Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 21

Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 21
Framh. á bls. 24. AÐ GERA Þegar hann var búinn að gera við vaskinn, var setustofan mín komin í fullkomið lag. Grammófónninn spilaði strengja- kvartett eftir Haydn, ljósin voru dauf og þægileg, dívaninn í hentugri nálægð við hægindastólinn og risastór alabasturs- öskubakki á stofuborðinu. MÁ ég biðja yður um einn smágreiða í viðbót, hr. Dean,“ sagði ég þegar hann kom inn í stofuna. „Dean flugstjóri." Ég brosti blíðlega. „Haldið þér, að þér gætuð hjálpað mér að hengja upp þetta málverk?“ Það var ekkert nema bláir og GLETTNIS- LEG ÁSTAR- SAGA EFTIR MARNIE ELLINGSON gráir ferhyrningar og hét Næturljóð nr. 3. „Þetta er falleg mynd,“ sagði hann. „Ég tók hana á leigu einn mánuð,“ sagði ég „því að ég er ekkert hrifin af nútímalist og mér finnst of dýrt að kaupa hana á sjötíu gíneur, ef ekkert verður úr þessu með Christop- her. En ég þurfti að hengja eitthvað upp í staðinn fyrir afrísku djöflagrímuna." Hann leit skringilega á mig og tók við hamrinum. „Ef yður finnst myndin ekki falleg, hvers vegna létuð þér djöflagrím- una þá ekki vera kyrra á sínum stað?“ spurði hann meðan hann rak naglann liðlega í vegginn. „Ég get nú varla búizt við, að þessi ásjóna rói taugar Christophers," sagði ég og rak tána í grímuna sem lá á gólf- inu. „Svona lítur samstarfsfólk hans einmitt út.“ Ég steig aftur á bak til að virða myndina fyrir mér. „Fínt. Haldið þér ekki að þetta málverk hljóti að sefa ofþandar taugar?“ Hann litaðist um í herberginu. „Jú, ef þessi Christopher er í leit að hvíldarhæli, finnur hann það hér.“ HANN hafði verið svo hjálpsamur, að ég mátti ekki móðgast. „Ég veit ekki hvernig ég hefði farið að án yðar. Það hefði eyðilagt allt heila gumsið, ef Christopher hefði komið að mér í móðursýkikasti með stíflaðan vask og drasl í hverju horni.“ „Ég veit ekki,“ sagði hann. „Ef þér eruð stúlka sem elskar afrískar djöflagrímur og fær móðursýkiköst út af stífluðum FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.