Fálkinn - 11.10.1965, Qupperneq 23
• REYNDU AÐ NÁ GOÐAFOSSI A FLOT
— Svo kom ég heim og hélt áfram til sjós.
— Þá var björgunarskipiS Geir hér við land og ég réðst
þangað háseti. Það var árið 1916. Geir var svona eins og með-
altogari að stærð, byggður eins og dráttarbátur og hafði mikið
vélarafl. Við vorum staddir í Reykjavík þegar fréttin um að
Goðafoss hefði strandað á Straumnesi barst og fórum strax
af stað vestur. Hugmyndin var að ná Goðafossi á flot, en það
mistókst.
— Það var ömurlegt að koma að Straumnesi og sjá þetta
nýja og fallega skip þarna í fjörugrjótinu. Þó var bót í máli
að allir björguðust. Þennan sama vetur sökk gamli Skalla-
grímur inni á Vík, rétt fyrir framan Kveldúlfsbryggjuna.
Möstrin komu upp úr um stórstraumsfjöru. Björgunarskipið
Geir var fengið til þess að ná honum upp. Kafari þétti hann
og svo var dælt lofti í lestarnar þar til hann flaut upp að
framan, en afturendinn sökk alltaf. Samt gátum við mjakað
honum upp í sandinn og þar var hann þéttur. Þá lærði ég hand-
tökin við að þétta skip. Það var líka þá, sem gamli Mars strand-
aði á Gerðahólma. Við vorum tveir íslendingar á Geir um
þetta leyti. Hinn var Haraldur Ólafsson, sem lengi var skip-
stjóri hjá Eimskip.
• SLÆMUR TÚR,
VOND VEÐUR OG VANLÍÐAN
— Þú spyrð um siglingarnar á Muninn. Ég var á því skipi í
þrjú ár eða frá því það kom árið 1917 til 1920.
— Útgerðarfélagið Kveldúlfur keypti tvö skip frá Banda-
rikjunum, og þau hlutu nöfnin Huginn og Muninn. Muninn
var rúmlega 280 lestir brúttó ogdpar mest um 300 lestir. Þetta
var þrímastrað seglskip og góður siglai'i. Það byrjaði svo sem
ekki vel hjá okkur því Muninn fraus inni í Reykjavíkurhöfn
austur í Eyjarkrók og rétt fyrir áramótin var söguð renna í
ísinn og skipið dregið upp að battaríisgarði. Við lögðum af
stað frá Reykjavík seint í janúar og áttum að fara til Aberdeen,
en urðum að snúa við til Reykjavíkur vegna leka. Veðrið var
slæmt og það kom í ljós að botninn var maðksmoginn. Muninn
hafði legið í höfn í Boston og þar hafði maðkurinn komizt í
skipið. Samt var skipið alls ekki ónýtt. Svo komum við til
Reykjavíkur og lögðumst, og brátt fór lekinn að minnka. Það
er ævinlega þannig ef skip eru maðksmogin, að þau hætta að
leka þegar þau koma í skítugt vatn, Þá sezt í götin.
Það var ekkert gert við skipið í þetta sinn, við vorum ekki
svo ákveðnir, og svo dag nokkurn kom maðnr um b. ð, mie
minnir að það hafi v< t Ólafut ht .tinn J’ln ^ n-ð «,(cp
aó reyna að koma skiptnu út tiJ Englands, a ^
yrði látin fara fram. Nú, svo fórum við at stað < t ■' m en
lagt var í hann, var bætt vatni á tankana Þ; "v': ð - m
miklu frost staðið lengi og það sem fyiii var i t>' ,ar
botnfrosið. Svo þegar við komum út i sjó, Þá h'ftnaði -.g
rörin sem lágu fram i eldhús sprungu og við 'misstum allt
vatnið niður, nema smálögg, sem eftir var i tön*' n"m <.(? <em
við jusum upp með könnu.
Við vorum fjórtán daga á ieiðinni til Englands, Ég vai JraJf-
bJindur af sjávarseltu, þvi ekki mátti nota þennan litla vatns-
sopa sem til var tiJ þess að þvo sér. Þetta vai slæmur túr.
Vond veður og vanlíðan.
• LÁGU í TVO MANUÐl í ABERDEEN
— Ég hef áður sagt þér að sJcipshöfnin var sjö manns. Þrír
og þrir gengu vaktir og svo var kokkurinn.
Flestir á Munin höfðu verið á seglskipum áður. Skipstjóri
var Gísli Eyland, en hann var stýrimaður á Norðurljósinu
þegar ég var þar. Aðrir höfðu verið á skútum.
Nú, þennan túr fórum við til Aberdeen eins og upphaflega
var ráðgert og saltfiskinum, sem við höfðum meðferðis var
skipað upp. Nóttina sem við komum þangað sökktu kafbátar
tveim skipum skammt frá okkur. Ekki fengum við að fara í
land, nema einu sinni í viku í Aberdeen og þá aðeins helming-
ur skipshafnarinnar i einu. Við lágum þarna við hafnarbakk-
ann og komumst bráðlega upp á að ná okkur í bjór og svoleiðis.
Við lágum þarna í tvo mánuði og allan tímann voru vaktmenn
um borð.
Svo einn dag fengum við boð um að fara til Blight til þess
að lesta kol, en ekkert var hugsað um viðgerðina. Nú og svo
eftir langa veru þar lögðum við af stað til íslands með kola-
farminn. Það var komið undir vor og veður farin að batna, en
mikið þurftum við að dæla á leiðinni, stundum með tveim
dælum. Það endaði svo með því að Muninn var settur í slipp
hér í Reykjavík og forhúðaður sem kallað var, sett húð utan
á skipið en ekki skipt um byrðing. Þá var fyrst settur tjöru-
pappi og tjara og sement og síðan þunnur byrðingur utan yfir
allt saman. Eftir þetta var skipið ágætt hvað leka snerti.
Þessi myml var íckin þegar skípin Hnginn og
Muninn lágu bæði í Genúahöfn. Fremri röð
frá vinstri: Guðmundur Gíslason, síðar skip-
stjóri á Herðubreið, Sigurgeir Sigurðsson,
sem síðar fórst með togaranum Sviða, Krist-
björn Bjarnason, bátsmaður á Huginn sem
var gestur uni borð. Við mastrið stendur
kokkurinn Bjarni Jónsson. Sitjandi eru Odd-
ur Björnsson, Bjarni Tómasson og Lúðvík
Karlsson.
FALKINN
23