Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 19

Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 19
SÍRA HELGI GRÍMSSOIM: FERÐ í ÞÓRISDAL ÁRIÐ sagna og gæta hesta, ef geyma þyrfti. Birni þótti þetta fýsilegt og lézt klerk- um fylgja skyldi, hvað sem yfir gengi. Enn höfðu klerkar knap lítinn í ferð með sér, ei allfémikinn. Hugðu þeir svo, ef að þeir kæmi þar að Árdal, er örvænt sýndist ofankomu, þá mundu þeir láta smáknap þenna síga fyrir bergið og skyggnast um. En það varð ei svo, er að fram kom. Tjald höfðu þeir einninn og nokkra nátta kost. Svo hófu þeir stefnu, sem fyrr segir, í fullt austur, þar sem þeim sýndist nokkuð af Oki höggva fyrir. sem jökla- mót væri og í dökk fjöll sæi norðanvert, en lág eður dæld í jökulinn að sunnan. Varð þeim ei til fyrirstöðu allt að jökl- inum nema bjargás einn, er gengur norður um Kaldadal sunnan allt úr jöklinum eystra, og er norðan undir honum fönn og vatn, er þangað safn- ast af söndunum fram undan jöklinum. Var þar ei að sýn hestfæri ofan. En í einstigi nokkru hrapaði Björn prestur hesti sínum ofan í ána, er þar rann undir björgunum. Er það ei mik- ið vatn, straumlaust, en mikið djúp og mjög með aurkvíslum og svo allir þeir sandar, er austur liggja þaðan undir jökulinn. og lét hann öngvum látum í þeirra eyru, en stefndi beint út á Ok. Sáu þeir hann ei síðan, en það þótti þeim eftirlits, að hann væri mjög star- sýnn til þeirra (þagði jafnan). Svo riðu þeir yfir sandana allt að jöklinum, klifruðu svo langt upp með honum í fellskriðu eina, sem þeir gátu lengst, og með honum inn í vik nokk- urt, þar er á féll fram undan jöklinum í mót þeim. Voru þeir þá fyrir norðan ána, en aldrei sáu þeir hennar upptök síðan. Nú sem að jöklinum kom, sýndist Íieim hann miklu brattari en áður, er angt var til að sjá, og sáu klerkar sér ei ráðrúm að koma hestum sínum þar upp, því hvergi var tilsýn utan í vík þeirri, er gekk austur í jökulinn og áin féll fram undan í mót þeim, því annar- staðar voru snjóflóða-hrapanir stórkost- legar og sprungur og jökulár mjög djúp- ar og ófærar og allófrýnilegar ásýnd- um. Nú tjáði ei þar yfir að standa, annað- hvort var frá að hverfa eður til að ráða. Þá strengdi Björn prestur þess heit, að hann skyldi með hest sinn, þann Skoli var kallaður, upp á jökulinn kom- ast og Þórisdal finna, ef þar í jöklin- um væri, og eigi fyrr aftur hverfa nema austur af jöklinum ella, svo framt ekki væri guði í móti. En Helgi prestur hét því, að hann skyldi við leita til kristinn- ar trúar að koma því, er þar fyndi í Þórisdal, ef nokkur mennsk skepna væri þar fyrir þeirra augum og þeir mættu orðum við koma, karlkyns eða kvenkyns, og samþykkti Björn prestur heitið að sínum hlut að veita þar til fortölur og orðaflutning. Það var og ummæli þeirra, að þeir mundu þá strax skíra, ef nokkur mennsk skepna þar trúnni játaði og þekkjast vildi, hvað sem síðar afgjörð- ist. Eftir þetta tóku þeir það til ráðs að láta þar eftir við jökulinn einn hest og tjald og fans við stein einn stóran, er þar stendur skammt norður frá ánni, og eru á steini þeim vörður þrjár látnar til saktar marka, og þar eftir knapinn að gæta þessa, og var hann vandlega á- minntur að láta þar fyrirberast, hvað sem í gjörðist, til þess þeir kæmi aftur að nóttu eða annars dags forfallalaust. Síðan höfðu þeir sig á leið, klerkar báðir og Björn hinn þriðji, tóku með sér brauð og eina brennivínsflösku, kváðu Áradalsmenn mundu því óvanir. Vopn voru engin í þeirri ferð, og ei vildu þeir þau hafa nema smáknífa eina og sitt stjakabrot hver við að styðjast um jökulinn, ef þyrfti. Ei ætluðu þeir og til neinna manndrápa að gjörast né neitt mein þeim, er fyrir væri, fyrr að bragði. Nú stigu þeir á hesta sína og riðu alla leið að jöklinum og klifruðu svo langt upp með honum í fellskriðu eina norðanvert við jökulvíkina, sem þeir gátu lengst, og létu svo hestana hrapa ofan eftir skriðunni á jökulfönnina fyrir ofan árfallið og gjána. Þar var fyrir sléttafönn, er vel mátti ríða, og það lengi eftir jöklinum, að þeim virtist I fullt suður eður lítið austar. En er af dró þeirri lægð og hærra bar á jöklinum, þá var ber svelljökull fannlaus, fullur með gjár og sprungur, og lágu flestar þvert fyrir þeim, svo sem jöklinum hallaði norður, en þeir sóttu þá austur á sem mest. Og þessar gjár voru sumar fullar með vatn, og flóði svo úr þeim ofan um jökulrauf- arnar, en sumt hvarf aftur í fannir þar og þar, en sumstaðar riðu þeir vatnið á svelli, svo sem á vordag, þá mikil leysing er í byggðum. Ei höfðu þeir tölu á gjám þessum, helzt fyrir því, að þær voru öngvar, er ei mátti yfir kom- ast annaðhvort hátt í jöklinum suður á endann eður lægra norður og ofan. Sumar voru ei stærri en yfir mátti stökkva (eða) fyrir varð sneitt með öllu. Og með þessu móti komust þeir af svelljöklinum. En það var ráð þeirra ef nokkur væri svo löng, að ei mætti fyrir komast á þeirra leið, að þeir mundu bera í hana snjó og troða hana svo mjög, að hann yrði að brú, heldur en þeir hyrfi frá. Nú tók aftur fönn við, og hana riðu þeir Iengi, þar var ás mikill og þung- fært mjög, því veður var lengi dags einkarfagurt, heitt og blítt. Og er þeir Framhald á bls. 61. 19 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.