Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Side 22

Fálkinn - 21.12.1964, Side 22
 „Ég, ég! Til mín! Til mín!“ Drengirnir runnu í hóp á eftir knettinum, heitir og rjóðir í andliti, sveifluðu höndunum og hrópuðu hver í kapp við annan. Telpurnar sveifluðu bandi; leikur þeirra var ekki eins trylltur, en þrunginn innibirgðri ástríðu. „Tuttugu-og-fimm, tuttugu og sex ...“ Telpurnar tvær, sem héldu sinn í hvorn endann á sveiflubandinu, töldu samvizku- samlega. Telpurnar, sem hoppuðu, reyndu að halda óslitið áfram eins lengi og þeim var frekast unnt og það var bæði bros og þjáning í svipnum. Spölkorn fjær stóð telpa upp við gráan steinvegg og fylgdist með leik hinna með annarlegu brosi. Sítt, svart hárið féll um grannar axlirnar, sem kipptust til af óskýranlegum hlátri, undir tötrunum. Ekki var hún frið, litla limagranna telpan, en í mögru andlitinu skinu dökk, hyldjúp augu. Og í þessum augum bjó óköf undrun yfir öllum hlutum kringum hana, og það var eins og í þeim spegluðust furðulegir, myrkir garðar, sem henni einni leyfðist að reika um. Knöttur flaug í áttina til hennar, valt og stöðvaðist við fætur henni. Henni brá, varð vandræðaleg og þorði ekki að taka hann upp. Hún brosti feimnislega við drengjunum, sem komu hlaupandi, og þrýsti lófunum að veggnum eins og hún leitaði skjóls. Einn af drengjunum laut niður og tók knöttinn upp í skyndi. „Hvers vegna kastaðir þú honum ekki til okkar?“ hvæsti hann reiðilega. Telpan lyfti höndunum að andlitinu, sér til varnar. „Hún heldur að ég ætli að berja sig,“ kallaði hann sigri hrósandi yfir því að einhver skyldi vera hræddur við hann. Hinir drengirnir hópuðust að, fullir eftirvæntingar, jafnvel telpurnar hættu leik sínum og nálguðust hópinn forvitnar. Drengurinn tók að kasta knettinum í vegginn, rétt hjá höfði telpunnar. Það þaut við, þegar knötturinn skall í vegginn og hrökk til baka. Við hvert kast fór hræðslukippur um grannar axlir telpunnar; lófar hennar þrýstust fastara og fastara að hrjúfum veggnum. Skelfingarfár hennar vakti hamslausan hlátur; einkum virtust telpurnar hafa mikið gaman af hinum grimmúðlega leik og þær æptu af hrifningu. Öðru hverju yfirgnæfði „en brjálað!" hlátursrokurnar; brátt tók allur hópurinn að hrópa í takt við það, er knötturinn skall og hrökk af veggnum: „Hún er brjáluð, hún er brjáluð!“ Þegar köllin hófust hafði telpan fyrir löngu falið andlitið í höndum sér, en nú lyfti hún höfði og stór tár mynduðust í felmtr- uðum augunum. Hún skildi ekki merkingu orðanna til hlítar, hafði einungis hugboð um að þau þýddu eitthvað Ijótt. Sennilega hefði leikurinn staðið enn um hríð, ef ellilega, tötrum klædda konu hefði ekki borið að. Þá þögnuðu köllin og hópurinn dreifðist á svipstundu. „Komdu, Barbara," sagði konan og tók í hönd telpunni, við skulum halda heim.“ Svo gengu þær hægum skrefum eftir auðum veginum, þangað til þær bar að hrörlega grjóthreysinu sínu í útjaðri þorpsins. „Brjáluð ... er það ekki ljótt orð, mamma?“ spurði Barbara eftir langa þögn. „Jú,“ svaraði móðir hennar og varp þungt öndinni, „það er ljótt orð.“ Hún þrýsti veiklulegu barninu að sér; svo stauluðust þær upp þrepin að lágu herberginu. Lítill ofn var til upphitunar í þröngu herberginu, og pípan, sem minnti á hálfuppréttan handlegg, hélt uppi snúru hlaðinni þvotti. Tvær dyr voru á herberginu og lágu aðrar fram í eld- húsið, hinar inn í svefnherbergi þeirra mæðgnanna. Þaðan lágu dyr inn í þriðja herbergið, sem ekkert hafði verið notað frá því faðir telpunnar dó. Samt sem áður lék Barbara sér þar oft, þegar móðir hennar var við vinnu á akurskákinni þeirra fyrir utan þorpið. En í dag vildi hún ekki skilja telpuna eftir eina heima og ákvað að taka hana með sér. Þær matbjuggu handa sér í skyndi og að því búnu teymdu þær asnann sinn, þægðarskepnuna, út úr kofa hans og tvímenntu út á akurlendið. Telpan greip í faxið og horfði fram á milli eyrnanna á gamla reiðskjótanuraj út yfir þurra, endalausa sléttuna. Steinvölur, glitrandi af dögg, hrukku undan hófum skepnunnar. Það var haust; laufin féllu af limi, gróðurinn bliknaði og dó. Sveitin í kring sýndist döpur og uppgefin í þögn sinni. Endrum og eins flaug gargandi kráka upp af dökkum ökrunum og tyllti sér í eitthvert tréð í grennd- Smásaga eftir JÚRG SCHUBIGER inni, sem rauf grámózku loftsins nöktu limi sínu. Gargið dýpkaði þögnina. „Verður guði ekki kalt?“ spurði telpan. „Honum verður aldrei kalt, guði, því að hann hefur ekki líkama.“ svaraði móðir hennar. Þetta virtist telpan ekki skilja; en hún brosti og strauk hárið aftur frá enninu í hvert skipti, sem vindurinn blés lokkunum fyrir augu henni. Fjarst til hægri reis stöllótt klettabrík og sá í sjó niður af brúninni. Á stundum, þegar allt var hljótt, mátti heyra ölduniðinn langt að. Telpan var þungt hugsi og virti fyrir sér sveigð- an makka reiðskjótans, sem hreyfðist takt- bundið við hvert skref. „Hvar er guð?“ spurði telpan eftir stundar- þögn. Það vafðist fyrir móðurinni að finna skil- merkilegt svar við þeirri spurningu. „Guð getur verið alls staðar þar, sem hann sjálfur vill,“ svaraði móðirin. „í kirkjunni, i fjöllunum þarna fyrir handan eða jafnvel í sjónum.“ „í sjónum, þarna úti í vatninu?“ , 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.