Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Side 20

Fálkinn - 21.12.1964, Side 20
FALKINN Eftir GIOVAIMIMI GLARE8CHI Leyniermd- reki Krisís Bæjarbúar í Grevenec voru viðbúnir hinum ítölsku gestum. Áróðurs- og útbreiðslufulltrú- inn beið þeirra við bæjarhliðið og fylgdi þeim til bækistöðva sovétstjórnar héraðsins, þar sem flokksforingi og stjórnandi þess kolkhos buðu þá velkomna með ræðum, sem félagi Petr- ©vna túlkaSi af samvizkusemi. Peppone flutti svarræðu og lýsti fögnuði sínum yfir því að vera hingað kominn og hlaut ákaft klapp, sem hann tók sjálf- ur undir að landsvenju. Auk stórborgaranna voru nokkrir minni spámenn, sem fé- lagi Petrovna kynnti sem fram- kvæmdastjóra ýmissa deilda, svo sem svína- og nautgripa- deildar, ávaxtadeildar, korn- yrkjudeildar, véladeildar o. s. frv. Salurinn, sem móttökuat- höfnin fór fram í, líktist tölu- vert hlöðu að byggingalagi, og hann var búinn grófgerðum viðarhúsgögnum, löngu borði og tveim stólaröðum. Á miðj- um stafnvegg hékk stór mynd af Lenin. Móttökunefndin hafði skreytt gylltan rammann um myndina með fagurgrænum laufsveigum, en sú skreyting stóðst þó ekki samkeppni við flöskurnar á borðinu um at- hygli gestanna. Glas af vadka, sem rennt er niður eins liðlega og það væri rauðvín, hressir bæði líkama og sál. Peppone lét slika hress- ingu ekki ónotaða. Þegar félagi Petrovna hafði skýrt frá því, að þetta kalkhos hefði hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir yfirburði í framleiðslu svína- kjöts, mjólkur og kornvöru, vék hann þegar að öðru. Hann stóð andspænis félaga Oregov og talaði hátt og hiklaust, en gætti þess þó að gera nægar hvíldir á máli sínu til þess, að félagi Petrovna gæti túlkað ræðuna. — Félagi, sagði hann. — Ég kem frá héraðinu Emilia á ítalíu, en þar var eitt fyrsta samvinnufélag fólksins stofn- sett fyrir einum fimm árum. í þessu héraði er landbúnað- urinn vel vélvæddur, og kjöt, mjólkurvörur og korn þaðan eru ætíð í efstu gæðaflokkum. Ég stofnaði til samvinnubú- skapar ásamt nokkrum félög- um í þorpi mínu, og þetta félag var ekki alls fyrir löngu heiðr- að með sérstakri vinargjöf frá Sovétríkjunum. Peppone tók til tösku sinn- ar og dró þar upp nokkrar allstórar ljósmyndir, sem hann rétti félaga Oregov. Myndirn- ar sýndu athöfn þá, er sovét- sambúið „Nikita“ á Ítalíu tók við glæsilegri dráttarvél að gjöf frá Sovétríkjunum. Einnig sást dráttarvélin að vinnu á ökrum félagsins á nokkrum myndum. Myndirnar gengu frá manni til manns, og allir létu hrifningu sína í ljós. — í landi okkar er auðvalds- stefnan mjög á undanhaldi, hélt Peppone áfram máli sínu. — í héraði okkar er hún að vísu ekki með öllu þurrkuð út, en okkur hefur þó orðið mikið ágengt eins og félagi Tarocci, sem er frá sama héraði, getur borið um. Sérréttindi landeig- enda og presta munu verða þurrkuð út, og ný frelsisöld rennur upp. Brátt munu sam- bú bænda skipulögð eins og kalkhos, svo og samyrkjubú að frumkvæði ríkisvaldsins, rekin eins og sovkos, taka við af stórbændum, sem reka bú sín með þrælahaldi, og litið verður á þessa búskaparhætti sem smánarblett á liðnum tímum. Þið hljótið því að skilja gleði mína, er ég stíg fæti mínum í fyrsta sinn í rússneskt kalkhos. Mér er það nú efst í huga að biðja félaga Oregov og ykkur stjórnendur þessa búsfélags að sýna mér allan búreksturinn sem nákvæmlegast. Félagi Oregov svaraði því til, að hann skildi mjög vel mikil- vægi þeirrar bónar, sem hinn ítalski félagi hans bæri fram, og mundi hann reyna að full- nægja óskum hans. Hann ræddi málið síðan nokkru nánar í hljóði við kolokhos- leiðtogana, og félagi Petrovna skýrði Pepp- one síðan frá því, að þeir væru allir af vilja gerðir til þess að þægjast honum. Svo bætti hún við frá eigin brjósti: — Félagi, við metum mikils

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.