Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Síða 27

Fálkinn - 21.12.1964, Síða 27
S'vo nam hún staðar allt í einu. Kirsuberjatré hafði vakið athygli hennar. Það stóð þarna fyrir framan hana og teygði limið til himins og í átt til skóg- ar eins og í bæn og hryggð yfir einstæðingsskap sínum. En myrkur, svipþungur skógurinn lét sem hann hvorki heyrði né sæi og himinninn var kaldur og fjarlægur. Einstæðingsskap- ur trésins vakti meðaumkun t^lpunnar, og það stóðu tár í aiigum hennar, þegar hún hrað- aði sér þangað, sem það stóð. Hun lagði ennið að rökum stofni þ'ess og andaði að sér angan- iri'hi af berkinum. „Það liggur illa á þér, en ég e'f1 komin til þín,“ sagði Bar- b’ára og vildi hugga tréð. „Guð ér úti í sjónum, þarna, þar sem öólin gengur undir. En í dag vár hann í kirkjunni. Hann hórfir út um gluggana á krakk- ðáa, því að þau eru slæm. Þú eít gott tré, því að það liggur illa á þér.“ Svo þagnaði telpan aftur. Hún rakti sprungurnar í berk- irium með fingurgómunum, þungt hugsi. Þegar hún þrýsti enninu að stofninum, gat hún horft ofan í þessar sprungur eins og þær væru djúpar gjár. Litil bjalla reyndi árangurslaust að skríða upp á brún barkar- sprungunnar; telpan tók litla viðarflís og hjálpaði bjöllunni að komast leiðar sinnar. f’„Þú hefðir getað dáið úr hungri þarna ofan í sprung- urini,“ sagði hún ávítandi. „Langar þig kannski í brauð- niöla? Mamma á brauð í körf- unni sinni. Þú verður að bíða hérna, þangað til ég kem aft- ur.“ Hún hvarf á brott frá trénu og hljóp eftir plógrákinni. Þeg- ar hún var komin inn á miðja plógskákina, var bjallan gleymd. Telpan hafði komið auga á stóran grjóthnullung og athugaði hann gaumgæfilega. Bar hann síðan gætilega út fyr- ir skákina. „Við getum ekki haft þig hérna, svo að þú verður að fara ... Liggur illa á þér, steinn?" Hún lét vel að steininum, laut höfði lítið eitt svo að hárið féll fyrir andlitið. Þannig sat hún um stund, niðursokkin í hugsanir sínar. Svo stóð hún upp aítur, gekk inn á akurskákina og lét sem hún væri að sá. Armar hennar sveigðust mjúklega eins og silkislæður og það gæddi hana tign og hreinleika. Hreyfingar hennar voru undarlegar — eins cg stjörnur sáldruðust úr fölv- um höndum hennar ofan í dökkar plógrákirnar. Og stjörn- urnar voru telpunni veruleiki. Hún sá þær renna tindrandi um greipar sér, hvernig þær glóðu um leið og þær féllu í ak- urinn og slokknuðu. Þegar hún laut niður og tók handfylli sína af þungri moldinni, hófst þessi tindrandi leikur á ný og hún hló þessum annarlega hlátri, er greip hana á stundum svo að axlir hennar titruðu — þessi fjarræni, skæri hlátur, sem lét í eyrum eins og hljómlist frá öðrum heimi, sem er skemmra frá stjörnunum en okkar jörð. Og skyndilega sat hún þarna einmana og yfirgefin á akrinum og starði á moldugar hendur sínar. Hún eygði ekki stjörn- urnar framar; þær voru horfn- ar aftur út í náttmyrkrið. Allt var myrkt og ógnþrungið — víðir akrarnir og skógurinn í námunda við hana. Grannar axlir telpunnar tjáðu allar hennar viðkvæmu hugarhrær- ingar; nú lyftust þær og sigu eins og undir þungri byrði. Það var óttinn við ógnþrungið myrkrið, sem umlukti telpuna og varpaði skugga á bjart enni hennar. Jörðin og skógurinn spegluðust í stórum, dapurleg- um augum hennar. En þegar hún leit upp til himins og tók á sig yfirbragð styggrar skóg- arhindar, sem svipast um í rjóðri, fylltust augu hennar samstundis birtunni, er flæddi af himni til jarðar. Já, og ljós víðátta himinsins virtist vera þarna, fyrir innan fölt epnið. Móðir hennar erfiðaði enn við að hreinsa þunga grjót- hnullungana af akurskákinni sinni. Öðru hverju bar dökka mynd hennar við grátt loftið þegar hún rétti úr sér og gætti að telpunni. Stynjandi, með hryggð í augum, horfði hún á leik telpunnar. Hún sá hana breiða út faðminn móti kulinu eins og stofngrannt tré, síðan nötra af þessum annarlega hlátri, riða af fögnuði og hníga niður, stinga fingurgómunum í blakka moldina í plógrákinni. „Barbara! Barbara!“ kallaði hún, en telpan heyrði það ekki. Sennilega bar kulið hróp henn- ar af leið. Gripin undarlegum ótta tók konan á rás yfir akur- inn, þangað sem telpan lá á grúfu og skoðaði á sér hendurn- ar. „Barbara, hvað ertu að gera?“ Telpan leit seinlega upp. „Stjörnurnar, mamma, hvar eru stjörnurnar mínar? ... Stjörn- urnar mínar!“ Móðirin lyfti henni gætilega á arma sér og bar hana yfir akurinn. Hún setti hana á bak asnanum og teymdi hann heim á leið, yfir akrana. Húmið féll yfir; langar þoku- slæður svifu yfir enginu. „Bjallan!“ kallaði telpan allt í einu. „Bjallan er dauð. Við verðum að færa henni mat.“ Móðirin þrýsti telpunni fast- ara að sér og strauk döggvott hár hennar. „Bjallan finnur sér áreiðan- lega eitthvað að éta,“ mælti móðirin sefandi, þó að hún vissi ekki hvaða bjöllu telpan hafði í huga. „Hún kemst ekki úr trénu. Bjallan er svöng.“ „Hún kemst þaðan einhvern veginn.“ „Bjallan ...“ hvíslaði telp- an enn einu sinni; þagði svo við, þungt hugsi. Næstu dagana fór konan ein síns liðs út á akurinn og lagði hart að sér við vinnuna, enda þótt hún væri tilneydd að hvíla sig oftar en hún var vön, sök- um þessarar stöðugu þreytu. Nágrannar hennar vöruðu hana við oftsinnis, báðu hana að gæta betur heilsunnar. „Mér gefst tími til að hvíla mig, þegar vet- ur er genginn í garð, og þá næ ég mér fljótlega aftur,“ svaraði hún þeim; en samt vissi hún, að sér mundi aldrei gefast tæki- færi til hvíldar, ekki heldur yf- ir veturinn. Það var nokkrum vikum síð- ar að telpan sat í herbergiskytr- unni sinni og var alein heima. Rökkrið hreiðraði um sig í hverju horni, og aftanglóðin dó út á rúðunum. Augu telp- unnar fylgdust með þungum daggardropum, sem mynduðu sér farveg um móðuna á gler- inu, hægt og hikandi. í gær hafði móðir hennar fært henni síðasta blómið af akrinum; nú lá það fölnað og visnað í lófa telpunnar. Myrkt rökkrið um- vafði þessa grönnu veru í ljósa kjólnum, svo að hún sýndist næstum gagnsæ. Ótti telpunn- ar jókst eftir því sem leið a kvöldið — óttinn við myrkt tómið. Aldrei hafði hún verið svona lengi ein; móðir hennar hafði alltaf verið komin heim fyrir myrkur, því að hún vissi hvað telpan var hræðslugjörn. Nepjukalt kvöldloftið smaug inn í kofann og telpan hrökkl- aðist fram í stærra herbergið. Líkama hennar hungraði í yl, en eldurinn var kulnaður út og ofninn kaldur. Ég fer á móti mömmu, sagði telpan við sjálfa sig. Hún dró þunga hurðina frá stöfum og hélt hikandi út á götuna. Nap- urt kvöldkulið næddi gegnum þunnan kjólinn hennar; nötr- andi af hrolli og hrakin af vind- hviðunum hljóp hún götuslóð- ann út á akrana. Stórar snjó- flyksur tóku að falla einhvers staðar utan úr myrkrinu. Hún hraðaði sér eftir götuslóðan- um, hélt niðri í sér andanum og hlustaði árangurslaust eftir hófataki asnans. Hún herti hlaupin, gripin fáti og skelf- ingu, grannur barmurinn gekk upp og niður af mæði. Svo hrasaði hún og datt endilöng ofan í einn forarpollinn. Og þarna lá hún uppgefin, og vot- ur, forugur kjóllinn vafðist að líkamanum. Hún lá þarna á götunni um hríð, þangað til hún hafði kast- að mæðinni. Snjóhulið á gras- inu varpaði daufu skini út í myrkrið kringum hana. Telp- an var líkust snjó, ljós blettur á miðri götunni. Hún varð grip- in ákafri einstæðingskennd, vitandi það, að hún ætti sér ekki móður lengur — að móðir hennar væri dáin. Eyru hennar námu þreytu- legt hófatak. Þegar hún leit upp, sá hún asnann standa hjá sér — þögulan, enginn á baki hans, og hann hengdi höfuðið. Heit andstrokan úr nösum hans lék þægilega um andlit henni. „Þú ert góður ...“ Telpan strauk ástúðlega titrandi nas- ir hans. „En hvað þú ert góð- ur.“ Því næst stóð hún upp, kleif með erfiðismunum á bak, og án þess að hún gæfi um það nokkra bendingu sneri asninn við og hélt hægum, næstum hátíðleg- um skrefum út á akurinn. Þann- ig lullaði hann götuslóðann með telpuna á baki sér, og bæði horfðu niður fyrir sig, eins og í skrúðgöngu. Barbara fann ekki lengur að hún var gegn- drepa af slyddunni; hún leið Framhald á bls. 30. TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER gulism LÆKJARGÖTU 2 2. HÆD FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.