Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Page 25

Fálkinn - 21.12.1964, Page 25
HAFNARBÍÓ SVNIR: Þegar sýningum lýkur á jólamyndinni mun Hafnarbíó taka til sýn- ingar dönsku myndina Einkaritari læknisins. Þessi mynd er byggð a samnefndri sögu eftir hinn vinsæla skáld- sagnahöfund Ib Hendrik Cavling, en sögur hans hafa selzt viS ótrú- legar vinsældir. Cavling virðist eiga létt með að skrifa, skrifar nokkrar bækur árlega sem allar seljast eins og heitar lummur þegar þær koma á markaðinn. Ekki eru bækur hans taldar mikil bókmenntaverk. Nokkrar sagna Cavlings hafa verið þýddar á íslenzku og hafa hér sem annars staðar notið vinsælda. Nú fyrir jólin kom út þessi saga Einkaritari læknisins sem myndin er byggð á. Er því líklegt að einhverjir lesendur þeirrar bókar muni hafa ánægju af að sjá þessa mynd. Söguþráðurinn verður ekki rakinn ýtarlega hér en eins og nafn myndarinnar bendir til fjallar hann, eins og í fleiri bókum Cavlings, um sjúkrahúsarómantík. Aðalsögupersónan er Harpa, hjúkrunarkona og aðstoðarstúlka á rannsóknarstofu taugalæknis. Tveir læknar tauga- hælisins koma mjög við sögu hvor á sinn hátt. Þá kemur og yfirhjúkrun- arkonan all verulega við sögu. Aðalhlutverkið Hörpu, leikur Malene Scwartz. Læknarnir eru leiknir af Ove Sprogöe og Paul Reichardt sem báðir hafa leikið í fjöl- mörgum myndum sem hér hafa verið sýndar. Yfirhjúkrunarkonan er leikin af Lily Broberg en hún hefur leikið í mörgum myndum allt frá 1944. Leikstjóri er Finn Henriksen en hann er einn af hinum yngri kvikmyndaleikstjórum Dana. Myndin er í litum og þau atriði hennar sem gerast í Grikklandi eru tekin þar en ekki í Danmörku. EIIMKARITARI LÆKIMISINS

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.