Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 4
VILL VERÐA
STAR FSSTLLKA Á
KÓPAVOGSHÆLI
Elsku póstur,
Ég þarf að fá að vita dálítið
ok bá fannst mér bezt að leita
til þín, þó að þetta verði a. m. k.
tuttugasta bréfið, sem ég hef
skrifað, en ekki fengið svar
við.
Jæ.ia, en snúum okkur að
efninu. Svo er mál með vexti,
að mig langar til að verða
starfsstúlka á Kópavogshæli.
Hvað þarf ég að vera gömul
og hvað þarf ég að læra til þess.
Getur þú sagt mér það?
Með fyrirfram þökk, ein sem
les Fálkann.
P. S. Hvernig er skriftin?
K. H.
Svar:
Við snérum okkur til for-
stöðumanns Kópavogsliælis og
hann bar fram þá ósk, að bréf-
ritari snéri sér skriflega til
stofnunarinnar og skyldi hann
fúslega veita allar upplýsing-
ar um nám gæzlusystra
(tveggja ára nám) og ráðning-
arkjör annarra starfsstúlkna.
BRÉF FRÁ EYJLIVI
.... Úr því ég er á annað
borð farinn að hamast við að
hamra á ritvélarskömmina er
ekki úr vegi að biðja ykkur um
að birta opinberlega á ritstjórn-
arskrifstofum ykkar eftirfar-
andi ályktun:
„Almennur fundur haldinn í
sálufélagi undirritaðs í dag, 12.
dag aprílmánaðar (rétt bráð-
um páskar) samþyikkir hjá-
róma eftirfarandi ályktun:
Skorað er á Vikublaðið Fálk-
ann, að hann (þ. e. a. s. rit-
stjórnin) hlutist til um að sem
alíra fyrst verði hafin birting
hörkuspennandi framhaldssögu
um saka- eða lögreglumál í
blaðinu.
I öðru lagi, að sama blað
endurlífgi kvikmyndaþátt þann
sem um tíma var í blaðinu og
hann verði um leið við upp-
vakninguna aukinn og endur-
bættur, hafa hann jafnvel á
heilii opnu."
HÁ. KÁ.
Svar:
Stúlkan í gulu kápunni er
sakamálasaga, og það ein af
þeim betri. Kvikmyndaþáttnr-
inn kemur aftur, og verður ef-
laust við og við á heilli opnu.
1 næsta blaði segjum við frá
sænsku myndiuni „ÞÖGNIN“,
en hún er mjög umtöluð og
umdeild.
AKLREYRI,
Kæri Fálki,
Mig langar til að spyrja þig
um, hvað maður þurfi að vera
gamall til þess að læra á kvik-
myndasýningarvélarnar i kvik-
myndahúsunum, og hvort það
nám krefjist einhvers undir-
búnings?
Áhugasamur.
Svar:
Gagnfræðapróf er áskilið.
Lærlingur þarf að vinna i 540
klukkiistundir áður en hann
fær skírteinl sem fullgildur
sýningarmaður. Öryggismála-
stjóri, Féiag sýningarmanna og
forstöðumenn bióanna meta
hæfni lærlingsins. Félag sýn-
ingarmanna hefur starfað í
rúm 20 ár og eru meðlimir í
þvi milli 20—30.
Vinnuvika sýningarmanna er
36 stundir á viku og eru laun-
in frá kr. 8450,00 til kr.
11.000.00 eftir því hvað við-
komandi liefur unnið lengi.
Tímakaupið er kr. 92,00.
Við vonum að þetta svar sé
fullnægjandi.
Þessi óvenju hugmynda-
rika teikning birtist í
„Viljanum", blaði Verzlun-
arskólanemenda, og nefn-
ist höfundurinn Gunnlaug-
ur Briem. Kannski einhver
kennarinn taki sig til og
teikni myndaseríu um nem-
andann. Við höfuni nóg
rúm fyrir góðlátlegt spé.
eins og hann er