Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 37

Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 37
• Stúlkan í gulu kápunni Framh. af bls. 13. og hvað þú hafir gert á eftir ... Og ef þú segir þeim sögu, sem þú getur sannað, þá getur þeim dottið hitt og þetta í hug varð- andi þig... Skilurðu það?“ „En hvað á ég að segja?“ „Þú mátt ekki skrökva neinu. En oft má satt kyrrt liggja." Ennþá hélt hann á símtóiinu i hendinni, reiðubúinn að hringja | á lögregluna. „En ef þeir fara að spyrja þig spjörunum úr, Loren, þá verð- urðu að minnsta kosti að segja 5E tenella HEILDSÖLUBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 2 4120 þeim hálfan sannleikann. Ég býst reyndar ekki við, að þeir geri það. Ekki enn.“ „Meinarðu —“ „Við munum bæði hugsa mál- ið nánar fram að næstu yfir- heyrslu," sagði Peter. „Ég geri ráð fyrir, að markmið morðingj- ans sé, að þú segir þessa sögu, sem enginn trúir... Þannig flyzt allur grunurinn yfir á þig. Lög- reglan athugar nefnilega oftast nánar vitnisburð, sem hljómar eins og lélegur reyfari...“ Nú fyrst gerði Loren sér Ijóst, í hverjar ógöngur hún var kom- in. „Ég er hrædd,“ sagði hún lágt, „ég er hrædd, Peter .. Hann kinkaði kolli. Því miður hefurðu fyllstu ástæðu til þess...“ Siðan hringdi hann á lögregl- una. —v—. Fyrst komu allmargir ein- kennisklæddir menn. Einn þeirra skrifaði niður nöfnin þeirra. „Ég verð að biðja ykkur að vera kyrr hérna fyrst um sinn,“ sagði hann við Peter og Loren. Næst birtust miklu fleiri, og þeir komu og fóru. Enginn þeirra yrti á Peter og Loren frekar en þau væru hvergi nærri. Svo var þarna maður með myndavél, hann var langalengi inni á skrifstofu Alex Hartleys. Síðan kom enn einn með læknistösku. Varla var hann horfinn, þegar tveir hvítklæddir menn skutu upp kollinum. Þeir voru með sjúkrabörur. Þegar þeir yfirgáfu skrifstof- una, voru börurnar þungar og breitt yfir þær. Að lokum kom mjög horaður maður með eldrautt hár. Hann kynnti sig sem Simmons og sagð- ist vera sendur af skrifstofu hins opinbera ákæranda. Förunautur hans, skarpleitur, en laglegur, með mjög ljós augu, sagði ekkert. Sá rauðhærði kynnti hann. „Þetta er Stein, lögreglumað- ur. Hann fæst við morðrannsókn- ir.“ Stein leit á Loren. Það vottaði fyrir örlitlu brosi i munnvikj- um hans. „Það er bara eitt eða tvennt, sem mig langar að spyrja ykk- ur um,“ hélt Simmons áfram. „Hvernig stendur á, að þið kom- uð hingað og funduð hr. Hart- ley?" „Ég —" byrjaði Loren, en Peter tók fram í fyrir henni: „Hr. Hartley var ekki heima hjá sér í nótt. Hann hafði mælt sér mót við vin sinn kl. 1, en kom ekki. Þá varð ungfrú Hartley óróleg, og ég ók henni hingað." „Það hefur verið þokkalegt á- fall að finna hann svona," sagði sá rauðhærði. „Mér þykir það leiðinlegt, en ég verð vist að spyrja yður nokkurra spurninga, ungfrú Hartley." „Það gerir ekkert til.“ „Læknirinn álítur, að frændi yðar hafi verið myrtur fyrir um það bil sólarhring," sagði Simm- ons. Loren leit á hann og beið. Hann hafði svo sannarlega það rauðasta hár, sem hún hafði nokkurn tíma augum litið. Augu hans voru brún með rauðleitum biæ. „Þér voruð áreiðanlega ekki hér á þeim tíma, ungfrú Loren. En þér vinnið hjá frænda yðar, er það ekki?“ Hún kinkaði kolli. „Á föstu- daginn var lítið að gera. Frændi minn ætlaði að fara af skrif- stoíunni i fyrra lagi til að spila golf. Hann hafði gefið mér frí, það sem eftir var dagsins. Klukk- an var undir hálfeitt, þegar ég fór i hádegismat, og ég kom ekki aftur þann dag.“ „Og hvað gerðuð þér svo?“ „Svo? Svo fór ég heim,“ sagði Loren. Það var alveg satt. Hún hafði svo sem verið á heimleiðinni, þegar Aiice Jackson ávarpaði hana. Framh. á bls. 40. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.