Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 63
HÁLFMÁNAR MEÐ SVESKJUMAUKI.
200 g hveiti 1 msk. rjómi, ef
100 g flysjaðar, malaðar þarf.
möndlur
200 g smjörlíki Innan í:
80 g flórsykur Sveskjumauk.
Hveiti og möndlum blandað saman, smjörlíkið saxað saman
við með hníf, sykri og rjóma blandað í. Deigið hnoðað létti-
lega. Kælt. Flatt út, skornar út kringlóttar kökur, sem á er
látið dálítið af sveskjumauki, sem kryddað hefur verið með
rifnum sítrónu- eða appelsínuberki. Kakan brotin saman og
fest vel I köntunum. Kökurnar smurðar með eggi, sykri stráð
á. Kökurnar bakaðar við 225° í 8—10 mínútur.
SÚKKULAÐIKÖKUR (80—90 stk.).
6 dl hveiti
1 full msk. af kakó
% msk. vanillusykur
2% dl sykur
200 g smjörlíki
1 egg
Ofan á:
Egg, möndlur
Grófur sykur.
Hveiti, kakó og vanillusykri sáldrað á borð, smjörlíkið
mulið saman við með hníf, sykri blandað í. Vætt í deiginu
með egginu, og það hnoðað saman með fáum handtökum.
Geymt á köldum stað flatt út, stungnar út kringlóttar kök-
ur, sem smurðar eru með.
SÚKKULAÐIKÖKUR KRISTÍNAR (nál. 25 stk.).
100 g smjör
6 msk. sykur
6 msk. ljós púðursykur
V> tsk vanillusykur
1 tsk. vatn
1 egg
75 g hveiti
V2 tsk. lyftiduft
V2 tsk. salt
100 g haframjöl
50 g suðusúkkulaði.
Smjör sykur, púðursykur hrært létt og ljóst, vanillusykri,
Vatni og eggi hrært saman við. Öllu þurru ásamt niðurbrytj-
uðu súkkulaðinu blandað saman og síðan hrært saman við
deigið. Sett með 2 teskeiðum í smátoppa á velsmurðar plöt-
ur. Kökurnar bakaðar við 200° í um 10 mínútur.
NOUGATKÖKUR.
415 g hveiti 1 msk. vatn
200 g smjörlíki
200 g sykur Nougat:
1 egg 3—4 msk. sykur.
Nougat: Bræðið sykur á heitri pönnu, hrærið stöðugt í,
þar til myndast jöfn froða. Hellt um leið á smurða plötu.
Kælt, mulið smátt. Venjulegt hnoðað deig búið til „Nougatið“
blandað saman við. Búnar til lengjur sem eru flattar dálítið
út. Kælt. Skorið í sneiðar, bakað við 200—225°.
ALDINMAUKSKÖKUR (nál. 50 stk.).
165 g smjörlíki
80 g sykur
1 egg
250 g hveiti
Va tsk. lyftiduft
Skraut:
Rautt stíft
aldinmauk.
Gróft saxaðar,
óflysjaðar
möndlur.
Smjörlíki, sykur, egg hrært vel, hveiti og lyftidufti sáldr-
að saman við. Búnar til smákúlur milli handa úr deiginu,
sem dyfið er í möndlur. Kúlurnar látnar á smurða plötu,
hola gerð í hverja aldinmauk sett þar í. Bakað við 225°,
þar til kökurnar eru ljósbrúnar.
KRYDDKÖKUR (nál. 80 stk.).
125 g smjörlíki
125 g sykur
1 egg
V2 tsk. salt
V2 kanell
V2 tsk. vanillusykur
V2 tsk. negull
% tsk. muskat
V2 tsk. kardimommur
275 g hveiti
Ofan á:
Brætt smjör
Sykur.
Smjörlíki, sykur og egg hrært létt og ljóst. Öllu þurru
sáldrað saman við. Deigið hnoðað, mótaðar um 5 cm þykkar
lengjur, sem geymdar eru á köldum stað. Þær eru síðan
skornar í þunnar sneiðar sem smurðar eru með smjöri dyfið
í strásykur.
Kökurnar bakaðar við 200° í 8 mínútur.
BARNAKÖKUR.
6 dl hveiti
IV4 dl sykur
200 g smjörlíki
V2 egg.
Aldinmauk
Sykurbráð eða
þeyttur rjómi
Súkkulaðilinsur.
Hveiti sáldrað á borð, gerð hola í miðjuna, öllu blandað
þar í. Allt mulið saman með hníf, Deigið hnoðað lítillega.Kælt.
Deigið flatt út, skornar út kringlóttar kökur sem bakaðar
eru við 225°. Kælt á grind.
Rétt áður en kökurnar eru bornar fram, eru þær lagðar
saman með aldinmauki. Breiðið þunnt lag af flórsykursbráð
eða þeyttum rjóma ofan á. Andlit búið til úr súkkulaðilins-
um og dálítlu hlaupi, sem sprautað er sem nef og munnur.
— Það er líka gott að leggja kökurnar saman með súkkulaði-
bráð og einnig er bráðin látin ofan á. Bananabita og val-
hnetu fest ofan á.
Framhald á næstu síðu.
FÁLKINN
63