Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 7

Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 7
JÓRVÍK - HIIM NORRÆIMA BORG NORÐUR- ENGLANDS þeirra hét Eðvin, og gengur sú saga um hann, að þegar hann var ungur maður, var hann í mikilli hættu staddur, og á flótta frá óvinum sínum dreymdi hann eina nótt, að maður nokkur kom til hans og sagðist vilja hjálpa honum. ,Þú sigrar óvini þína', segir hann, ,og verður hinn mesti konungur, er nokkurn tíma hefur ríkt yfir ensku þjóðinni; en fyrst verður þú að heita því, að fara eftir orðum mínum, þegar ég gef þér þetta merki', — og með því lagði drauma- maðurinn höndina á höfuð Eðvins, er lofaði honum að gera allt, sem hann vildi. DRAUMUR Eðvins rættist, þar sem honum tókst að sigra og varð konungur yfir Norðhumralandi. Árið 625 vildi hann giftast prinsessu, er hét Aðalbjörg og var dóttir kon- ungsins af Kent. Skilyrði gift- ingar þeirrar var það, að prins- essan mætti halda við kristna trú sína og hafa prest í fylgd með sér. Hún kom til Eorfor- wic með kennimanni, sem hét Pálinus og var biskup. Þegar Pálinus kom fyrir konunginn, fór hann rakleitt til hans og lagði höndina á höfuð hans og þá þekkti Eðvin hann frá draumnum. Nú bauð biskupinn konungn- um kristna trú. Eðvin kallaði ráðgjafa sína saman og skýrði frá því, er hafði komið fyrir, og frá loforði sínu. Margir voru þá orðnir óánægðir með gamla siðinn og goð sín. Varð einum vitringi meðal ráðgjafanna því að orði: ,Líf mannsins er eins og þegar spörfugl flýgur inn um'dyr bjartrar hallar á vetr- arkvöldi, og flýgur svo út í myrkrið aftur. Enginn maður veit, hvaðan við komum eða hvert við förum, og ef svo er, að boðskapur þessa Pálinusar getur frætt okkur nokkuð um það, þá skulum við þiggja hann.’ Þá lét Eðvin konungur skír- ast og byggði trékirkju á þeim stað, þar sem pretorium, eða bækistöð rómverska hershöfð- ingjans, hafði forðum verið, og var þetta upphaf hinnar miklu dómkirkju, York Minster. Árið 735 fengu eftirrennarar Pálinusar erkibiskupstign, og voru nú tveir erkistólar í Eng- landi, en hinn á Kantaraborg, og var lengi rifizt milli þeirra um, hvor erkibiskup mætti kallast ,primatus‘, eða höfuð- biskup landsins. Loks gaf páf- inn úrskurð í því máli, að sá, sem sat á norðurstólnum skyldi vera ,primatus‘ af Englandi, en sá á suðurstólnum, ,prima- tus‘ af Englandi öllu. Erki- biskuparnir tveir virtust vera ánægðir með þetta, og fara eftirrennararnir þeirra með þessar nafnbætur enn í dag. EGAR Aðalbjartur (Albert- us) varð erkibiskup í Eor- forwic, árið 767, byrjaði tími mesta blóma í sögu borgarinn- ar. Aðalbjartur var fræðimað- ur mikill, enda hafði hann áður verið skólastjóri prestaskólans við dómkirkjuna, og gerði allt, sem hann megnaði, til þess að efla menntun og fræðslu. Meðal annars valdi hann bezta nem- anda sinn til þess að taka við skólastjórastarfi, og hét sá Alcuin. Líklega var Alcuin hinn nafnkunnasti fræðimaður og ljóðskáld í allri Evrópu á þeim tímum. Skóli hans varð heimsfrægur, og lögðu nemend- ur frá öllum Vesturlöndum leið sína þangað, og borgin varð menntunar- og menningarmið- stöð hins kristna heims. Auk þess fóru fræðimenn úr skólanum víða um lönd til þess að kenna í einu kvæða sinna lætur Alcuin í ljós hryggð sína, þegar kær nemandi fer burt. Hann segir: Gaukurinn kemur með velþekkta kallið sitt, en vinur okkar er farinn; við hryggðumst af því. Aldrei deyr gaukurinn, hann kemur aftur hvert vor, og þegar hann kemur, gefur söngurinn hans oss gleði; en hver veit, hvort vinur okkar kemur nokkurn tíma aftur? Framh. á bls. 8. Hér sést hluti af borgarmúrnuin. Vesturendi dómkirkjunnar, aðalinngangur. Dómkirkjan hefur oft verið endurbyggð, en aðalhluti byggingarinnar er frá 14. öld.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.