Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 35
• Hjónaband
Framh. af bls. 9.
Konan væntir þess af hon-
um, að hann hlusti á hana, að
þau reyni bæði að leggja málið
niður fyrir sig, svo að þau geti
jafnað ágreininginn. Þegar
hann vill leysa vandann með
klunnalegum ástaratlotum, þá
verka þau öfugt við það, er til
var ætlazt. Það er óhætt að full-
yrða, að þau vandamál, sem
ekki voru leyst fyrir háttatíma,
leysast heldur ekki eftir þann
tíma.
Og gæti konan bús og barna,
þá hefur hún allan næsta dag
til að grufla yfir því, sem að
henni amar. Tilraun hennar til
að fitja upp á því við eigin-
manninn, þegar hann kemur
þreyttur heim úr vinnunni, get-
ur leitt til eins þeirra hörku-
rifrilda, sem einkenna þau
hjónabönd, sem farin eru að
trosna.
Framhald.
• Jén Gíslason
Framh. af bls. 33.
aður — minnsta kosti í bili
og ef til vill fyrir fullt og allt.
— Málalok og dómar voru ekki
síður þá grár leikur um auð
og völd en nú á dögum, og
því hlutdrægari, að einveldið
Einangrunargler
Framleitt einungis úr úrvals
gleri. — 5 ára ábyrgð.
Pantið tímanlega.
átti skilyrðislaus ítök í öllum
gerðum og dómum. Örlög Fuhr-
manns sem embættismanns
urðu því þegar ráðin með
hæstaréttardóminum, þó að
þau væru ekki ráðin til þeirr-
ar grimmdar, sem þau birtust
í síðar.
Svo virðist, að Fuhrmanni
amtmanni hafi fallið mjög
þungt atburðirnir, er urðu á
Bessastöðum veturinn 1723—
1724. Hann sækir um leyfi til
að fara til Danmerkur árið 1726
og vísar til veikinda sinna. En
honum var synjað um leyfið.
Hann andaðist á Bessastöðum
1733, 48 ára að aldri. Hann
bjó með Karenu Hólm til
dauðadags, og arfleiddi hana
að öllum eignum sínum, þó með
vissum skilyrðum.
Heim.: Frásögn Guðbrands Jóns-
sonar prófessors í Blöndu, Is-
lenzkir annálar, Hirðstjöraann-
áll, skjöl í Þjóðskjalasafni o. 11.
• Tom Jones
Framh. á bls. 31.
hegningar, heldur mundi hann
látinn laus úr dyflissunni þá og
þegar, og væri ekki nokkur leið
að ímynda sér hvað sá forherti
syndaselur kynni þá að taka til
bragðs. Spurði herra Allworthy
Western landeiganda þá, hvort
að það væri hann, sem boðið
hefði lögfræðingnum fé að iaun-
um fyrir að fá Tom Jones dæmd-
an sekan, en því neitaði land-
eigandinn harðlega.
Framh. í næsta blaði.
• Stúikan sem reytidi
Framh. af bls. 21.
við hlið hans, „hefði ég gaman af að kynnast þér betur —
almennilega.“
Hann brosti. „Bíddu fimm mínútur,“ sagði hann, „og svo
skulum við fara út að skemmta okkur. Ég veit um jazzklúbb
þar sem ...“
„En draumur,“ byrjaði ég, en áttaði mig um leið. „Ja,
Martin, ef ég á að segja eins og er, þá er ég ekki hrifin af
jazzi.“
HANN leit fyrst undrandi á mig, en fór síðan að skelli-
hlæja og tók mig í faðm sér. „Ég held, að sjúklingurinn
ætli að tóra,“ sagði hann.
„Martin, annað þarf ég að segja þér,“ hélt ég áfram. „Geral-
dine frænka segir, að við séum ekkert skyldar Nelson. Forfaðir
okkar hét Horatio og hlaut viðurnefnið hinn sérvitri."
„Þú þurftir ekki að geta þess,“ sagði hann og snerti vanga
minn með vörunum. „Ég sá strax í upphafi, að eitthvað hlaut
að vera óvenjulegt við forfeður þína, fyrst svona töfrandi
lítið tryppi eins og þú gat verið af þeim komið.“ ★ ★
KORKIÐJAIM H.F.
Skúlagötu 57 — Símar 23200
FALKINN
35