Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Page 33

Fálkinn - 21.12.1964, Page 33
Agfa Rapid um allan heim Agfa Agfa Rapid um allan heim - Agfa Don Camillo . . . Framhald af bls. 31. hét Bagó, ættuðum frá Moin- etto, var bjargað hér á sléttun- um með svipuðum hætti. — Já, þeir eru nokkrir, ó- vinahermennirnir, sem eiga bændafólkinu hér líf að launa. En þessi stúlka var ekki rússn- esk, heldur af pólskri fjöl- skyldu, sem hafði leitað hing- að atvinnu, þar sem skortur var á verkafólki til landbún- aðarstarfa. Þetta fólk gaf mér mat af naumum vistum og leyndi mér hjá sér í tvo daga. Ég vissi vel, að svo gat ekki haldizt lengi, og þar sem ég gat gert mig skiljanlegan við stúlkuna á bjagaðri rússnesku, sagði ég henni, að hún skyldi fara til sveitaryfirvalda og skýra þeim frá því, að hún hefði rekizt á týndan ítalsk- an hermann fyrir nokkrum klukkustundum. Hún gerði þetta með tregðu. Ekki leið á löngu, þangað til hún kom aft- ur í fylgd með tveimur vopn- uðum mönnum. Ég lyfti hönd- um við komu þeirra, og þeir skipuðu mér með bendingum að koma með sér. Húskofi pólsku fjölskyldunnar var í út- jaðri þorpsins, og ég varð að ganga drjúgan spöl. Loks kom- um við á miðsvæði þorpsins, þar sem nú eru kornturnarnir. Þar var flutningabíll hlaðinn hveitisekkjum, en bifreiðar- stjórinn var að baksa við að koma vélinni í gang. Ég sneri mér þegar að öðrum gæzlu- manna minna og sagði: Tovar- isch, hann eyðir öllu rafmagn- inu úr geyminum með þessu háttalagi, og þá kemur hann vélinni aldrei í gang. Brennslu- olíudælan hlýtur að vera stífl- uð. Segið honum að dæla úr leiðslunni með loftdælu. Gæzlu- menn mínir undruðust það, að ég skyldi geta mælt þessi orð á rússnesku. — Hvernig stend- uh á því, að þú berð skyn á þetta? spurði annar þeirra tor- trygginn. — Ég er vélaviðgerð- armaður að atvinnu, svaraði ég. Maðurinn ýtti mér harka- lega að bifreiðinni og skipaði bílstjóranum að gera það, sem ég hafði ráðlagt og fara eftir minni fyrirsögn. í glugga stýrishússins birtist andlit ungs pilts. Hann var í hermannsbún- ingi. Hann vissi ekki einu sinni, hvers konar dælu ég var að tala um, því að hann hafði aldrei haft nein kynni af dísil- vél áður. Ég bað um skrúfjárn, losaði um lokið yfir olíudæl- unni og hreinsaði hana. — Nú fer vélin í gang, sagði ég, og nokkrum mínútum síðar ók pilturinn vagni sínum brott. — Ég var næst lokaður inni í klefa í bækistöð sveitar- stjórnarinnar en fékk þó eina sígarettu til hressingar. Tíu mínútum síðar sóttu sömu mennirnir mig aftur og beindu að mér byssuhlaupum. Þeir ráku mig þannig á undan sér út og síðr.n inn í skýli skammt frá. Þar voru léleg áhöld til dráttarvélaviðgerða. Þar stóðu einnig nokkrar dráttarvélar og aðrar búvélar. Þeir bentu á eina dráttarvélina og sögðu mér að finna, hvað að henni væri. Ég bað um nokkra lítra að heitu vatni til þess að hella í kælikerfið, og síðan reyndi ég að setja vélina í gang. Það tókst ekki, og ég sagði — Ein strokkbullan er föst. Við verð- um að taka vélina sundur. Ef til vill er eitthvað meira að henni. Það er margra klukku- stunda verk. Ég stritaði við þetta með fábrotnum tækjum í þrjá sólarhringa samfleytt að kalla. Þegar ég var að leggja síðustu hönd að samsetningu vélarinnar aftur, komu tveir menn á vettvang, vopnaðir hríðskotabyssum. Þeir horfðu þögulir og þungbúnir á, er ég hellti heitu vatni í vatnshólf vélarinnar. Síðan reyndi ég að setja hana í gang. Framhald á næstu síðu. 33 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.