Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 37

Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 37
hvað þessi stúlka er búin að ganga gegnum? Konan anzar engu og fer aftur að smyrja. — Hún átti öðlingsmann að föður, hreina perlu í manns- mynd. Þau voru eiginlega óað- skiljanleg. Hún var augasteinn- inn hans, enda hafði hann ekki annað að lifa fyrir, búinn að missa konuna. Hann veitti henni allt sem hún vildi, menntaði hana bæði hér heima og í útlöndum, ferðaðist með hana um heiminn. Hún var glæsileg og átti sér bjarta framtíð. En svo lenti hún einn góðan veðurdag í slagtogi við enskan hermann, ég veit ekki hvernig það atvikáðist, nema svo mikið er víst að faðir henn- ar, þetta 'einstaka prúðmenni, fékk ekki afborið það og skaut sig gégnum' höfuðið. Hver skil- ur þetta líf? Pabbi saup aftur á glasinu og gretti sig meðan hann renndi niður. — Hún er indælisstúlka, lif- andi eftirmyndin hans föður síns, sagði hann um leið og hann stóð upp og fór framí salinn. Konan lauk við að smyrja brauðið, setti það á disk hjá sykurkarinu og hellti sjóðheitu kaffi í bollann. Hún var orðin þunglamaleg í hreyfingum, þreytan smogin henni í merg og bein eftir löng ár bústrits og barneigna, óvissu og um- skipta. En hún var ævinlega elskuleg í viðmóti við stjúp- son sinn, sem hún hafði alið upp síðan móðir hans dó. Börnin fóru aftur að tala hvert í kapp við annað einsog til að eyða drunganum sem hafði lagzt yfir eldhúsið eftir frásögn pabba. Þau sögðu Bróa frá nýjustu uppátækjum sín- um, frá sílunum sem þau veiddu í ársprænunni um dag- inn, frá halta hundinum sem kom einn daginn húsbónda- laus og þau hjúkruðu þangað- til hann hvarf alltíeinu útí buskann, frá hellinum sem þau fundu útí hrauni nýlega og frá mörgu fleira. Brói hlustaði þol- inmóður á hjalið í systkinum sínum, brosti og lagði öðru- hverju orð í belg, en hann var samt eitthvað utanvið sig, fannst börnunum. Hann var með hugann við þessa einkenni- legu sögu sem pabbi var að segja áðan. Skaut sig gegnum höfuðið: þessi mynd er hræði- lega ásækin. Byssunni miðað á gagnaugað, síðan tekið í gikk- inn, og þá er öllu lokið. Aum- ingja stúlkan. Eða kannski Framhald á bls. 47. Jólagjöf frá JOIVf I er allra ósk ungra sem gamalla. JOMI nuddtœkið góða, íegrar og lœknar. JOMI PROFESSIONEL HÁRÞIIRRKIJNNI JOMI nuddpúðinn með hita nuddar. einnig með titringi. Ómissandi á hverju heimili. OG EKKI MÁ GLEYMA með 20 hitastillingum. — 10 óra ábyrgð. BORGARFELL H.F. Laugavegl 18. — Sími 11372. HEMCO HINAR AMERlSKU HAMILTOIV ÍIE ACII HRÆRIVÉLAR eru þekktar um víða veröld. 25 ára reynsla hérlendis. Handhægar Ödýrar Vandaðar Ilelgi Magmissioii & Co. Hafnarstræti 19. Símar 1-3184 og 1-7227. FÁLKINN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.