Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 75

Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 75
G Vínarborg Framhald aí bls. 15. viðra sig, flest komið á grafar- bakkann. Garðurinn ekki nógu hlýlegur. Á Gaussplatz og þaðan heim gegnum Wettsteinpark, sem er lítill, en viðkunnanlegur; gott að blása þar úr nös með útsýn yfir Kanalinn. Horfði á lág- genga sól, eins og stóran, ný- sleginn túskilding, mjaka sér milli húsagarðanna hinum megin. Ekki var nema von, að menn í árdaga brytu heilann um hegðun þessa himinhnattar, já fyrirbæri heimsins yfirleitt. Hvílík ráðgáta. Hvernig gat hjá því farið, að guðirnir yrðu til? Yfir Augartenbriicke. Húsa- raðirnar beggja vegna Kanal- ins hafa ekki enn náð sér eftir styrjöldina, standa þarna sem skörðóttir, brenndir tanngarð- ar. Höfuðið á mér fullt allan þennan göngutúr af hendinga- tætlum, sem komu og fóru, — vellandi grautur, suðandi vit- leysa. Þriðjudagurinn 13. september. Klukkan hálf ellefu í kynnis- ferð. Ætlaði að skoða Rupre- chtskirkju, en innandyra var rammbyggileg járngrind eins og þær, sem notaðar eru fyrir gluggum skartgripaverzlana, og hefti för mína. Á spjaldi einu stóð skrifað, að kirkjunni yrði að loka fyrir almenningi sakir rána og ódæðisverka. Ruprechtskirkj a er frá 11. öld og elzta guðsmusteri hér í Vín. Hún hefur staðið rétt innan við borgarmúrana gömlu. Og þarna dottar hún, vaxin græn- um fléttum, klemmd upp við hátt hús, í lögun eins og venju- leg, íslenzk sveitakirkja frá aldamótunum. Gekk áfram Salzgries á Con- cordiaplatz, niður Heinrichs- gasse. Allar byggingar meira eða minna barokkíseraðar, en á köflum, þar sem ekkert hefur skemmzt í stríðinu, bera göt- urnar sterkan heildarsvip, hús- in hvert öðru lík, jafn há, mynda langar, láréttar línur eins og Blönduhlíðarfjöllin, nema þau eru bara mun fallegri arkítektúr. Lallaði Schottenring. Á Votiv kirkjunni, síðborinni stælingu, sést hvað gótikin er í eðli sínu fullkomin: turnarnir virð- ast engu síður smíðaðir úr lofti en steini. Leit sem snöggvast inn í há- skólann og settist út í garðinn FLUGFAR STRAX-FAR GREITT SIDAR Loftleiðir bjóða íslenzkum viðskiptavinum sínum þriggja til tólf mánaða greiðslufrest á allt að helmingi þeirra gjalda, sem greidd eru fyrir flugför á áætlun- arflugleiðum félagsins. Skrifstofur Loftleiða í Reykjavík, ferðaskrifstofurn- ar og umboðsmenn félagsins úti á landi veita allar nánari upplýsingar um þessi kostakjör. TRYGGIÐ FAR MEÐ FYRIRVARA. LOFTLEIÐIS LANDA MILLI. L OFMIDIH © bakatil. Gluggar Beethovens í Mölkerbastei 8 blasa við af há- skólatröppunum. Áði í Rathauspark, indælli vin, og horfði á gjósandi brunn- vatn. Garðurinn skrautlegur í hófi, léttur að yfirbragði, og þó er maður í skjóli trjánna. Meðan ég stóð þar við, sló klukkan eitt í ráðhúsinu rétt hjá, og meira en sló, hún hélt konzert samfellt í 5 mínútur. Þvílíkt klukkuspil, bæði hátt, klingjandi og með fjölmörgum tilbrigðum. Ágætt að fá þessa tónleika ókeypis. Það varð lítið úr melódíunni hans Björgvins Guðmundssonar í Matthíasar- kirkjunni á Akureyri. Á Maríu Theresíu torg. Þar situr hún spikuð í hægu sæti, en gæðingar hennar fjórir allt umhverfis. Söfnin sitt hvorum megin við torgið í þessum hetjustíl, sem mikið ber á hér, líkt og í öðrum gamalmónarísk- um borgum. Föstudagurinn 23. september. Hringsólaði í dag út og suður. Kom í Kaisergruft, geymsluhús dauðra Habsborgara. Þar hvíla þeir í steinkistum sínum. Kista Maríu Theresíu er langtum stærst. Ég átta mig ekki á, hvað frúin hefur ætlað sér að gera við allt þetta mikla svig- rúm. Með nýlátna Habsborgara var farið eins og sláturpening. Þeir voru skornir á hol, iðrin slitin úr þeim og hjartað sett í bauk, sem fluttur var til ævar- andi geymslu í Augustiner- kirche — í svonefnda Herz- gruft. Að því loknu voru skrokkarnir smurðir og kistu- lagðir. Skoðaði Schönbrunn. Höll, sem kafnar ekki undir nafni. Hver salur með sérstökum svip, sérstakri skreytingu. Ég hreifst af þeim glæsileik, sem þarna á sér óðul. Ótrúlegur íburður og listræn smekkvísi haldast í hendur, og það gerist ekki á hverjum bæ. 'JálkiHtt tfhjgur út!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.