Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 16
SKINN-
ÞRYKK
MYNDIRNAR:
1. Hjónin Li og Vult Sinion
hafa endurvakið gamla
listgrein, sem gæti á
íslenzku kallast „skinn-
þrykk“. Á myndinni
halda þau á lambsgæru
sem þau hafa skreytt
með því að þrykkja á
hana gömul mynstur.
2. Lítil dóttir þeirra hjóna
situr fyrir, íklædd vesti,
húfu og vettlingum úr
áþrykktu skinni.
3. Þessir skinnskór eru
hvort tveggja í senn; hlý-
ir og fallegir.
4. Vult sker mynstrin út í
tréplötu; síðan er farðinn
sem nota skal, settur
á plötuna og loks þrykkt-
ur á skinnið. Þá grein
annast frúin, sem er
dönsk og vann áður við
leirkerasmíði.
Norðmenn hafa löngum verið þekkt-
ir fyrir þjóðlegan og skemmtilegan
heimilisiðnað, og hefur hann borið af,
hvað gæði og fegurð snertir.
Nýlega rákumst við á grein í norsku
blaði, þar sem segir frá nýstárlegri teg-
und af heimilisiðnaði, og þar sem hrá-
efnið til framleiðslunnar er vel þekkt
hérlendis og iðnaðurinn skemmtilegur,
gátum við ekki stillt okkur um að taka
greinina traustataki, ásamt myndunum,
sem henni fylgja og birta þér, lesandi
góður, í þeirri von, að þú getir bæði
haft gagn og gaman af.
Hjónin Li og Vult Simon, búa í
Hemsedal, en þangað fluttu þau fyrir
tíu árum siðan. Og í þessu umhverfi
fengu þau hugmynd sína, þ. e. að
skreyta sútuð kindaskinn með þykkum
mynstrum, fengnum úr gömlum bókum.
Og nú er svo komið að „skinnþrykk“ frá
Hemsedal eru seld um víða veröld.
Fyrst í stað unnu þau hjónin að
„skinnþrykkinu í tómstundum sínum,
en fljótlega varð eftirspurnin svo mikil,
að þær dugðu ekki til, og þá sneru þau
sér að „skinnþrykkinu“ af fullri alvöru
og nú er svo komið að þau hafa ekki
undan að framleiða.
„Skinnþrykk“ mun vera allgömul
tegund myndlistar, segir í umræddri
grein, en upphaflega ekki hugsuð ein-
göngu sem skreyting, heldur gerð til
heilla og langlífis þess sem skinnið átti.
Fyrir á að gizka tvö hundruð árum.
„dó svo þessi listgrein út“, ef svo mætti
að orði komast.
Eftir að hafa kynnt sér forn áþrykkt
skinn og þau mynstur sem ríkjandi
voru í öllum myndskurði norrænum,
hóf Vult Simon að skera mynstrin út
í tré, og Li þrykkti þau á kindaskinn.
Aðferðin er forn og mjög einföld í eðli
sínu. Auk þess að þrykkja á kinda- eða
lambaskinn, nota þau hjónin rúskinn.
Hlutirnir sem þau síðan búa til úr
hinum þrykktu skinnum, eru margvís-
legir og má þar til dæmis nefna vesti,
16
FALKINN