Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 18
mAiarekstur
k þítíU*,
msk
;<í. fJZzrm SCHWARRKOPFS
9.
Umboðsdómurinn, er konung-
ur skipaði til að rannsaka og
dæma um dauðdaga Schwartz-
kopfs, var skipaður tveimur
mönnum, annar var andlegrar
stéttar en hinn sýslumaður.
Þessir menn voru: Hákon
Hannesson, sýslumaður í Rang-
árvallasýslu, og síra Þorleifur
Arason, prófastur á Breiðabóls-
stað í Fljótshlíð. En sækjandi
I málinu var skipaður Sigurð-
ur Sigurðsson, sýslumaður i
Árnessýslu. Umboðsdómurinn
tók til starfa í september 1725
í Kópavogi, en þar var þing-
staður Seltirninga. Þessir
menn voru ólíkir, jafnt að hugs-
unarhætti og allri gerð, og skal
það greint að nokkru.
Hákon Hannesson sýslumað-
ur var harðger maður og að
flestu mikilmenni, aðsópsmikill
í málum og lét ógjarnan hlut
sinn. Hann var nokkuð drykk-
felldur og sást lítt fyrir, er
svo bar undir. Er hér var kom-
ið sögu, var hann kominn á
efri ár, og því ekki eins kapps-
fullur og áður. Hann var lítill
vinur Bessastaðamanna og
æðstu umboðsmanna konungs í
landinu, enda hafði hann lent
í deilum við þá, en haldið hlut
sínum, sem fátítt var á þessum
árum. Sigurður sýslumaður, er
oftast er nefndur Sigurður
landsþingsskrifari eldri, var
maður fastur fyrir, reglumað-
ur mikill í embættisrekstri,
gætinn og traustur. Hann hafði
einnig nokkra ástæðu til að
vera miður hlynntur Bessa-
etaðavaldinu, þó hann kynni
vel að halda svo á málum gegn
því að lítt kæmi að sök eða
yrði honum til tálma. En um
síra Þorleif Arason gegndi öðru
máli. Hann var óreglusamur,
metnaðargjarn og sást lítt fyrir
í þeim efnum. Hann er talinn
gáfumaður og lauk háskóla-
18 FALKINN
prófi í guðfræði við háskólann
í Kaupmannahöfn. Hann var
mikill vinur Fuhrmanns amt-
manns, og hafði amtmaður út-
vegað honum meðmæli frá
Raben stiftamtsmanni nokkr-
um árum áður, er hann sótti
um biskupsembætti í Skálholti
eftir Jón biskup Vídalín. En
meðmælin dugðu Þorleifi ekki,
enda er talið, að Árni Magnús-
son hafi brugðið fyrir hann
fæti, og hlaut Jón Árnason
biskupsembættið. Síra Þorleif-
ur hlaut skjótan embættisframa
og eitt bezta brauð landsins,
þar sem var Breiðabólstaður í
Fljótshlíð. Hann kunni vel að
halda á málum, þrátt fyrir það
að hann væri örlyndur og
drykkfelldur, og naut talsverðs
trausts, sérstaklega hjá Fuhr-
manni amtmanni.
Nær öruggt er, að framburð-
ur Páls Kinchs og Sveins Lar-
sen var sendur umboðsdómin-
um til undirstöðurannsókna
málsins, enda lagði síra Þorleif-
ur og Fuhrmann á það mikla
áherzlu að gera framburð
hins fyrrnefnda tortryggilegan.
Dómendum var þá enginn vafi
á, hvar hinna seku var að leita,
og hvernig átti að hefja rann-
sókn málsins, eins og berlegt
er af heimildum.
Var nú stefnt til Kópavogs
vitnum til að gefa upplýs-
ingar og bera vitni um dauða
Schwartzkopfs og aðra atburði,
er orðið höfðu á Bessastöðum
síðustu misserin. Var öllu
heimafólki á Bessastöðum
stefnt þangað, ásamt mörgu
fólki af Álftanesi og víðar
að af Suðurnesjum. Cornelíus
Wulf landfógeti var yfirheyrð-
ur, og er framburður hans að
mestu kominn fram í undanfar-
andi þáttum. Einnig voru
Hólmsmæðgur, Katrín og Ka-
ren, yfirheyrðar, ásamt Fuhr-
manni amtmanni sjálfum. Af
framburði þeirra er fátt að
hafa. Þau báru aðeins af sér
sakirnar, er Kinch og Larsen
báru á þau í framburði sínum.
Áður en lengra er haldið, er
vert að geta þess að fleiri tíð-
indi höfðu orðið á Bessastöð-
um þessi misseri í ástum. Piper
ritari Fuhrmanns gekk að eiga
Katrínu Hólm, og nefndi hún
sig upp frá því frú Pipers. Að
vísu er ekki hægt að leiða að
því bein rök, að gifting þessi
hafi staðið í beinu sambandi
við framkomu Katrínar í garð
Schwartzkopfs, en hins vegar
er ekki grunlaust, að flýtt hafi
fyrir henni aðstaða frúarinnar
í væntanlegum málum. Það
styrkir óneitanlega málstað
hennar að vera gift virðuleg-
um embættismanni, ritara
æðsta umboðsmanns konungs í
landinu, og ekki sízt hjá dóm-
endum, er lítt þekktu til og
virtu menn meir af þjóðfélags-
legri stöðu, en af sannri þekk-
ingu.
10.
Eftir að umboðsdómurinn hóf
að rannsaka málið, kom brátt í
ljós, að málið var umfangs-
mikið og erfitt viðfangs, og ekki
sízt sakir þess, að Fuhrmann
amtmaður reyndi á allan hátt
að bæta aðstöðu Hólmsmæðgna,
og síra Þorleifur varð honum
dyggur þjónn til þeirra þarfa.
Hákon sýslumaður reyndi aftur
á móti að malda í móinn, og
halda sig við venjulegar að-
ferðir í málum. Varð þetta til
þess, að sundurþykkja varð
milli Hákonar og síra Þorleifs,
og flýtti það ekki fyrir mála-
rekstrinum né rannsókninni.
Sigurður sýslumaður virðist
hafa farið hægt í sakirnar, enda
var hlutverk hans annars eðlis
en hinna tveggja.
Margt merkisfólk var kall-
að fyrir réttinn í Kópavogi í
september 1725. Tveir prestar
voru þangað leiddir til að bera
vitni, höfðu þeir báðir komið
til Schwartzkopfs, meðan hún
lá. En það voru síra Björn
Thorlacíus í Görðum á Álfta-
nesi, sálusorgari Bessastaða-
fólksins, og síra Halldór Brynj-
ólfsson prestur á Útskálum,
síðar biskup á Hólum. Bera
þeir báðir, að hún hafi aldrei
við þá nefnt, að sér hafi verið
gefið eitur. Margrét Elísabeth
Bogens, ekkja síra Ólafs Péturs-
sonar í Görðum, er heimsótti
Schwartzkopfs í veikindum
hennar, ber það sama, og bætir
því við, að hún hafi gefið sér
í skyn, að veikindi hennar
myndu stafa af því, að hún
móti vana sínum hefði vanrækt
að láta taka sér blóð um lengri
tíma, en það þótti í þennan
mund læknisráð við flestum
sjúkdómum.Einnig segir prests-
ekkjan frá því, að hún hafi
þvegið líkið og lagt það til og
verið við að kistuleggja það,
og ekki getað greint, að líkið
væri í neinu frábrugðið líkum
annarra, er á sóttarsæng deyja.
Aftur á móti vitnar Niels
Kjær varalögmaður og Þórdís
kona hans, sem bæði voru við-
stödd kistulagninguna, og er
framburður hans þannig: „Ég
sá hinn dauða líkama liggja
á borðinu í ofnstofunni, svo
vel klæddan, sem göfugu líki
sæmir að dönskum sið. Ég sá
hana einnig á sama hátt eftir
að búið var að leggja hana í
hina ytri kistu hennar, og ég
tók á höndum hennar, og voru
þær mjúkar og liðugar og
höndur nokkurs lifandi manns
geta verið, og voru tveir bláir
blettir á hvorri um sig, hvor
upp af öðrum. Andlit hennar
athugaði ég einnig og voru var-
ir hennar svartbláar og nokkr-
ir bláir blettir á stærð við
stóra títuprjónshausa til og frá
um andlit hennar.“
Frú Þórdís Kjær lýsir líkinu