Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Side 31

Fálkinn - 21.12.1964, Side 31
skulum við leita hans í íjöllun- um út við sjóinn. Einkennilegt að honum skuli ekki verða kalt þar í nepjunni.“ Hún kleif á bak asnanum og reið út úr þorpinu út á akrana. Danglaði laust kaðalspottanum í lendar honum svo að hann greikkaði sporið og brátt komu þau að klettabríkinni, sem skildi akrana frá sjávarmálinu. Barbara steig af baki asnanum pg teymdi hann við hlið sér, svo að hann ætti auðveldara með að klöngrast upp. Hún svipaðist um eftir guði á bak við hvern klett og runna og kallaði á hann við og við. Þegar þau komu upp á kletta- bríkina, sáu þau sjóinn fyrir neðan og sólin var að ganga undir út við sjóndeildarhring. Fölnandi skinið teygði hendurn- ar út yfir kvikar öldurnar, eins og það vildi róa þær og sefa; það hafði þegar svæft þær út við sjóndeildarhringinn, því að þar var sjórinn spegilsléttur og vafinn geislaglóð. Og á því andartaki varð telp- unni Ijóst að hún mundi finna guð og móður sína þar, sem sólin seig í haf. Hún kleif í skyndi ofan í fjöruna, hrasaði og rann, hljóp síðan um sand-. inn í flæðarmálið, þar sem stór- ar öldur gengu upp í fjöruna. Enn hikaði telpan, stóð á ljós- um kjólnum í dvínandi kvöld- skininu og horfði stórum augum þangað, sem sólin var að hverfa í logaglóð. „Ég er að koma,“ kallaði hún fagnandi; óð síðan út í sjóinn, beint í fangið á rísandi brim- öldunni. Og Ijósir gárarnir léku um ómælisdjúpin dulu. Kæri Astró! Ég hef lengi haft hug á að vita eitthvað um framtíðina, og því sný ég mér til þín til þess að fá svar. Ég bið þig að sleppa því, sem er innan sviga. Ég er fædd klukkan 1.50 á laugar- dagsnótt. Ég er ekki mikið gefin fyrir að skrafa við fólk, er heldur hlédræg. Nú langar mig til að vita, hvort ég giftist seint og hvernig hjónabandið verður og hvernig heilsan verður. Ég hef þekkt strák í nokkur ár. Eigum við samleið? Verð ég lánsöm í ástamálunum? Á ég eftir að I Ksmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Don Camillo . . . Framhald af bls. 21. því. Eftir stríðið hlaut hann uppreisn og var talinn píslar- vottur, og það greiddi vel götu hans á stjórnmálabrautinni. Hann varð bæjarstjóri og síðar þingmaður. Peppone lagði krepptan hnef- ann fram á borðið. — En þetta er ekki öll sagan, andmælti hann. Bordonny horfði fast og lengi á Don Camillo. — Mér kemur andlitssvipur þinn svo kunnuglega fyrir sjón- ir, sagði hann. — Áttu heima í sama héraði og þingmaður- inn? — Nei, nei, sagði Peppone hraðmæltur. — Hann á heima skammt frá þessum stöðvum, en þó í öðru héraði. Þú getur ekki hafa hitt hann fyrr. Segðu mér annars, hvernig þú komst hingað. Bordonny yppti öxlum. — Er nokkur ástæða til þess að rifja upp það, sem Rússar hafa gleymt af manngæzku sinni? sagði hann og rödd hans var aftur orðin kuldaleg. — Ef þið viljið fá meiri vitneskju um þetta kalkhos, skal ég fús- lega láta hana í té. Don Camillo vildi ekki láta þetta umtalsefni niður falla. — Láttu það ekki binda tungu þína, vinur, að hann er þingmaður. Við þurfum ekki að taka neitt tillit til stjórn- málanna. Við getum talazt við eins og menn. ferðast eitthvað? Vonast til, að þetta birtist sem fyrst. Með fyrirfram þakklæti. Bjarkan. Svar; Það mun vera merki Stein- geitarinnar rísandi, sem gerir það að verkum, að þú ert ekki málskrafsmikil, en hlédræg. Þó gerir þetta merki þig metn- aðargjarna, hagsýna og færa til að gegna ábyrgðarstöðu. Þú ættir ekki að halda þig utan við góðan félagsskap, því þér gæti hætt við að verða nokkuð einræn. Sólin í merki Tvíburanna bendir til nokkuð tvíþátta eðlis og í samstöðu við Úranus í þriðja húsi til góðra, en nokkuð óvenjulegra gáfna. Þú hefur áhuga á ferðalögum, og þú ferð áreiðanlega í þó nokkur. Merki Krabbans á geisla Bovdonny leit í augu þeirra til skiptis. — Ég þarf ekkert að fela, sagði hann svo. — Saga mín er alkunn hér í Grevenec. En fyrst fólkið, sem ég umgengst hér, minnist ekki á hana, ætti ég ekki að tala um hana held- ur. Don Camillo rétti fram pakk- ann sinn með ítölsku sígarett- unum. Regnið streymdi úr loftinu og rann í stríðum straumum niður gluggarúðurnar. — Mig hefur langað í þess- ar sígarettur í sautján ár, sagði Bordonny og kveikti sér í einni. — Ég hef aldrei getað fellt mig til fulls við markota í blaðapappír. mér verður óglatt af því. Hann dró djúpt að sér reygjarteyg og lét reykinn síðan streyma hægt út um munninn. — Saga mín er ekki merki- leg, sagði hann. — Ég var í hernum, og nokkru fyrir stríðs- lok, var ég staddur í vélavið- gerðarstöð, sem sett hafði ver- ið á laggir skammt frá rússn- esku landamærunum. Þetta var í árslok 1942, og helkaldur hríðarstormur næddi þarna um inn sem Rússar hertóku okk- okkur. Þannig var veðrið dag- ur og ráku okkur af stað eins og fénað. Við vorum ekki sérlega gangfráir í snjón- um, og einn féll af öðrum á grúfu í fönnina. Þá sem féllu, skildu Rússar eftir með kúlu í hnakkanum. Ég féll líka, en ég kunni orðið nógu mikið sjötta húss bendir ekki til sér- lega sterkrar líkamsbyggingar og þú verður fyrir talsverðum áhrifum frá umhverfinu heilsu- farslega séð. Heilsan getur orð- ið fyrir skakkaföllum sakir áhyggna og heimilisástæðna, svo og sakir andlegra og líkam- legra truflana, sem stafað geta af ofþreytu. Svo kemur nú stóra spurn- ingin um giftinguna. Það bend- ir allt til, að þú hafir sterka löngun eftir hjónabandi og fjöl- skyldulífi. Heimilislífið verður þér kannski fremur erfitt, þú finnur of mikið til ábyrgðar- innar, sem er samfara barna- uppeldi og heimilishaldi. Það er vert að geta þess, að Júpíter og Venus eru báðir í sjöunda húsi hjónabandsins, og er það talið öruggt merki þess. að mikils sé að vænta i sambandi við giftingu, bæði í sambandi í rússnesku til þess að gera mig skiljanlegan. Þegar einn rússnesku hermannanna rak fótinn í mig og sagði: Á fætur með þig, tókst mér að svara: Tovarisch, ég get ekki gengið lengra. Leyfðu mér að deyja í friði. Ég hafði verið einna síð- astur í hópnum, og hinir voru komnir spölkorn á undan og nærri því horfnir í snjókófið. Hermaðurinn laut yfir mig og sagði: Flýttu þér þá að deyja, félagi, og komdu mér ekki 1 neinn vanda með því. Þegar Bordonny var þarna kominn í sögu sinni, kom p'n- hver inn í eldhúsið klæd ir votri regnkápu víðri. Þ( ar komumaður hafði sveipað ■ rá sér þessu hlífðarfati, kom í ljós, að þetta var snotur kona um þrítugt. — Þetta er konan mín, sagði Stephan Bordonny. Konan brosti til okkar, taut- aði eitthvað í barm sinn og hvarf síðan upp hringstiga. — Guð vildi láta mig lifa, hélt Bordonny áfram sögu sinni. — Á mig hefur víst fljót- lega sigio höfgi þarna í snjón- um, en þegar ég vaknaði til vitundar aftur, var ég í hlýju húsi. Ég hafði hnigið niður að- eins hálfa mílu frá þeim stað, sem þetta þorp stendur nú á, og sautján ára stúlka, sem var að safna eldsneyti þarna, rakst á mig. Þessi stúlka var sterk, og henni tókst að bera mig eða draga heim til sín. — Já, rússnesku smábænd- urnir eru gott fólk, sagði Pepp- one — ítölskum manni, sem Framhald á bls. 33. við gott makaval og einnig frá fjárhagslegu sjónarmiði séð. Þetta bendir einnig til hærri þjóðfélagsstöðu. Þér er nokkuð hætt við að láta blekkjast í ástamálum. Einnig munt þú stundum hafa samband við menn, sem ekki eru heppilegir sem mannsefni, en þú vilt loka augunum fyrir því. Þetta skaltu varast umfram allt. Um mitt ár 1965 fer Júpíter í gegn- um fimmta hús, en því tilheyra ástamálin og 1566 og ’67 fer hann í gegnum sjöunda hús, þá eru afstöður til að mynda hjónaband, og skaltu gera þitt til, að svo megi verða, það mun reynast happasælt. Það eru sérstaklega sterk bönd milli þín og síðarnefnda manns- ins. Venus hans í samstöðu við Mánann þinn, og það þykir miög heppiieg afstaða, einnig eru fleiri nánar afstöður. FALKINN 31

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.