Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 12
a '* a FIAMHALDSSAGAN 3. HLUTI ETIR FRANCES OG RICHARD LOCKRIDGE SAGAISI FRAIVI AÐ ÞESSIJ: Loren Hartley þiggur heimboð Alicear Jackson, sem segist vera gömul skólasystir hennar. Heima hjá Alice fá þær sér drykk. Mörgum tímum seinna vaknar Loren á bekk í skemmtigarði einum. Henni er ómögulegt að muna, hvað gerzt hefur. Hvorki frændi hennar, Bob Campbell, né vinur hennar, Peter Sayers, geta uppgötv- að, hver þessi dularfulla skólasystir er. Og hvorugur trúir almennilega sögu Lorenar. — Daginn eftir tekur Loren eftir dökkleitum blett á kápunni sinni: hann er einna líkastur blóðblett. Hún fer strax með kápuna í hreinsun . . . Loren færði stólinn frá borð- inu og leit á Cantrell. Andlit hennar var algerlega svipbrigða- laust, og hún varð skyndilega þurr i kverkunum. „Mér var sagt, að þið Alex frændi mynduð eyða helginni saman..." „Voru það orð frænda þíns?“ „Nei...“ „Hver þá?“ „Þjónninn þinn ... Hann til- kynnti Charies það.“ „Það finnst mér anzi lélegur brandari!" Norman Cantrell náði sér í s’tól og settist. „í íyrsta iagi hef ég ails engan þjón! Og auk þess hefur Alex ekki látið sjá sig hér, eins og við höfðum þó talað um! Ég veit hreint ekki, hvað ég á að halda. Þetta er í fyrsta skipti I 30 ára langri vináttu okkar, sem hann hefur brugðizt mér!“ Peter Sayers virti Loren. fyrir sér fuilur athygii. „Við ætluðum að hittast kl. 1 til að spila golf,“ bætti Cantrell við reiðilegur. „En klukkan 3 einmitt þegar ég var að fara heim af skrifstofunni, hætti frændi þinn ailt í einu við að mæta!“ Loren fékk sér sopa. Svo spurði hún: „Hringdi hann sjálf- ur?“ „Nei. Það var einhver einka- ritari. Hún sagði, að hann hefði beðið sig að láta mig vita.“ Það varð andartaks þögn. Cantrell þagði því að hann var ennþá argur yfir þessu; Loren vegna þess að hún varð æ óró- legri; Peter, sökum þess að hann vildi síður blanda sér í einka- mál annarra. „Nú, varst þú ekki á skrifstof- unni hjá frænda þínum í gær?“ spurði Cantrell. „Nei, um þrjúleytið var ég farin þaðan ...“ Og skyndilega stökk Loren á fætur. Glasið hennar valt niður af borðinu og brotnaði í þúsund mola á steinflísunum. 12 f/ lkinn „Ég verð að hringja til hans strax!" Hún hljóp inn í húsið. Peter fór á eftir. „Þetta er nú ekki svo þýðing- armikið!1' hrópaði Norman Cantr- ell á eftir þeim. „Hann útskýrir áreiðanlega fyrir mér á mánu- daginn, hvers vegna hann sveikst um að koma!“ Loren var þegar komin inn í símaklefann, þegar Peter náði henni. Hún var að veija númerið. „Hvað er eiginlega að?“ spurði Peter. „Þetta er eitthvað dularfullt," sagði Loren. „Síðan í gærdag er allt jafn dularfulit...“ Loksins anzaði Charles. „Er frændi kominn aftur?" spurði hún og náði varla andan- um. „Nei, ungfrú Loren. Er ég ekki margbúinn að segja yður, að frændi yðar er með hr. Cantrell um...“ „Takk.“ Loren lagði á. „Ég held ég ætti að hringja á lög- regluna," sagði hún við Peter. Peter, sem hafði staðið í opn- um kiefadyrunum, tók í hend- ina á Loren, leiddi hana inn í forsalinn og ýtti henni ofan í hægindastól. „Hlustaðu nú á mig,“ sagði hann ofur rólega, „frændi þinn ér fullorðinn maður. Það getur komið fyrir, að fullorðnir menn þurfi að skreppa eitthvað í einka- erindum og iíki ekki alls kost- ar, að lögreglan sé send á eftir þeim um leið.“ „Ef til vill," sagði Loren hik- andi. Það liðu fáeinar sekúndur, þá hafði Loren tekið ákvörðun. Hún stóð á fætur. „Viltu keyra mig norður í bæ, á skrifstofuna?" „Núna? Á laugardagskvöldi?" „Kannsiki liggja þar skilaboð til min frá Alex frænda ...“ Þau gengu að bílastæðinu. „Út af hverju hefurðu svona miklar áhyggjur, Loren?" Hann settist við stýrið og setti í gang. Hún smeygði sér inn við hlið ina á honum. Loren hafði eiginlega verið búin að ákveða að gleyma allri sögunni og minnast aldrei oftar á hana við neinn. En nú varð hún að gera það. Eftir að hafa hitt Cantrell var málið orðið enn óræðnara ... Á leiðinni í bæinn sagði Loren: „Ég veit, að þetta hljómar allt mjög undarlega. En ég ætla samt að byrja á byrjuninni og segja þér frá öllu, sem komið hefur fyrir mig síðan um hádegi í enda við að segja mér, lieldur ótrúleg saga. Finnst þér það ekki líka?" s Það var eins og hún hefði misst seinasta bakhjallinn. Peter trúði henni þá ekki heldur... Þegar hann hélt áfram, mændi hann enn á götuna. „Stúlka, sem þú manst ekkert eftir, stöðvar þig á förnum vegi. Hún segist vera gömul skóla- systir þín. Síðan akið þið heim til hennar. Þú minnist þess að hafa þegið drykk hjá henni — og að hafa svo vaknað alein á bekk í Bryant Park ...“ „Já.“ „Svo ferðu seinna ásamt frænda þínum í sama húsið. En þar kannast enginn við neina Alice Jackson. Og hin stúlkan, þessi Bertha Mason, hefur held- ur aldrei heyrt minnzt á Alice Jackson. Þetta er rétt með farið fram að þessu, er það ekki?“ Loren kom ekki upp orði. Það var eins og gripið hefði verið fyrir kverkar henni. Hún sneri sér undan og horfði út í bláinn. „Var sagan Iengri?“ spurði Peter. „Nei!“ svaraði Loren fokreið. „Ef þú trúir mér ekki, geturðu að minnsta kosti látið mig í friði! “ Hún sneri sér að honum. Augu hennar voru full af tárum. „Þú getur iátið mig úr einhvers staðar! Ég tek leigubíl! Þú þarft ekki að vera hræddur um, að ég komist ekki leiðar minnar!" Hann færði fótinn af benzín- gjöfinni og iét bílinn renna upp að gangstéttinni. Svo nam hann staðar. „Láttu ekki svona, Loren!" SÖGU- HETJURIMAR LOREN HARTLEY er ung og geðfelld, amerísk stúlka. Hún vill síður vera öðrum háð. Og hún hefur afar slœmt minni . . ALEX HARTLEY er föður- bróðir Lorenar; auk þess er hann vellauðugur kaupsýslu- maður og hefur skrifstofu í hjarta New York-borgar . . . ROBERT CAMPBELL, kallað- ur Bob, er fjarskyldur œttingi Hartleyfólksins. Hjálpsemihans gær...“ Peter ók hratt. Hann horfði beint fram fyrir sig á veginn, meðan hann hlustaði. Eftir að Loren hafði lokið máli sínu, leit hún út undan sér á Peter. Enn beindist augnaráð hans að veginum. Og er hann tók til máis, ieit hann ekki á hana. „í fyrsta iagi,“ mæiti hann, „er allt þetta, sem þú varst að er takmarkalaus . . . PETER SAYERS er ungur, fœr málafœrslumaður í Was- hington. Hann er klár í kollin- um, en samt er ekki laust við, að Loren geti komið honum úr jafnvœgi . . .

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.