Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Page 43

Fálkinn - 21.12.1964, Page 43
umtal, einkum meðal landseta óðalsherrans og leiguliða. Brá þá svo undarlega við', að fáir aðhylltust þar sjónarmið meist- arans með vöndinn; kölluðu flestir Blifil unga slúðurbera og ódreng, en dáðust að Thomas Jones fyrir drenglund hans, mælsku og hörku. Og þó að hjú óðalsherrans fordæmdu fram- komu Svarta-Georgs veiðivarð- ar, sem þau höfðu öll óbeit á, voru þau á einu máli um að pilturinn Thomas hefði sýnt hinn mesta drengskap, er hann reyndist honum eins vel og raun bar vitni en kölluðu Blifil unga óhræsi mesta, og létu sig þar engu skipta þó að þau ættu reiði móður hans yfirvofandi, ef þetta bærist henni til eyrna. Þetta breytti þó engu um af- stöðu meistara Thwackum til þeirra piltanna. Hann auð- sýndi Blifil unga hið mesta dá- læti, en beið þess með óþolin- mæði að sér veittist átylla tii að láta hrísvöndinn dansa ó- mjúklega á hrygglengju Tho- masar. Square hafði einnig hið mesta dálæti á Blifil, fyrir all- ar hans fögru dyggðir, en ými- gust á Thomasi, þar sem sú augljósa lítilsvirðing, sem hann sýndi spekingnum, er hann hirti ekki um að taka ofan fyrir honum eða nema staðar, er hann sá hann nálgast, sam- rýmdist hvorki kenningum Platós né Aristótelesar. Og enn var það eitt, sem var með öllu útilokað að hefði nokk- ur áhrif á afstöðu beggja þess- ara herramanna til piltanna tveggja. Meistarar og speking- ar eru nefnilega menn eins og aðrir á vissum sviðum og að vissu leyti háðir mannlegum tilfinningum. Og nú vildi svo til, að móðir annars þessaradrengja var alræmd drós og, sem betur fór, horfin veg allrar veraldar, en móðir hins aftur á móti ekkja, göfug og mikillar ættar, og hinn mesti kvenkostur þar um sveitir, þó að ekki gæti hún kannski talizt beinlínis fríð sýn- um. Og loks var sonur hennar borinn til auðs og óðals. Með tilliti til alls þessa, ekki hvað sízt þeirrar staðreyndar, að meistarar og spekingar eru mannlegir, þrátt fyrir strang- leika sinn og vizku, var þessum tveim herramönnum alls ekki láandi, þó að þeir reyndu báð- ir að gera hosur sínar grænar fyrir hinni göfugu ekkju; og ó- spart að koma sér í mjúkinn hjá henni og ekki einungis með trúrækni sinni og speki, heldur og mannlegum ráðum, sem löngum hafa vel gefizt, þegar um er að ræða göfugar ekkjur, sem eiga fyrir syni að sjá og unna honum að sjálfsögðu meir en öllu öðru. Fyrir það' keppt- ust þeir um að auðsýna þessum elskaða syni hennar ástúð og virðingu, um leið og þeir drógu ekki neinar dulur á það, að þeir hefðu allt annað álit og af- Vafalaust álitu báðir þessir herramenn, að góðvild sú, er hún auðsýndi Thomasi Jones, stafaði af vorkunnsemi hennar og viðkvæmu hjartalagi ein- göngu. Hins gættu þeir ekki, að hin göfuga kona hafði lítillar hamingju notið í sambúðinni vorkunnsemi og viðkvæmni til, þegar hún virtist á stundum auðsýna Thomasi Jones öliu meira ástríki en sínum eigin syni. Og enn síður var unnt að ætl- ast til þess af meistara og spek- ingi, að hin göfuga ekkja var stöðu til fóstbróður hans, sem rökrétt virtist að ætla að ekkj- an hefði ekki heldur sérstakt dálæti á, þar sem hann virtist skæður keppinautur sonar hennar um hylli herra All- worthy. En konur eru óútreiknanleg- ar — eins þótt ekkjur séu. Margur meistarinn og speking- urinn hefur reiknað skakkt, þegar þær voi-u annars vegar. við föður hans; að höfuðsmað- urinn hafði ekki beinlínis iagt sig í líma við að verðskulda ást hennar og aðdáun, enda upp- skorið hið gagnstæða, og verið gæti að hinni göfugu ekkju þætti ekki beinlínis þægilegt að sonurinn, sem öllum bar sam- an um að væri lifandi eftirmynd föður síns, minnti hana á þetta öllum stundum. Og að henni gekk því kannski ekki einungis nú einmitt á þeim aldri, þegar ásthneigð kvenna verður sterk- ust og bindur sig sízt við skyn- samleg aldurstakmörk mótaðil- ans, en strákurinn Thomas ó- venjulega bráðþroska, stór og sterkur og auk þess gæddur mörgum þeim eiginleikum, sem hafa undarlegt aðdráttarafl á konur, en oftast nær gagnstæð áhrif á karlmenn. Framhald i næsta blaði.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.