Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 21
hún kom að þeim þar sem stúlk- an sat við lestur en skóla- meistarinn stóð við sæti hennar og laut að henni og bókinni eins og venjulega, að stúlkan spratt á fætur, en það hafði hún aldrei áður gert. Meira þurfti ekki til; þetta litla at- vik, þessi að því er virtist á- stæðulausa hreyfing, varð til þess að sá fræi grunsemdanna í vitund eiginkonu skólameist- arans, þar sem það skaut síð- an rótum, óx smám saman og ýmsir fáfengilegustu hlutir, saklaust bros eða augnatillit, féllu eins og lífdögg á blöð meinjurtarinnar. Og svo var það einhverju sinni við kvöld- verðinn, að skólameistarinn á- varpaði vinnustúlkuna á latínu, eins og hann gerði iðulega, og vinnustúlkan hló, kannski að skakkri sagnbeygingu. Þá stóðst hin afbrýðisama eiginkona, sem að sjálfsögðu skUdi ekki stakt orð í latínu, ekki lengur mátið. Nú var það hún, sem spratt úr sæti sínu. Rauð af reiði skipaði hún stúlkukind- inni að taka saman föggur sín- ar og hypja sig á brott sam- stundis, því að ekki skyldi hún sofa nótt lengur undir þaki þeirra. Skólameistarinn þagði, fyr- ir langa og stranga hjúskapar- reynslu; stúlkukindin sór og sárt við lagði, að hún væri sak- laus, en þar sem ofsi húsmóð- urinnar var slíkur, að hún hvorki heyrði mælt mál né skildi, batt stúlkan í böggul það litla, sem hún átti og hélt heim til sín. Leið svo það kvöld, og fara engar sögur af því, sem þeim hjónum kann að hafa farið á milli, ekki heldur því, sem gerðist um nóttina og varð til þess að eiginkonan lét sefast, léði því eyra, er skólameistar- inn fullyrti það morguninn eft- ir að hún hefði hann fyrir rangri sök; kom meira að segja til móts við hann og kvað sér eiginlega hafa gengið það eilt til, er hún rak stúlkukindina af heimili þeirra, að sér hefði ekkert gagn af henni orðið, þar sem hún sat öllum stundum yfir námsbókum. Varð betta að sáttum með þeim hjónum og báðum feginsefni, og minntist hvorugt þeirra einu orði á at- burði þessa eða stúlkukindina. Alllöngu seinna gerðist einn af nágrönnunum til að spyrja konu skólameistarans, hvort hún hefði frétt nokkuð af Jenny Jones undanfarnar vik- ur. Þegar hún kvað nei við því, brosti nágranninn í kampinn, og kvað aUa sóknina standa / þakkarskuld við konu skóla- meistarans, er hún hefði kom- ið þannig fram við stúlkukind þessa. En þá var konu skólameist- arans löngu horfin öll afbrýði- semi í garð Jennýar; hafði meira að segja gleymt hvað þeim fór á milli og lézt ekki vita, að sóknin ætti sér þar nokkuð að þakka. Lauk hún lofsorði á stúlkuna og taldi fá- ar hennar líka. „Það vona ég,“ varð nágrann- anum að orði, „nóg er samt um lauslætið og ólifnaðinn. En það lítur út fyrir, að þú hafir ekki frétt það enn, að hún eign- aðist lausaleikskróa ekki alls fyrir löngu, sumir segja tvo, og þar sem röggsemi þinni er svo fyrir að þakka, að þeir fæddust í heimasókn hennar en ekki hér, getur okkur hérna ekki borið skylda til að sjá þeim fyrir framfæri." „Tvíbura í lausaleik!" svar- aði kona skólameistarans og gerðist nú hraðmælt, „þú segir fréttirnar! Jú, ekkert skal ég um það segja hverjum verður skylt að hafa þá á framfæri, en hitt er ég ekki í vafa um, að þeir hafa komið undir hérna, því að það eru ekki liðnir neinir níu mánuðir síðan ég rak hana af mínu heimili, bann- setta tíkina ...“ Ekkert jafnast á við mann- lega hugsun að viðbragðshraða, sízt þegar um er að ræða af- brýðisemi eða reiði, en það tvennt fer tíðum saman. Þessa stundina þóttist kona skóla- meistarans þess fullviss, að Jenny hefði aldrei farið út fyr- ir hússins dyr að heitið gæti, þau full fjögur ár, sem hún dvaldist á heimili þeirra hjóna. Samtímis rifjaðist það upp fyr- ir henni þegar stúlkan spratt úr sæti sínu forðum, latínu- ávarpið við kvöldverðinn, hlát- urinn, löngu gleymd bros og augnatillit, allt þetta sveif henni fyrir hugskotssjónum og sannfærði hana í einni svipan um sök eiginmannsins, svo að þar komst ekki efi að. Skipti það engum togum, að hún réð- ist á vesalings skólameistarann, sem átti sér einskis ills von, og beitti bæði tönnum og nöglum orðum sínum til áherzlu. Gerð- ist allt jafnsnemma að hárkoll- unni var svipt af höfði hans, treyjan hengilrifin, en blóð lag- aði úr fimm samhliða rispum á andlitinu; mátti hann raunar þakka fyrir að þær urðu ekki tíu. Að sjálfsögðu hafði skóla- meistarinn ekki hugmynd um hvað valdið gæti þessu skyndi- lega brjálæðiskasti eiginkon- unnar, enda gaf st honum ekkert tóm til að hugleiða það, þar eð hann átti fullt í fangi við að verja sig sárum og meiðslum. Brátt sá hann að við svo búið mátti ekki standa, en sneri vörn í sókn. Urðu það mikil átök, því að eiginkonunni óx ásmeg- inn við mótspyrnuna; svall henni svo móður, að fötín sprungu utan af henni, en gnast í tönnum og eldur og eimyrja brann úr augum henn- ar eins og í afl sæi. Loks tókst skólameistaranum þó að ná taki á örmum hennar svo föstu, að hún fékk ekki komið þeim bitru og hættulegu vopnum, sem náttúran hafði — því miður — búið fingrum hennar. Jafnskjótt og hún sá sitt óvænna, rann af henni reiðiæðið fýrir kvenlegum veik- leika, hún brast í grát og féll í öngvit. En nú brá svo undarlega við, að sú heilbrigða skynsemi, sem stjórnað hafði viðbrögðum skólameistarans, hvarf honum méð öllu. Hann æddi út á göt- una, yfirkominn skelfingu, æpti hástöfum að kona sín lægi í dauðateygjunum og bað ná- grannakonurnar að koma henni tafarlaust til aðstoðar. Urðu nokkrar góðar konur þegar við þeirri beiðni og tókst þeim fljótlega að koma konunni aft- ur til meðvitundar. Og jafnskjótt og hún hafði jafnað sig nokkuð, stóð ekki á því að hún segði nágrannakon- unum hvers kyns var. Kvað hún nú svo komið, að eigin- maðurinn léti sér það ekki leng- ur nægja að leika sig svo hart í rekkju, að eftir segði, ef sæ- ist, heldur hefði hann nú reiðst sér svo heiptarlega, er hún bað hann að hlífa sér á nóttunni, að hún mundi bera þess merki ævi- langt; rifið og tætt utan af sér fötin og greitt sér mörg högg og stór, en hótað sér enn misk- unnarlausari meðferðar. Vesalings skólameistarinn stóð eins og dæmdur undir öll- um þessum ákærum eiginkonu sinnar, og mælti ekki orð sér til málsbóta, fyrr en hún benti grannkonunum á blóðið á and- liti sér, ákæru sinni til sönnun- ar. Þá lét hann þess getið af mikilli hógværð, að það blóð væri úr hans eigin sárum og um leið benti hann á rispurnar á andliti sér því til sönnunar. Svöruðu þá grannkonurnar einum munni, að betur hefði farið að það væri hjartablóð hans. Um leið sóru þær þess dýran eið, að þeim skyldi öll- um að mæta, ef hann hygðist sýna konu sinni aðra banatil- raun, og mundi þá óvíst hver uppi stæði að lokum. Eigi að síður hurfu þær á brott nokkru seinna, og þá loks fékk skólastjórinn að heyra það af vörum eiginkonu sinnar, hvers vegna hann var svo hart leikinn af hennar völdum. FIMMTI KAFLI. Treyst d dómgreind lesandans. Ég geri ráð fyrir að það sé næstum útilokað, að nokkurt leyndarmál sé til lengdar á vit- orði einungis einnar mann- eskju. Og enn ótrúlegra er það, að vitneskjan um það, sem ger- ist í einhverri einstakri sókn, berist ekki út fyrir takmörk hennar. Sú varð líka raunin, að sag- an af því, sem gerzt hafði á heimili þeirra skólameistara- hjónanna, flaug á skömmum tíma um allt héraðið. Að vísu tók hún dálitlum hamskiptum á fluginu; fyrst var sagt að skólameistarinn hefði barið eig- inkonu sína og veitt henni mikla áverka, þvínæst að hann hefði bæði handleggsbrotið hana og fótbrotið og loks — að hann hefði myrt hana. Þá var og orsök átakanna ekki látin liggja í láginni, var sú útgáfan algengust, að kona skólameistarans hefði komið að honum í rekkju hjá vinnustúlk- unni, þó að aðrar og ólíkar or- sakir væru taldar. Þessar sögur bárust fljótlega til eyrna jómfrú Debóru Wilk- ins, en þar sem hún hafði ekki komizt að hinu sanna um or- sök átakanna taldi hún réttast að hafa ekki orð á neinu. En jómfrú Debóra var fram- sýn kona, og þóttist finna það á sér, að þess yrði kannski ekki svo langt að bíða, að Blifil höf- uðsmaður yrði hinn eiginlegi herra og húsbóndi á óðalssetr- inu, og því ómaksins vert að. tryggja sér velvild hans. Henni var líka vel kunnugt, að höf- uðsmaðurinn leit dálæti herra Allworthy á Thomas litla ó- hýru auga, og kæmi honurm því fátt betur, en ef hennfi mætti takast að uppgötva eitt- hvað það, er orðið gæti til að draga nokkuð úr því. Og þar sem hún hafði hugboð um að orsök átakanna millli þeirra skólameistarahjónanna væri önnur en sögð voru, tók hún að grennslast eftir þvfi sanna í málinu. Sparaði hún þar hvorki slægð né smjaður, endai leið ekki á löngu áður en hún hafði orðið svo margs vísari, að Framhald á bls. 59. 21 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.