Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Qupperneq 32

Fálkinn - 21.12.1964, Qupperneq 32
Dagurinn hennar . . . Framb al bls 11 fremur á þolinmæði að halda og helztu vopn þeirra er sál- fræðilegt innsæi og mannþekk- ing. Auður Eir þvertekur þó ekki fyrir að oft gæti komið sér vel að kunna eitthvað fyrir sér í fjölbragðaglímu. Kvenlögreglan vinnur starf sitt að mestu leyti í kyrrþey og lætur ekki meira á sér bera en nauðsyn ber til. Þær klæð- ast ekki einu sinni einkennis- búningi. Og lögreglustörfin eru í raun réttri skyldari sálgæzlu en venjulegu lögreglustarfi. Þess vegna segir Auður Eir ó- hikað að guðfræðimenntunin hafi oft reynzt sér gagnleg í starfinu, þótt í fljótu bragði virðist fátt sameiginlegt með þessum tveimur greinum. Þær stöllur hafa afskipti af kvenfólki á öllum aldri, ýmist unglingsstúlkum sem lenda á villigötum, konum sem reynast ófærar um að ala önn fyrir börnum sínum vegna drykkju- fýsnar eða lauslætis og konum sem berlega brjóta lögin. Það fannst mér táknrænt um viðhorf þeirra til starfsins að þær tala ekki um yfirheyrslur heldur viðtöl við sakborninga. Þótt þeim sé ekkert um að flíka því sem gerist í starfi þeirra. Það er að mestu leyti unnið í kyrrþey eins og áður er sagt. Við áttum þó kost á að kynna okkur tvö tilfelli sem þær unnu að og eru að öllu leyti dæmi- gerð fyrir starf kvenlögreglunn- ar. í fyrra tilvikinu er um að ræða unglingsstúlku en í hinu síðara þriggja barna móður. Við skulum kalla stúlkuna Gunnu. Hún er 14 ára að aldri. Foreldrar hennar hafa leitað til kvenlögreglunnar og eru í öngum sínum. Stúlkan hefur ekki komið heim í fimm nætur og ekkert látið frá sér heyra. Þó hafa foreldrarnir frétt af henni eitthvað á skotspónum. Og nú kemur til kasta kven- lögreglunnar að hafa upp á stúlkunni. Það tekst eftir tveggja daga leit. Hún er þá hjá kunningja .sínum 18 ára að aldri, ekki beinlínis upp- licsdjörf en þó full af þver- móðsku, að minnsta kosti í fyrstu. En hlutverki kvenlög- reglunnar er hvergi nærri lok- ið þótt búið sé að hafa upp á Gunnu og koma henni í for- eldrahús í bili. Nú má segja að reyni fyrst á þolrifin í þeim stöllum, það er ekki heiglum hent að tala um fyrir Gunnu 32 ' og leiða h'énni fyrir Sjohir að hún sé komin á hálar götur. Það kemur í ljós að þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún hverfur að heiman, hún hefur oft verið nótt og nótt að heim- an. Hún á sér engin sérstök áhugamál og eyðir kvöldunum helzt í að ,,rúnta“. Stundum kemur hún drukkin heim. Það kemur einnig á daginn að hún mætir seint og illa til vinnu og hefur skipt þrisvar um vinnu á tveimur mánuðum. Þá sjö daga sem hún hvarf að heiman þegar lögregían leitaði hennar, hafði hún víða flækzt, oftlega drukkin og þá í ýmsum félagsskap. Nú er það hlutverk Auðar að grafast fyrir um orsakirnar fyrir óreiðu stúlkunnar og' reyna síðan eftir megni að gera henni einhverja úrlausn. Við athugun kemst hún að því að óreiðuna má að ýmsu leyti rekja til heimilishaga stúlkunn- ar, þeir eru fjarri því að vera ákjósanlegir. Heimilið er óþrifalegt og samheldnin eng- in með fjölskyldunni, þar er hver hendin upp á móti ann- arri og oft róstusamt. Stúlkan á því litlum skilningi að mæta heima hjá sér og fær ekki það aðhald sem nauðsynlegt er. Sjálf er hún veiklunduð og ístöðulítii og sér engan ljóð á sínu ráði. Stundum nægir að beita for- tölum, segir Auður okkur, en venjulega hrekkur það þó skammt. Það bagar okkur helzt hvað erfitt er að koma svoköll- uðum vandræðastúlkum fyrir. Stundum er brugðið á það ráð að koma þeim fyrir í sveit og það gefst oft vel, þar njóta þær þó næðis og kyrrðar og eru lausar við rotið heimilislíf og slæman félagsskap. Auður Eir hefur nú stundað starf sitt í kvenlögreglunni um árabil. Hún segir okkur að í fyrstu hafi hún stundum verið að því komin að gefast upp og örvilnast, svo ægði henni verkefnið og fannst það með öllu vonlaust. — Það var blátt áfram ótrú- legt hvað mikil eymd og vol- æði greri um sig, kannski rétt við bæjardyrnar hjá manni án þess maður hefði haft hugmynd um, segir hún, og það lá við ég yrði með öllu vonlaus. En svo skildist mér að þessu verð- ur ekki kippt í lag í einu vet- fangi, það tekur sinn tíma eins og hvað annað — og kannski þó lengri tíma. Því fer fjarri að allt okkar starf sé árangurs- laust, oftlega tekst okkur að koma vitinu fyrir unglings- stúlkur óg margár þeirrá' sjá að sér. En það er öllu örðugra að eiga við fullorðnar konur sem hafa leiðst út í svall og ólifn- að. Við getum tekið dæmi um miðaldra konu, köllum hana X, hún býr í kjallaraíbúð í Austur- bænum. Hún er þriggja barna móðir en þessi börn eiga hvert sinn föður. Á heimili þessarar konu safnast lausungarlýður, þar sitja þeir og svalla með há- reysti og stundum hverfur kon- an að heiman dögum saman og skilur börnin eftir í hirðuleysi. Þau yrðu hungurmorða ef ná- granninn hlypi ekki til og gerðu móður konunnar viðvart, en hún tekur börnin.venjulega. að sér þegar þannig stendur á. Þegar konan er nokkúrn veginn allsgáð virðist hún gera sér grein fyrir því að breyting. þurfi að eiga sér stað á hátt- erni hermar, en alltaf sækir í sama horfið. Hún er sjúklingur og þarf meðhöndlun sem slíkur. En það er enginn leikur að koma henni fyrir í fljótu bragði. Þessi tvö dæmi sýna að ekki er hlaupið að þvi að ráða fram úr þeim vandamál- um sem daglega knýja á hurð- ir kvenlögreglunnar. Venjulega er vinnutíma Auð- ar lokið kl. 5 en þess ber að gæta að hún getur átt á hættu að vera kölluð til á hvaða tíma sólarhringsins sem vera skal. En að öllum jafnaði getur hún sótt dætur sínar 'í vistina og nú. hefst einhver bezti tími dagsins. — Á heimleiðinni kem ég þó oft við í Hjálpræðishernum og tylli mér svolitla stund við skrifborðið hjá brigader Drive- klepp til að sækja mér lífs- reynslu og fá svar við spurn- ingunum mínum 1000. Hún kann alltaf að svara. Fram að kvöldmat helgar Auður sig dætrunum eingöngu. Þá segir hún þeim sögur, les fyrir þær úr bókum, kennir þeim ýmsa leiki og ekki situr á þeim að leggja sitt fram. Það er sungið og trallað og leikið sér. Þegar lokið er kvöldmatnum og dæturnar þrjár komnar í rúmið færist ró yfir húsið en því fer fjarri að starfsdegi hús- freyjunnar sé lokið. Eins og áður er getið er hún ein drif- fjöðrin í starfsemi Hjálpræðis- hersins og vinnur af alúð og áhuga að málefnum Hersins eins og hann er kallaður í dag- legu tali. Við fengum að fylgjast með Auði á eina samkomu. Hún hefur með höndum stjórn á æskulýðástarfi H'jálpræðish'erá- ins. Okkur lék forvitni að vita hvernig hún hefði kynnzt starfi Hersins og ekki stóð á Auði að upplýsa málið. Þórður Örn hafði verið við nám í Edinborg og Auður dvaldist þar hjá hon- um um hálfs árs skeið. — Mér leiddist heldur Edin- borg, segir hún, ég hafði áður verið um fjögurra mánaða skeið í Madrid þar sem Þórður las spönsku og latínu og þar undi ég mér vel. Hins vegar 1 þykir mér vænt um að hafa komið til Edinborgar því þar kynntist ég starfsemi Hjálp- ræðishersins. Og það varð til þess að ég gekk í herinn þegar heim kom. Það er misskilning- ur margra að einungis útlend- ingar starfi innan vébanda Hjálpræðishersins hér. Hins vegar er þetta alþjóðasamtök og það er gert mikið af því að senda foringja til starfa landa á milli. Til dæmis starfa norsk- ir foringjar hér á íslandi um hríð, íslenzkir í Noregi aftur á móti Og þannig mætti lengi telja. Hjálpræðisherinn vinnur hér mikið starf þótt ekki sé það á allra vitorði. Allir kannast að vísu við samkomur Hersins á Lækjartorgi á sunnudögum og varla líður það kvöld að ekki sé samkoma í Herkastalanum við enda Aðalstrætis. Stundum þegar líður nær miðnætti á laugardagskvöldum má sjá fylkingu baráttuglaðra Hjálp- ræðishermanna ganga við lúðrablástur og trumbuslátt eftir Austurstræti miðju, þá. er staðnæmst á torginu og reynt að fá þá sem þar eru á ferli til að taka þátt í sam- komu í Herkastalanum. En mest af starfi Hjálpræðis- hersins fer fram að tjaldabaki. Til dæmis má nefna að líkn- arsystur starfa innan hersins, þær ganga meðal þeirra sem hafa orðið illa úti í lífsbarátt- unni og reyna að lina þeim þrautirnar á allan hátt. Þar sem fátækt eða óregla hefur lagt heimilislíf í rúst koma líknarsysturnar til skjalanna. Jólapotta Hjálpræðishersins kannast flestir Reykvíkingar við. Fæsta mun gruna að pen- ingarnir sem í þessa potta koma eru eini jólaglaðningur margra, og því ætti að vera óþarft að brýna fyrir fólki að láta „sjóða“! Herkastalinn er fyrst og fremst gesta- og sjómannaheim- ili en þar er einnig að staðaldri fólk sem á hvergi höfði sínu Framh. á bls. 36. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.