Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 15

Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 15
TRANSISTORTÆKI Hér er tæki, sem margir kunna að hafa áhuga á. Þetta er transistortæki, er nefnist Twen- star og hefur þá náttúru, að það er sama hvernig það snýr, platan spilar sitt lag ótrufluð, hvort sem hún er undir, ofan á eða á rönd. Hristingur, eins og t d, í bílum hefur engin áhrif Útvarpið er fyrir lang- og miðbylgjur og auk þess er plötugeymsla. Verðið er 248 mörk. Hér er skemmtilegt húsgagn fyrir pípureykingamenn. Þetta er kassi úr tekki eða palisandersvið, er geymir allar græjurnar er pípureikingamenn þurfa að nota. Við sáum þessa mynd í þýzku blaði og verðið var gefið upp 175 mörk. Margfaldið með 10 og þið sjáið að kassinn er nokkuð dýr — en þetta er góð gjöf. EITLRLVFJASIUYGL hefur löngum verið arðvænlegur atvinnuvegur, og menn lagt mikið á sig til að sinna honum, þó svo sektir séu stórar, ef upp kemst. — Og menn hafa fundið upp á mörgu til að koma bannvörum milli landa, og oft eru þessar upp- finningar svo hugvitsamlegar að furðu gegnir. Myndin sýnir okkur eina aðferð til að smygla heroini, en ekki er hægt að mæla með henni til árangurs, enda náðist náunginn, sem notaði hana, og myndin var tekin af á lögreglustöðinni, (þó ekki hérlendis, sem betur fer). Heroinið sem náunginn bar á þennan hátt, var 50.000 dollara virði! NAGLASNYRTING Það er óþekkt fyrirbrigði, að selir nagi á sér neglurn- ar, og þess vegna verður að klippa þær af þeim selum sem eru í dýragörðunum, svo þeir slasi ekki meðbræður sína. — Sélurinn sá arna, sem þið sjáið á myndinni, veitti gæzlumönnum sínum harða mótspyrnu, þegar þeir fönguðu hann til naglasnyrtingar, en þeir voru tveir á móti einum og höfðu því betur. FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.