Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 35

Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 35
Svava undirbýr fund í stúku sinni, MÖRK, sem nú hefur starfaS um 13 ára skeiS hér f Reykjavík. spekilegum þönkum, og þegar hann ræSir við menn, vill talið fljótt berast aS guSspekinni og sjónarmiðum hennar í máli hverju. Sannleikurinn er ávallt fagur. „Hvenær og hvernig vaknaði þessi gífurlegi áhugi þinn á guð- spekinni, Gretar?“ „Það var heima í föðurgarði, þegar ég var mjög ungur, rétt kominn yfir fermingu. Faðir minn var prestur í Fellsmúla og átti stórt bókasafn, sem ég grúskaði oft í. Dag einn stend ég uppi á stól og ætla að ná í bók ofan úr hárri hillu, þegar lítið kver dettur allt í einu á gólfið. Ég tek það upp, titillinn vekur forvitni mína — ,UM GUÐSPEKI*. Nú, það er ekki að orðlengja, að ég byrja að lesa, gleypi þetta í mig, og svo sjálfsagðar og eðlilegar þóttu mér höfuð- kenningar guðspekinnar strax við fyrstu kynni, að það lá við, að ég reiddist sjálfum mér að hafa aldrei hugsað út í þær fyrr. Lögmál ALSTRÆIMA GYÐJAIM * Oftur til guðspekinnar eftir Gretar Fells. Heill sé þér, austræna gyðjan min góð. Gaman er með þér að lifa. Þú hefur lífefnum lætt i mitt blóð, — leitt mig til heilsu og þrifa. Þú hefur kennt mér að guðseðlið glæst glæða má stundarheimsvistin, — helzt þó ef fá þar sem hollvinir mætzt heimspekin, trúin og listin. Þín orðabók reynist mér innihaldsdrjúg, og öll hennar margbreytni og greining tengist i vitund, sem vaktir þú, og verður að dýrðlegri eining. Þú hug minum lyftir og hjartans þrá, og hafi ég orðið að manni, helzt ber mér þakkirnar þér að tjá, því þú hefur leyst mig úr banni villu og slysa, og verið. min róg, — vigt mér hin jarðnesku gæði. ííefði mig vantað þitt vegaljós, veit ég ei hvar ég stæði. En þó að minn himinn sé heiður og blár, ég harma það, austræna gyðja, að enn er ég fátækur, enn er ég smár, og enn hef ég margs að biðja. Skortir mig andríki og skilningsflug. Skáldvængi þrái ég létta. Gefðu mér opinn en gagnrýninn hug, — glöggskyggni á hið rétta. Lýsi mér birtan, sem ljómar um Krist. Leið mig til vizkunnar brunna. Gerðu mig fullnuma i listanna list: Lífinu að þjóna og unna. Musterisgyðja, ég markinu næ, magnirðu kraftana velka. Láttu þinn ilmríka austanblæ um aðdáanda þinn leika. EKINNAR orsaka og afleiðinga, endurfæðingarkenningin, framþróunarlögmálið, eining alls lífs — mér fannst sem tilveran stækkaði, en jafnframt mynduðu kenningarnar eina rökrétta heild, og sú heildarmynd er enn í mínum augum fullkomnasta skýring, sem ég hef rekizt á varðandi gátur lífs og dauða. Hitt er annað mál, að takmarkaður mannshugi getur auðvitað ekki skilið nema brot af sánnleikanum og opinberun hinna æðstu sanninda hlýtur að vaxa stig af stigi eins og annað í framþróuninni. Ég er alltaf reiðubúinn að varpa fyrir borð gömlum kenningum, ef nýjar og betri skýringar koma fram, og ég hef smíðað mér litla þversögn sem eins konar trúarjátningu: ,Sannleikurinn er ávallt fagur, hversu ljótur sem hann kann að vera‘.“ „Hvernig leiztu á kristindóminn í æsku?“ „Ja, ég skal játa, að ég gat aldrei aðhyllzt sumar kenningar hans, t. d. friðþægingarkenninguna, sem inér fannst bæði ranglát og órökvís, enda stangast hún á við annað í Biblíunni, svo sem ,af verk- um sínum munu þeir dæmdir verða' og ,svo sem maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera'. Mér fannst kirkjan eiginlega taka Krist frá Framhald á bls. 70 Svava og Gretar Fells á yngri árum. FALKINN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.