Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Qupperneq 13

Fálkinn - 21.12.1964, Qupperneq 13
hjá því, að hann yrði dálílið einmana á óðalssetrinu, en nokkra skemmtan hafði hann þar eigi að síður. Var hann tíðum einn á gangi um hinar víðu óðalslendur og ráðgerði í huganum allar þær fram- kvæmdir, sem hann mundi hefj- ast þar handa um, þegar er herra Allworthy félli frá. Dag nokkurn var hann leng- ur á slíkri göngu en hann átti vanda til. Og þar eð hann var maður stundvís, þótti herra Allworthy það undarlegt, að hann var ókominn, þegar sezt var að kvöldverði. Bauð herra Allworthy að máltíðabjöllunni skyldi hringt utandyra, ef vera mætti að hann hefði gleymt sér eða gerði sér ekki grein fyrir hvað framorðið væri. Þegar þetta bar ekki árangur, sendi herra Allworthy vinnu- menn sína að leita höfuðs- mannsins, enda var frú Bridget þá farin að óttast svo um hann að hún brast í grát og barmaði sér ákaflega. Leið nú alllöng stund unz vinnumennirnir komu aftur úr leit sinni. Báru þeir höfuðs- manninn á milli sín sem liðið lík. Við þá sviplegu sjón féllu herra Allworthy tár af hvörm- um, en svo undarlega brá við, að grátur systur hans sefaðist — starði hún nokkurt andar- tak þögul á bónda sinn, en rak svo upp vein og hneig útaf meðvitundarlaus. Vinnufólkið þusti nú að og tók sumt að stumra yfir frú Bridget, en herra Allworthy lét leggja höfuðsmanninn í varma rekkju, og var einskis látið ófreistað að vekja hann aftur til lífsins. Ekki leið á löngu áður en frú Bridget rankaði við sér aftur, og var það öllum mikið fagn- aðarefni. En því miður reynd- ust allar lífgunartilraunir við höfuðsmanninn árangurslausar; dauðinn, sá hinn strangi dóm- ari, hafði kveðið upp yfir hon- um úrskurð sinn og beið það eitt læknanna tveggja, sem til höfðu verið kvaddir og bar að báða samtímis, að staðfesta hann. Þegar læknarnir höfðu lok- ið athugun sinni, spurði herra Allworthy systur sína hvor þeirra ætti að stunda hana. Var þá eins og frú Bridget, sem komin var til fullrar meðvit- undar og hin hressasta, áttaði sig nokkuð; lagðist hún tafar- laust í rekkju, tilhlýðilega yfir- buguð af harmi og lá rúmföst í fullan mánuð, þungt haidin, en læknar og hjúkrunarkonur viku ekki frá stokki hennar. Að þeim tíma liðnum fór hún á fætur aftur, og var þá að öllu leyti eins og hún hafði átt að sér, nema hvað hún bar þann alvörusvip, sem sorgarbúningi hennar hæfði. SJÖTTI KAFLI. Æska söguhetjunnar spáir ekki góðu. Það var fastur ásetningur okkar, er við hófum sögu þessa, að segja satt og rétt frá öllu og öllum og gera ekki hlut nokkurs manns, er við hana kemur, betri en efni standa til. Og frá þeim ásetningi munum við hvergi víkja. Þessi ásetningur tekur að sjálf- sögðu til söguhetjunnar — og ekki hvað sízt til hennar. Það verður því að segjast eins og það er, æska Tomma litla Jones spáði ekki neinu góðu um þann æviferil, sem hann átti fram- undan. Það sýndi sig sem sé strax á unga aldri, að innrætið var ekki gott. Hann var ekki gamall, þegar hann hafði gerzt sekur um þrjú alvarleg afbrot, er sönnuðu að hann var ekki frómur að upplagi — hann stal önd úr garði bónda nokkurs, eplum úr trjágarði annars bónda og loks litlum leikknetti úr vasa Blifils unga, fóstbróð- ur síns. Lestir Tomma litla Jones urðu mönnum og enn augljós- ari fyrir það, að Blifil ungi, fóstbróðir hans og félagi, bar af drengjum á þeim aldri sökum prúðrar , framkomu og hvers kyns dyggða, auk þess sem hann var óvenjulegum gáfum gæddur. Hafði allt heimilis- fólkið og nágrannarnir jafn- miklar mætur á honum og því féll illa við Tomma strák, og lét margur í ljós undrun sina yfir því, að herra Allworthy skyldi ala slíkan snák við barm sér. Eins gramdist mörgum það, að hann skyldi láta það við- gangast að þeir drengir fengju uppeldi saman, og stofna syst- ursyni sínum þar með í þann voða, að dyggðugt upplag hans spilltist vegna ódyggða hins. Og atburðir þeir, sem nú verður frá sagt, eru að því leyti merkilegir að þeir leiða skýrt og óvefengjanlega í ljós, hvílík- ur reginmunur var á þessum tveim drengjum. Svo er að sjá. sem Tommi Jones ætti einungis einn góð- kunningja meðal heimilisfólks- ins á óðalssetrinu. Það var veiðivörðurinn, blendinn ná- ungi og gallagripur. Að vísu geta það ekki talizt Tomma Jones neinar málsbæt- ur, en skylt er að geta þess samt, að hugsast gæti að ná- ungi þessi hefði að minnsta kosti ekki reynt að koma 1 veg fyrir að drengurinn gerðist sek- ur um tvö af þeim þrem af- brotum, sem fyrr eru nefnd. Víst er um það, að veiðivörður- inn og fjölskylda hans át öndina með góðri lyst, og eplin mikið til líka, þó að Tommi strákur sæti í sökinni. Skammt frá óðalssetrinu bjó jarðeigandi nokkur, sem lýst hafði yfir algerri friðun fugla og veiðidýra á landareign sinni, en saman lágu lönd haris og óð- alið. Hafði herra Allworthy stranglega skipað öllum á óð- alssetrinu að virða þau ákvæði jarðeigandans í hvívetna. En nú gerðist það er þeir voru á veiðum, Thomas Jones og veiðivörðurinn, sem áður ei nefndur, að skógarhænsn flugu upp úr kjarri, er þeir voru að komast í skotfæri við þau. Veittu þeir þeim eftirför, unz þau flugu yfir landamerkin. Sjálfur hafði veiðivörðurinn alltaf virt boð húsbónda sins, herra Allworthy, og aldrei stig- ið fæti sínum yfir landamerkin; mundi ekki heldur hafa gert það í þetta skiptið, ef drengur- inn hefði ekki talið hann á það. Höfðu þeir og ekki langan spöl farið inn á landareign jarðeig- andans, þegar veiðivörðurinn, sem var þaulvön og örugg skytta, komst í færi við akur- hænurnar og skaut eina þeirra, en drengurinn, sem var léttur á fæti, greip sprettinn þangað sem hún lá. Svo hittist á, að jarðeigand- inn var á reið skammt frá. Þeg- ar hann heyrði skothvellinn, sló hann undir nára og þeysti a hljóðið og þó að drengurinn væri frár á fæti, skipti það eng- um togum að jarðeigandinn reið hann uppi innan landa- merkja sinna. Og þar sem drengurinn hélt á akurhæn- unni, var vitanlega ekki að sök hans að spyrja, enda hótaði jarðeigandinn honum hörðustu refsingu og kvaðst mundu kæi a málíð tafarlaust fyrir herra All- worthy. Það er hins vegar af veiðiverðinum að segja, að hann skauzt inn í þéttan runna, þegar hann heyrði hófatakið, og kom jarðeigandinn því ekki Framhald á bls. 38.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.