Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 30

Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 30
að síður,“ svaraði konan. „Þvl að þessi ungi maður, prestsson- urinn Summer, sem þér kost- uðuð til háskólanáms, dvaldist um hríð á óðalsetri yðar, þar sem hann lézt úr bólusótt, var grafinn á yðar kostnað og grát- inn af yður, eins og hann væri yðar eigin sonur... hann, og enginn annar var faðir hins um- rædda unga manns, sem yður 30 FÁLKINN þóknaðist að láta skíra ættar- nafni mínu.“ „Hvað er að tarna,“ mælti herra Allworthy og vissi ekíki hvaðan á sig stóð veðrið. „Þarna kemstu í algera mótsögn við sjálfa þig; það hlýturðu að gera þér ljóst." „Það er nú það,“ varð konunni að orði. „Nema hvað hann var faðir drengsins, þó að hann ætti hann ekki með mér... það vill nefnilega svo til, að ég er ekki móðir hans og hef aldrei verið, enda veit ég mér ekki meiri gæfu, eftir það sem gerzt hef- ur.“ „Ég fer nærri um það," svar- aði herra Allworthy, „að þú kær- ir þig ekki um að kannast við hann sem son þinn. En engu að siður verður þú að sanna mér betur þessa fáránlegu staðhæf- ingu þína, áður en ég tek mark á henni, og mun enginn lá mér það.“ „Það hlýt ég að játa,“ sagði konan, „að það voru mínar hend- ur, sem báru hinn umrædda, unga mann sem kornabarn inn í svefnherbergi yðar og lögðú hann þar i yðar eigin rekkju. En það gerði ég samkvæmt skipuii annarrar konu, hinnar réttu móð- ur hans, eins og ég gekkst við móðerninu og hét henni því að láta ekki annað uppskátt við nokkurn mann, enda galt hún mér ríkulega, sem ég og átti fyllilega skilið, bæði fyrir að varðveita leyndarmálið og taka á mig skömm hennar." „Og hvaða kona getur það verið?“ spurði herra Allworthy; öldungis dolfallinn. „Það segi ég orða sannast, að ég skelf og titra enn í dag við þá tilhugsun eina saman að nefna nafn hennar," svaraði konan. „Eftir því að dæma, hefur hún verið nákomin mér?“ hrópaði herra Allworthy. „Það hefði ég haldið," svaraði konan. „Það var yðar eigin systir og engin önnur." „Systir mín?“ stundi herra Allworthy. „Svo sannarlega," svaraði kon- an,“ og tek ég öll himnesk mátt- arvöld til vitnis um það. En nú skal ég segja yður upp alla sög- una, svo að þér sannfærist um að ég hef sagt yður sannleikann og ekkert nema sannleikann. Það gerðist dag nokkurn, að systir yðar, jómfrú Bridget, kom heim til mín og foreldra minna. ICvaðst hún hafa heyrt mér mik- ið hrósað fyrir lærdóm minn, og bað mig að heimsækja sig dag- inn eftir að setri sínu, hvað ég gerði. Bað hún mig að lesa fyrir sig, og varð ég við þeirri beiðni hennar. Lauk hún miklu lofsorði á kunnáttu mína, og bað mig heimsækja sig og lesa fyrir sig á hverju kvöldi, en gaf mér góð- ar gjafir, þegar ég kvaddi. Þegar ég hafði svo komið til hennar allmörg kvöld, og hún hafði laun- að mér lesturinn af mikilli gjaf- mildi og rausn, gerðist það að hún trúði mér fyrir leyndarmáli sínu, en hún var þá komin það langt á leið, að þess mátti sjá nokkur merki, en þó þvi aðeins, að maður vissi það. Spurði hún mig hvort óhætt mundi að trúa móður minni fyrir þessu leyndar- máli og kvað ég það með öllu óhætt, því að móðir mín væri kvenna þagmælskust, þegar hún vildi það við hafa. Bað hún mig þess þá að sjá svo um að hún kæmi með mér daginn eftir, en ekki skyldi ég minnast neitt á það við hana áður, sem hún hefði sagt mér. Þegar svo að móðir mín kom, sátu þær lengi ! á eintali, en kölluðu mig loks inn til sín, og að nokkrum for- mála loknum, voru svo kaupin gerð við mig, með samþykki móður minnar. Var þannig frá

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.