Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 36

Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 36
HVAD GERIST ÞESSA VIKU | Ilrúturinn, 21. marz—20. avríl: Þér ffæti boðizt óvænt tækifæri til að fá I bctur launaða stöðu eða eitthvað, sem aukið |í>æti tekjur þínar til muna. Það getur einnig I verið, að einhver félagi þinn eða samstarfs- ] maður biðji þig um lán. Þú skalt samt ekki Ivera of fljótur á þér að taka upp pyngjuna. | Nautið, 21. avríl—21. maí: Dagleg störf þín munu ganga þér sérlega [ vel þessa viku, og þú ert sannarlega í skapi til að skemmta þér á kvöldin. Övænt og skemmtileg ástarævintýri, sem ekki stæði þó I lengi, mundi verða til að auka ánægjuna. Tvíburamerkið, 22. maí—21. júní: Hvíld og ró með fjölskyldu þinni og ástvin- í um munu sópa burt allri þreytu og leiðindum. I Láttu ekki árekstra á vinnustað eða leiðindi 1 samstarfsmanná þinna hafa áhrif á þig; þeir verða að glíma við sitt. | Krabbinn, 22. júní—23. júlí: Þú munt að öllum líkindum fá upphringingu | frá vinum þínum eða félögum og þeir munu hafa hug á að fá þig í heimsókn eða bjóða þér í | smá ferðalag, en eitthvað verður það í þessari viku, sem kemur þér þægilega á óvart. Ljónið, 2&. júlí—23. ánúst: Vinnufélagar eða yfirmenn munu koma þér á margan hátt á óvart í þessari viku. Þetta | gæti falið í sér á einhvern hátt auknar tekjur f,Trir þig. Þú hefur líka óvænt tækifæri til að koma ár þinni vel fyrir borð. Mcyjan. 24. ápúst—23. sevt.: Þér býðst óvænt og skemmtilegt tækifæri til að láta ljós þitt skína þessa viku. Gríptu því öll þau tækifæri, sem berast til að koma per- sónulegum málefnum þínum á réttan veg, en þú mátt búast við að ýmislegt óvænt kunni að gerast.. Vopin, 24, seyt.—23. okt.: Það, sem þú hélzt óheillavænlega þróun á f jármálasviðinu, gæti skyndilega breytzt og orðið þér til hagnaðar. Það er þó anzi mikið undir því komið, hvernig þú bregzt við. íhug- aðu allar hliðar mála vandlega. Drekinn. 24. okt.—22. nóv.: Breyting á kunningjahópnum gæti orðið til þess að þeir, sem ógiftir eru, fyndu þar til- vonandi maka og þeir, sem giftir eru, góðan félaga, þó ekki sé meira sagt. Þó gæti þróun mála breytet á óvæntan hátt og valdið þér vonbrigðum. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. dcs.: Þú hefur nú unnið til þess að aðrir beri virðingu fyrir þér, en láttu ekki skyndilega velgengni í starfi eða við félagsmál verða til þess að þú sinnir fjölskyldu þinni of lítið. Steingeitin, 22. des.—20. janúar: Þú dregst óvenjumikið að skemmtunum þetta tímabil, og er því líklegt að margt skemmti- legt og óvænt hendi þig. Reyndu að njóta þess sem bezt og notfæra þér hin óvæntu tækifæri, sem kunna að berast upp í hendurnar á þér. Vatnsberinn, 21. janúar—19. febrúar: Óvænt þróun fjármálanna getur skapað tækifæri fyrir þig til að veita fjölskyldu þinni þau þægindi, sem þú hefur lengi þráð að gera Samt sem áður skaltu fara að öllu með gát, því þú getur þurft á því að halda. Fiskarnir, 20. febrúar—20. marz: Það virðist vera nokkur tregða í heimilis- og fjölskyldumálunum hjá þér núna; þú ættir því að grípa hvert tækifæri til að auka ánægju þína og þinna. Smá skemmtiferð gæti orðið góð upplyfting og haft ótrúlega góðar afleiðingar. FLOTEX plast-nylon teppi eru falleg og sterk Glæsilegt franskt Iitaval með ótal blæbrigðum eftir því hvernig Ijósið fellur á það. Sólarljósið vinnur ekki á litum þess. FLOTEX er hægt að ryksuga og þvo. Af því nást auð- veldlega allir blettir, ávaxtasafi, blek o. fl. FLOTEX einangrar hita og hljóð, því fylgir kyrrð og hlýja. FLOTEX er alltaf eins og nýtt. FLOTEX á öll gólf. FLOTEX - UMBQÐIÐ Á ÍSLANDI Brautarholti 20. Símar 21999 og 32847 FRANSK-ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.