Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 13

Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 13
Hann tók fram tvær sigarettur, kveikti í þeim og rétti Loren aðra. „Hvernig getur jafn skyn- söm stúlka og þú verið svona mikill þrákálfur! Sérðu ekki sjálf, að ég vil hjálpa þér?“ „Nei!“ Hann brosti og kyssti hana á kinnina. „Ekki enn?“ Hún hreyfði sig ekki. Hún sogaði að sér reykinn og blés honum út um gluggann. Það var fáránalegt að vera svona særð, - það vissi hún sjálf... En Peter hafði valdið henni svo miklum vonbrigðum: Hann hafði yfirheyrt hana eins og málaflutningsmaður! „Ég held ég þekki þig nógu vel,“ sagði Peter. „Ef þú segir að eithvað sé svona eða hin- segin — þá stendur það heima." „En þú leizt út eins og þú .. „Ég sagði þér bara, að þessi saga þín hljómaði ótrúlega, Loren. Og það gerir hún vissu- lega! Þú gætir ekki sannað hana, þótt þú þyrftir þess. Eða hvað?“ „Þarna sérðu! Þú trúir mér samt ekki!“ Peter beið, þangað til þrír bíl- ar, sem voru að reyna að kom- ast fram úr hver öðrum, voru farnir framhjá, þá sneri hann sér aftur að Loren. „Við getum sagt sem svo: Ef einhver skjólstæðinga minna segði mér svona sögu — þá myndi ég ekki trúa einu einasta orði og fleygja honum út.“ „Ég er ekki skjólstæðingur þinn!“ Hann beygði sig niður að henni og kyssti hana ofur laust á ljósa hárlokkinn, sem lafði niður á ennið. „Nei,“ sagði hann brosandi, „en mér finnst þú samt töfrandi. Og nú keyrum við beint á skrif- stofuna hans frænda þíns!“ —v— Það er ekki erfitt að finna bilastæði í 40. stræti síðdegis á laugardögum. Skrifstofubygging- arnar eru auðar og flestir hús- búar að heiman. Peter Sayers lagði bílnum fyrir framan húsið, þar sem frændi Lorenar hafði skrifstofu sína. Saman gengu þau inn. Auðvitað voru þarna hvorki húsvörður né lyftudrengur á þessum tima. „En lyftan er í gangi," sagði Loren og þrýsti á hnappinn. Hún kom lika að vörmu spori, og þau héldu upp á við. „Hefurðu lykil að skrifstof- unni?“ spurði Peter. 1 stað svars opnaði Loren veskið sitt og dró lykilinn upp úr. Hún var alltaf með lykilinn að skrifstofunni, ef til þess kæmi, að hún yrði að bregða sér þang- að fyrir frænda sinn utan hins venjulega skrifstofutíma. Þau gengu yfir langan breiðan ganginn að skrifstofudyrunum. Fótatak þelrra þergmálaði. um húsið. Furðulegt, hversu dauð bygg- ingin virtist á þessum tíma. „Og ef þú finnur engin skila- boð,“ sagði Peter Sayers og hall- aði sér að dyrakarminum, „þá förum við heim til þín og mat- reiðum eitthvað handa okkur. Sammála?" Taugaóstyrkur Lorenar óx með hverri minútunni, sem leið. „Við sjáum til,“ sagði hún og stakk lyklinum í öryggislæsing- una. Hún gat ekki opnað fyrr en í annarri tilraun. Kyrrðin, sem þau höfðu tek- ið eftir áður, virtist enn ógn- vænlegri í skrifstofuherbergjum frænda hennar. Fótatak þeirra varð hljóðlaust á þykku gólfteppinu í forstof- unni. „Er alltaf svona kalt hérna?“ spurði Peter Sayers. Loren gekk þvert yfir gólfið í átt að breiðri, leðurklæddri hurðinni á einkaherbergi frænda hennar. Hún lagði hendina á snerilinn. Hún hikaði. Hún beið, þar til Peter vár kominn alveg að henni svo hratt hún hurðinni upp. Og þá sá hún Alex Hartley ... Hann lá með höfuð og axlir fram á stóra skrifborðið sitt. Alex Hartley var dáinn... Það hlaut að hafa blætt mikið úr sárinu á hálsinum á hon- um... Á gólfinu við hliðina á stóln- um lá pappírshnífur. —v— Loren greip höndunum fyrir andlitið og sneri sér undan. Peter Sayers leit enn einu sinni á likið, svo tók hann utan um axlir Lorenar og fór með hana fram i forstofuna aftur. „Við verðum að láta lögregl- una vita,“ sagði hann. Meðan Loren lét fallast í hæg- indastól og starði fram fyrir sig galopnum augum, gekk Peter að símanum, sem stóð þar nálægt. Hann tók upp tólið og byrjaði að velja númerið. Hann hikaði, svo sneri hann sér að Loren. „Ég 'var að velta fyrir mér...“ sagði hann. Loren leit upp. Skelfingin skein enn út úr augunum á henni. Andlitið var náfölt, og það var rétt með erfiðismunum, að hún gat hreyft varirnar. „Hverju varstu að velta fyrir þér?“ Peter Sayers hélt á símtólinu í annarri hendinni. Með hinni studdi hann sig við skrifborös- brúnina. Hann virtist einkennilega utail við sig. „Þegar nú lögreglan kemur .., Ég held það sé betra, að þú minnist ekkert á, það sem gerð- ist í gær ...“ sagði hann. „Það skil ég ekki. Hvað áttu við með því?“ „Ja ...“ Ennþá sýndist hann vera jafn utan við sig. „Það gæti komið sér illa — vakið óþægi- legar grunsemdir, skilurðu .. „Nú, hvernig gæti það gert mig grunsamlega?" Loren horfði á Peter án svipbrigða. „Eftir örskamman tíma,“ sagði hann, „fyllist hér af fólki, sem mun grandskoða allt og leggja fyrir þig alls konar spurningar. Það er ekki víst, að þeir fari strax að pumpa þig. En þeir spyrja þig áreiðanlega, hvenær þú hafir séð frænda þinn seinast Framh. á bls. 37.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.