Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 75
G Vínarborg
Framhald aí bls. 15.
viðra sig, flest komið á grafar-
bakkann. Garðurinn ekki nógu
hlýlegur.
Á Gaussplatz og þaðan heim
gegnum Wettsteinpark, sem er
lítill, en viðkunnanlegur; gott
að blása þar úr nös með útsýn
yfir Kanalinn. Horfði á lág-
genga sól, eins og stóran, ný-
sleginn túskilding, mjaka sér
milli húsagarðanna hinum
megin. Ekki var nema von, að
menn í árdaga brytu heilann
um hegðun þessa himinhnattar,
já fyrirbæri heimsins yfirleitt.
Hvílík ráðgáta. Hvernig gat
hjá því farið, að guðirnir yrðu
til?
Yfir Augartenbriicke. Húsa-
raðirnar beggja vegna Kanal-
ins hafa ekki enn náð sér eftir
styrjöldina, standa þarna sem
skörðóttir, brenndir tanngarð-
ar.
Höfuðið á mér fullt allan
þennan göngutúr af hendinga-
tætlum, sem komu og fóru, —
vellandi grautur, suðandi vit-
leysa.
Þriðjudagurinn 13. september.
Klukkan hálf ellefu í kynnis-
ferð. Ætlaði að skoða Rupre-
chtskirkju, en innandyra var
rammbyggileg járngrind eins
og þær, sem notaðar eru fyrir
gluggum skartgripaverzlana, og
hefti för mína. Á spjaldi einu
stóð skrifað, að kirkjunni yrði
að loka fyrir almenningi sakir
rána og ódæðisverka.
Ruprechtskirkj a er frá 11. öld
og elzta guðsmusteri hér í Vín.
Hún hefur staðið rétt innan
við borgarmúrana gömlu. Og
þarna dottar hún, vaxin græn-
um fléttum, klemmd upp við
hátt hús, í lögun eins og venju-
leg, íslenzk sveitakirkja frá
aldamótunum.
Gekk áfram Salzgries á Con-
cordiaplatz, niður Heinrichs-
gasse. Allar byggingar meira
eða minna barokkíseraðar, en
á köflum, þar sem ekkert hefur
skemmzt í stríðinu, bera göt-
urnar sterkan heildarsvip, hús-
in hvert öðru lík, jafn há,
mynda langar, láréttar línur
eins og Blönduhlíðarfjöllin,
nema þau eru bara mun fallegri
arkítektúr.
Lallaði Schottenring. Á Votiv
kirkjunni, síðborinni stælingu,
sést hvað gótikin er í eðli
sínu fullkomin: turnarnir virð-
ast engu síður smíðaðir úr lofti
en steini.
Leit sem snöggvast inn í há-
skólann og settist út í garðinn
FLUGFAR STRAX-FAR GREITT SIDAR
Loftleiðir bjóða íslenzkum viðskiptavinum sínum
þriggja til tólf mánaða greiðslufrest á allt að helmingi
þeirra gjalda, sem greidd eru fyrir flugför á áætlun-
arflugleiðum félagsins.
Skrifstofur Loftleiða í Reykjavík, ferðaskrifstofurn-
ar og umboðsmenn félagsins úti á landi veita allar
nánari upplýsingar um þessi kostakjör.
TRYGGIÐ FAR MEÐ FYRIRVARA.
LOFTLEIÐIS LANDA MILLI.
L
OFMIDIH
©
bakatil. Gluggar Beethovens í
Mölkerbastei 8 blasa við af há-
skólatröppunum.
Áði í Rathauspark, indælli
vin, og horfði á gjósandi brunn-
vatn. Garðurinn skrautlegur í
hófi, léttur að yfirbragði, og þó
er maður í skjóli trjánna.
Meðan ég stóð þar við, sló
klukkan eitt í ráðhúsinu rétt
hjá, og meira en sló, hún hélt
konzert samfellt í 5 mínútur.
Þvílíkt klukkuspil, bæði hátt,
klingjandi og með fjölmörgum
tilbrigðum. Ágætt að fá þessa
tónleika ókeypis. Það varð lítið
úr melódíunni hans Björgvins
Guðmundssonar í Matthíasar-
kirkjunni á Akureyri.
Á Maríu Theresíu torg. Þar
situr hún spikuð í hægu sæti,
en gæðingar hennar fjórir allt
umhverfis. Söfnin sitt hvorum
megin við torgið í þessum
hetjustíl, sem mikið ber á hér,
líkt og í öðrum gamalmónarísk-
um borgum.
Föstudagurinn 23. september.
Hringsólaði í dag út og suður.
Kom í Kaisergruft, geymsluhús
dauðra Habsborgara. Þar hvíla
þeir í steinkistum sínum. Kista
Maríu Theresíu er langtum
stærst. Ég átta mig ekki á,
hvað frúin hefur ætlað sér að
gera við allt þetta mikla svig-
rúm.
Með nýlátna Habsborgara
var farið eins og sláturpening.
Þeir voru skornir á hol, iðrin
slitin úr þeim og hjartað sett
í bauk, sem fluttur var til ævar-
andi geymslu í Augustiner-
kirche — í svonefnda Herz-
gruft. Að því loknu voru
skrokkarnir smurðir og kistu-
lagðir.
Skoðaði Schönbrunn. Höll,
sem kafnar ekki undir nafni.
Hver salur með sérstökum svip,
sérstakri skreytingu. Ég hreifst
af þeim glæsileik, sem þarna
á sér óðul. Ótrúlegur íburður
og listræn smekkvísi haldast í
hendur, og það gerist ekki á
hverjum bæ.
'JálkiHtt tfhjgur út!