Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 26

Fálkinn - 03.05.1965, Blaðsíða 26
"vH'T ' reyna að veiða hann, en vaninn er sterkur í manni. „Ég hef ekkert um mig að segja.“ „Láttu ekki eins og kjáni. Eitthvað hlýtur að hafa gerzt á þrjátíu árum.“ „Tuttugu og sex árum!“ sagði ég fokvond. „Jæja, tuttugu og sex árum og ellefu mánuðum.“ SVO að ég sagði honum frá því þegar ég fékk verkinn í síð- una, en varð að vinna fram til miðnættis á skrifstofunni og vélrita langar skýrslur. Og þá leið yfir mig og næturvörð- urinn fann mig og kallaði á sjúkrabíl — og ég reyndist vera með tvö brotin rifbein. Lengi hafði mig langað að segja einhverjum frá þessu, og hann átti ekki betra skilið. Þrjátíu ár, ekki nema það þó! Svo sagði ég honum frá bróður mínum og vini hans sem kenndi mér tennis þegar ég var sex ára, til að hafa einhvern að æfa sig á. Og ég var svo iðin við tennisinn, að ég vann kvennakappleikinn þegar ég var sextán ára, en hvorki bróðir minn né vinur hans komust í úrslit í keppni karlmannanna. Þeir töluðu ekki við mig heilan mánuð á eftir. Þá lærði ég að umgangast karlmenn með fyllstu varúð. Martin hló og sagði: „Haltu áfram.“ AÐ var svo gaman að þurfa ekki að vera góður áheyrandi, að ég talaði og talaði. Ég sagði honum frá mannfræðingn- um sem ég var skotin í þegar ég sankaði að mér djöflagrím- unum, og ég sagði honum hverja söguna af annarri meðan við borðuðum. 26 FÁLKINN Þegar Martin var búinn að borga reikninginn (ég fékk ekkl að borga neitt), spurði hann: „Eigum við að skreppa í dýra- garðinn?" „Því miður get ég það ekki,“ sagði ég, „vegna þess að ég verð að flýta mér heim til að skrifa alþingismanninum mínum. Armitage fjölskyldan hefur alltaf verið virk í stjórnmálunum, og Joseph er afar æstur út af stóreignaskattinum. Ég ætla að sýna honum bréfið þegar hann kemur í kvöld. En þetta var mjög góður hádegisverður, og ég er innilega þakklát fyrir alla þína hjálp.“ Á heimleiðinni fann ég gamla andlitsmynd sem kostaði átta shillinga. Hún var ekki síðri en galeiðan. Og maðurinn sem myndin var af, var svo herfilega Ijótur, að enginn myndi trúa, að ég hefði hann hangandi uppi á vegg, nema hann væri ættingi minn. Myndin hékk á sínum stað eins og hún hefði alltaf verið þar, þegar Joseph kom klukkan sjö ... -jSG var samt fegin, að Martin var erlendis þegar ég skilaði -I-J henni aftur mánuði síðar. Einn septemberdag þegar ég var uppi á þaki að vökva garðinn minn, var gripið um öklann á mér. „Hver sagði, að þú tækir þig ekki vel út í sundbol?“ Ég leit niður, og þarna lá Martin á dýnu. í sannleika sagt var hann hinn glæsilegasti í sundskýlu —- en mjög herða- breiður og dökkbrúnn af sól. „Gat nú verið, að þú værir kom- inn að skoða stelpurnar!“ „Við þotuflugmenn erum vanir því bezta,“ sagði hann. „Einn daginn eru það módelin í París, daginn eftir austrænar fegurðardísir. í dag ensku rósirnar.“ Ég sagði: „Fyrst þú minnist á garðrækt, er eins gott að ég haldi áfram að vinna meðan ég man.“ „Hvaða vinna er það? Nei, ég ætla að geta upp á því. Þú ætlar að bjóða þig fram í næstu kosningum, og þú þarft að láta mynda þig af því tilefni. Þú færð mitt atkvæði ef þú verður svona klædd.“ „Láttu ekki eins og asni, ég verð að rækta garðinn minn." Ég benti honum hreykin á hvítu keröldin hinum megin á þakinu. „Komdu og sjáðu. Ben segir, að grænmetið sem fæst í búðunum, hafi mjög takmarkað næringargildi. Þess vegna er ég farin að rækta rótarávexti í réttum jarðvegi án tilbúins áburðar.“ RTU hætt við sjóarann og tekin til við bónda?“ „Vertu nú góði drengurinn, Martin. Þá skal ég gefa þér gulrætur eftir nokkra mánuði. Sjáðu, þetta eru gulrætur, og þarna eru rauðrófur.“ „Já, bráðum geturðu farið að elda úr þessu,“ sagði hann. „Áttu nýju matreiðslubókina sem heitir Kaloríusnauðir réttir af borði hunds læknis Lincolns?“ „Hvað segirðu?“ Ég starði skilningslaus á hann. „Hefurðu ekki heyrt þennan gamla brandara? Það var for- leggjari sem fann hinn fullkomna bókartitil. Allir eru spenntir fyrir Lincoln eða læknum eða hundum, svo að hann hélt, að bók sem héti Hundur læknis Lincolns, hlyti að vekja áhuga allra kaupenda.“ „Ég hef aldrei heyrt neitt um það,“ sagði ég. „En þú skoðar ekki gulræturnar.“ „Ég er að skoða þig. Hefur þér nokkurn tíma hugkvæmzt, að spariandlitið þitt gæti orðið of aðlaðandi?" ■|7iG roðnaði, en vildi ekki svara Martin ónotalega, af því að -E-J hann hafði gert mér svo margan greiða. „Líttu á gul- ræturnar, Martin. Eru þær ekki fínar?“ Hann samsinnti því, en allt í einu beygði hann sig yfir annað keraldið og varð skrítinn á svip. „Sáðirðu þeim sjálf?“ spurði hann. „Auðvitað.“ Hann litaðist um varlega og hvíslaði svo: „Eiga aðrir en þú aðgang að þessum keröldum?“ „Allir sem búa í húsinu, en hver heldurðu, að færi að stela grænmetinu mínu?“ „Nei, ég átti ekki við það.“ Hann sleit eitt blaðið og bragð- aði á því. „Já, einmitt það sem ég óttaðist.“ Einsmanns-svefnsófi stærð 140 cm, stækkanlegur upp í 185 cm með bakpúðunum. Sængurfatageymsla. Stólar fást í stíl við svefnsófana bæði við eins og tveggja manna sófa. Flest þau húsgögn er við höfum fást aðeins hjá okkur. Höfum sérstaklega þægileg og hentug húsgögn » Iitlar íbúðir og einstaklingsherbergi. SEDRU8, húsgagnaverzlun Hverfisgötu 50 — Sími 18830.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.