir eiginkonu sinni í því skyni að kaupa sér þó að ekki væri nema stundarfrið. Hefði hún svo sannarlega pynd- að hann og kvalið og hótað því að þeim pyndingum skyldi aldrei linna, nema hann játaði á sig sökina, hvað hann þó ekki hefði gert fyrr en hún hét því að minnast þá aldrei á þetta framar. Þegar herra Allworthy kall- aði konu skólameistarans fyrir sig og hermdi henni framburð eiginmannsins, kunni hún eng- an mótleik annan en að bresta 1 grát, hvað hún og gerði svo að um munaði. Mælti hún síð- an kjökrandi af ekka, að aldrei mundi nokkur eiginkona hafa sætt jafn grimmúðlegri meðferð af hálfu eiginmannsins, en hún hefði orðið að þola. „Það er ekki nóg, að þessi fantur hafi þrásinnis leikið mig svo hart í rekkju að lá við stórmeiðslum, hvað ég hef þó af hógværð um- borið, náðugi herra, eins og drykkjuskap hans og óheyrilega vanrækslu í starfi, heldur hef- ur hann og þverbrotið helgustu boðorð guðs að mér vitandi. Hefði hann einungis gert það utan heimilis, mundi ég kannski hafa látið sem ég vissi það ekki -— en með vinnustúlku minni, undir mínu eigin þaki, já — og það með annarri eins drós ...“ Að svo mæltu bar gráturinn hana ofurliði, en eiginmaður hennar, skólameistarinn, þagði um hríð við öllum þessum á- sökunum; endurtók síðan fyrri eiða sína um sýknu og sakleysi og kvaðst sannfærður um að ULRICH FALKNER guusm LÆKJARGÖTU 2 2. HÆD Jenny mundi bera sakleysi hans vitni, væri hún tilkvödd, enda fór hann þess eindregið á leit að það yrði gert. Og herra Allworthy, sem ekkert vildi til spara að hið sanna kæmi fram í hverju máli, svo að fullnægt yrði öllu réttlæti, ákvað að verða við þeirri beiðni hans og sendi þegar eftir stúlkunni. Framhald i næsta blaði. Ferð í Þórisdal Framhald af bls. 19. áttu skammt eitt þangað, er þeir hugðu jökullinn mundi ei úr því hækka austur á leið, þá setti gúlp á jökulinn á tvær hendur, fyrir sunnan og norð- an, en loftaði undir þvert austur yfir jökulinn, svo heiðan sá himin rétt fyrir stefnu þeirra. Bar það svo til, að jökl- arnir eru tveim megin að miklu hærri en dæld þessi, og lægð í jökulinn vissi þá austur af. Ei léttu klerkar ferð sinni við þetta og kváðu það undurleysu, þótt þoka legðist á háfjöll. Um það bil heyrðu þeir árnið und- ir fætur sér, en engi sáu þeir líkindi til vatns. Gátu þeir á sú mundi falla norður í dal- lendu af hájöklinum og þar deilast undir jöklinum og ýmsa vegu fram koma, því þeim þótti niðurinn miklu meiri að heyra en á sú ein mætti valda, er heim fellur úr jöklinum og þeir höfðu yfir riðið. Eftir þetta sóttist jökullinn, og komu þeir á bera jörð, en ekki gras. Það var sléttur mó- grýtishryggur, svo sem gil- þröm, og þaðan tók jöklinum mjög að halla austur og öðrum hluta í landnorður og var flat- ur mjög sem dalur um þveran jökulinn, og sá sumstaðar, að stóðu upp svartar klettasnasir og gnípur, en norðan til voru fell mikil, samfest með jökul- skriðum og fönnum, en ekki gras í, og var þar miklu hærra upp á jökulinn norðanvert. Svo komu þeir lengra á jök- ulinn eftir áður sögðum mó- grýtismelhrygg til þess að hjó fyrir berg, þó ei slétt, heldur með stöllum, og þar fóru þeir upp á hæð nokkra og skyggnd- ust þar um. Þá var með öllu heiður himinn í austur og upp yfir þeim og umhverfis þá allt í kring skyggni gott allt að há- tindum jöklanna og til baka þeim. Gjörla sáu þeir austur yfir jökulinn snjólaus öræfi, er þeir gátu vera mundi norður undan Biskupstungum að stefnu, og svo allt austan und- ir jökulinn. Tvö fell eru þar alla leið austnorðan til við Framhald á bls. 67. A þessu ári hafa komið á markaðinn margar nýjar gerðir af ATLAS kæli- og frystitækjum. Myndin sýnir ATLAS CRYSTA.. REGEIMT Hann hefur stórt djúpfrystihólf með sjálfstæðum froststilll og sér hurð. Kælirýmið hefur sér kuldastilli og raka blásturskælingu, sem skapar ennþá betri geymsluskilyrði. Þíðingin er algerlega sjálfvirk — það þarf jafnvel ekki að þrýsta á hnapp — svo auðvelt og þægilegt er það. Að öðru leyti hin góðkunnu ATLAS einkenni: ★ glæsilegt, nýtízku útlit ★ fullkomin og markviss nýting geymslurýmisins ★ segullæsing færanlegar hurðir fyrir hægrl eða vinstri opnun ic innbyggingarmöguleikav ir ATLAS gæði og 5 óra ábyrgð á kæli- og frystikerfi ic góð varahluta- og við- gerðarþjónusta ic hagstætt verð. Við bjóðum nú eftirtaldar gerðir ATLAS kæli- og frystitækj».t Kæliská'par: Crystal Prince (rafmagn eða flöskugas), Crystuf Queen, Crystal King og Crystal Twincool. Kœli- og frystiskápar: Crystal Regent og Crystal Combina. Frystiskápur: Crystal Freezer 125. Frystikistur: Crystal Freezer 175, Crystal Frtezer 30P og Crystal Freezer 400. Ennfremur 2 stærðir af viOar-kœliskáputr^ fyrir einstaklingsherbergi, stofur eða skrifstofur — úr teak, pau» sander, eik, hnotu og mahogni. Skoðið, skrifið eða útfyllið úrklippuna — Við munum leggja okkur fram um góða afgreiðslu. Sendum um allt land. 12606 - SUÐURGOTU REYKJAVIK Undirrit. óskar nánari upplýsinga með mynd, verði og greiðslu- skilmálum um ATLAS kæli- og frystitæki. Nafn:_____________________________________________________________ Heimilisfang:______________________________________________________ Fenix s.f., Suðurgötu 10, Reykjavik. (F. 48. tbW,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.