Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 34

Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 34
Það ríkrr djép kyrrð I stoftmni þeirra hjóna, óhagganlegur friður, sem minnir á ævagamla, þögla kirkju. Áhrifin frá ótalmörgum helgiathöfnum virðast enn liggja í loftinu. Einu sinni var þetta einkennilega súlnaherbergi lokaður salur, sem aðeins hinir útvöldu fengu aðgang að. Þá var það aðsetur E. S. eða „innri skóla“ guðspekilegra fræða. Einnig hefur það verið kirkja frjáls-kaþólskra og fundarsalur sam-frímúrararegl- unnar. Hér hefur margt verið hugleitt um gátur lífs og dauða, mikið skrafað og skeggrætt um hin duldu rök tilverunnar. Og andrúmsloftið er svo þrungið dulúð, að ósjálfrátt sveigj- ast samræðumar að hjartfólgnasta hugðarefni þeirra Svövu og Gretars Fells: guðspekinni og ljósi því er hún varpar á flóknustu vandamál mannlegs lífs. Guðspekin gerir lífið aS ævintýri. „Mér finnst guðspekin í sinni víðustu merkingu fela ALLT í sér,“ segir Svava. „Lífið 1 öllum sínum myndum, leitina að sannleikanum, að innsta kjarna allra hluta. Hún er tilraun til að skilja sjálfan sig og skilja alheiminn, finna þau lög- mál, sem ríkja á öllum sviðum tilverunnar, og leitast við að lifa i samræmi við þau. En auðvitað er guðspekin og Guð- spekifélagið sitt hvað. Félagið er aðeins starfstæki, samtök fólks af mismunandi kynþáttum, stéttum, trúarskoðunum og hörundslit, sem trúir á bræðralag mannanna og leitar sann- leikans eftir ýmsum leiðum, en guðspekin er eitthvað miklu víðara og stærra — vizka, sem enginn maður, hversu viti- borinn og þroskaður sem hann er, getur nokkurn tíma tileink- að sér til fullnustu, a. m. k. ekki fyrr en hann hefur náð því, sem nefna mætti mannlega fullkomnun.“ Gretar hneigir höfuð sitt til samþykkis. „Guðspekin er í eðli sínu lífsskilningur,“ bætir hann við. „Hún varpar ljósi á margar gátur, skærustu ljósi, sem ég veit til, að hafi verið að þeim beint. Og hún gerir lífið allt að ævintýri.“ Enginn maður á íslandi hefur unnið meira fyrir guðspek- ina og útbreiðslu guðspekilegra kenninga en Gretar Fells. Tuttugu og eitt ár var hann forseti íslandsdeildar Guðspeki- félagsins, tímariti þess, GANGLERA, hefur hann ritstýrt um nærfellt þrjátíu ára skeið, og ótaldir eru fyrirlestrar hans um dulræn efni, sumir i útvarpið, eins og alþjóð er kunnugt, aðrir, og þeir langflestir, á fræðslufundum innan félagsins. Öll afstaða hans til lífsins og meðbræðra sinna mótast af guðspekilegum viðhorfum, ljóð hans eru gegnsýrð af guð- Enginn maður á íslandi mun hafa haldið jafnmarga fyrir- lestra um dulræn efni og Gretar Fells. I MUSTERI GUÐSP iHÍ MYINiDIR: RUIMÓLFLR ELEIMTÍIMLSSOIM TEXTI: STEIIMLIMIM S. BRIEHi Þau eru samhent í lífi og starfi, hjónin, og þau kunna líka að gleðjast og hlæja saman. Á milli þeirra sést táknmerki guðspekinnar, sterkasti tengiliður þeirra í tuttugu ára hamingjusömu hjónabandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.