Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Page 22

Fálkinn - 11.10.1965, Page 22
SVEINN SÆMUNÐSSON RÆÐIR VIÐ BiARNA TÓMASSON UM SIGLINGAR pG SVAÐILFARIR. BJARNI ER MARGHERTUR í ILL- VIÐRUM DG HÆTTUM Á SJÚN- UM. HANN ER FÁSKIPTINN DG □ÁLEITINN, EN ÞAÐ LEYNIST ENGUM AÐ HANN HEFUR KRAFTA í KÖGGLUM DG LÆTUR SÉR ERFIÐLEIKA LÍTT í AUGUM VAXA. ALLIR, sem stundað hafa sjó frá Reykjavík, eða haft störfum að sinna í sambandi við höfnina þar, þekkja Bjarna Tómas- son. Þó er Bjarni enginn ofláti, sem mikið ber á svona dags dag- lega. Maðurinn er fáskiptinn og óáleitinn með öllu, en þar sem hann fer leynist engum að þar er sá sem hefur krafta í kögglum og Íætur sér erfiðleika lítt í augum vaxa. Bjarni hefur alla tíð verið sjómaður. Fiskimaður á skútum, opnum skipum og togurum og farmaður á gufuskipum og segl- skipum. Hann var líka á því fræga skipi, björgunarskipinu Geir, sem var hér við land á stríðsárunum fyrri. En þó þessi upptaln- ing varpi glætu á starfsferilinn, þá munu þó flestir kannast við Bjarna Tómasson vegna starfs hans hjá Reykjavíkurhöfn, þar sem hann starfaði sem háseti á dráttarbátnum Magna og kafaxú hafnarinnar. Ég var að hugsa um það, er ég rölti heim til Bjarna eitt rign- ingarkvöldið fyrir skemmstu í því skyni að fá hann til þess að segja lesendum Fálkans eitthvað frá sjómennsku sinni, hve það var gott í gamla daga að koma um borð í gamla Magna og fá þar kaffisop'a hjá þeim Bjarna Tomm og Ágústi Jósepssyni vélstjóra. Ég held að á engan sé hallað, þótt staðhæft sé, að Bjai’ni hafi lagað bezta kaffið þarna um borð og það var kaffi, sem margar húsmæðraskólagengnar frúr mættu sannarlega vera hreyknar af. • DU DUMME ISLÆNDER Bjarni fór til sjós strax eftir ferminguna, þá á skútuna Port- land, eign Milljónafélagsins. — Þetta var kaldsamt og þó maður segi ungum mönnum frá því hvernig aðbúnaðui’inn var, þá trúa þeir manni ekki, — enda er ég löngu hættur því, sagði Bjarni. — Og það er kannski ekki heldur von, breytingarnar til batnaðar eru gífurlegar. — Síðar fór ég á skonnortu, sem flutti olíu hérna á ströndina. Hún hét Norðurljósið. Þetta var hundrað tonna skip, skonnorta. Eign D.D.P.A. olíufélagsins danska; það var það sama og hið ís- lenzka steinolíuhlutafélag. Við fluttum olíu í tunnum og ég var venjulega í lestinni að stúa þegar lestað var og slá á við losun. Við höfðum sand í lestinni, sem kjölfestu og til þess að skorða tunnurnar. Maður vai’ð að losa tunnurnar upp úr sandinum, til þess að spilmótorinn hefði þær upp, því þær voru hálfgrafnar í sandinum. Þarna fékk ég mikla æfingu í að glíma við olíufötin. —- Svo fór Norðurljósið til Norðui'landa og það var mín fyrsta ferð til útlanda. Það var árið 1914. Ég kom heldur ekki strax heim, heldur fór í siglingar á gufuskipi frá sama félagi. Það hét E/S Petrolia. Við sigldum um Austursjóinn og Sundin. Fórum m. a. einar sex ferðir til Stettin til þess að sækja olíu úr strönd- uðu skipi. — Þeir voru kjaftforir við mann Danii’nir i þá daga. Einu sinni, við vorum þá að koma úr síðustu fei’ðinni þangað, og vorum að losa tunnur af dekkinu, þá vei'ður mér á að segja við þann sem tók á móti, að ein tunnan sé næstum tóm. Og þá segir hann, eins og þeir sögðu stundum við mann á þessum árum: „Du dumme Islænder" hvaða vit heldur þú að þú hafir á því? Það fauk eitt- hvað í mig svo ég tók í laggirnar á tunnunni og tek hana upp í fangið og spyr hvort þeir haldi að þessi dumme Islændere geti meðhöndlað fulla tunnu svona. Þeir göptu bara á mig Danirnir og héldu að ég væri einhver Golíat. Ég hef stundum brosað að þessu seinna, því tunnan var ekki nærii full. Þarna notaði ég æfinguna, sem maður fékk í því að meðhöndla olíufötin á Norð- urljósinu, en það vissu þeir sko ekkert um. 22 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.