Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Side 27

Fálkinn - 11.10.1965, Side 27
a Vegir hafa verið lagðir upp í Ladak að sunnan, en þar er yfir mörg fjallaskörð að fara og djúpa dali. Þess hefur orðið þörf vegna hernaðarviðbúnaðar, en áður var þarna fáfarið mjög. Eftir því sem lengra kemur upp í daiina verða hin tíbezku einkenni skýrari, en á mörkunum þar sem byggðir arískra Indverja og Tíbetanna mætast er mikið um fagurskapað fólk einkum konur. Vestur af Ladak er Kashmir. breiður djúp- ur dalur. Sjálf Himalajafjöllin eru þar orðin lág, en Karakoram, fjöllin fyrir norðan Kash- mir, eru þeim mun stórfenglegri. Einhver hef- ur sagt að þar sem höfuðborgin í Kashmir er — en hún heitir Srinagar — sé fegursta höf- uðborgarstæði í heimi. Dalbotninn er flatur og votlendur, og gnæfandi jökulkrýnd fjöll spegiast þar í vötnunum. Kashmirbúar eru hreinir Hindúar, ljósari á hörund en aðrir Indyerjar, margir langleit- ir, og brúnt hár er þar ekki óalgengt, þeir eru yfirleitt vestrænni í útliti en aðrir Ind- verjar. Þó að á seinni árum hafi veröld fjailanna verið könnuð mikið og ferðamenn frá Vestur- löndum séu byrjaðir að skemmta sér þar í orlofi þá segja menn eystra að víða sé að finna lokaða fjalladali, þar sem aðkomumað- ur hefur varla sézt. Sumir þessara dala séu hrein paradís á jörðu hvað friðsæld og fegurð snerti. Dalirnir eru margir djúpir og vel grón- ir og vel failnir til ræktunar, illviðri fjall- ann fara yfir, ná ekki niður í botnana, og leysingarvatnið sem flæðir niður hlíðarnar heldur jarðveginum frjóum og rökum. Slíkur dalur er Hunza, norður úr Kashmir. Hunzamenn eru orðnir heimsfrægir fyrir hversu þeir eru heilsugóðir og langlífir, hve einföldu lífi þeir lifa og hve framganga þeirra öll er hermannleg. Önnui’ kunn leið yfir Himalaja sem ekki hefur verið getið hér er gamla pílagrima- leiðin upp með Kali Ganga yfir til Manasarov- arvatns. í augum Hindúa var þetta heilagt | ■ vatn, og einnig Kailasfjall þar skammt frá, en hvort tveggja vatnið og fjallið eru all- langt inn í Tíbet. Pílagrímaleiðin er nú alveg lokuð síðan Kínverjar tóku við yfirráðum í Tíbet. Meðal kunnustu þjóða í Himalaja eru Sherpar í Nepal. Þetta er einstaklega harð- feng fjallaþjóð, hlaut mikið umtal er fjallið Everest var kilifið i fyrsta sinn 1953, því að annar þeirra manna sem gengu hátindinn var Tensing Norkay sem er Sherpi. Sherpar Framhald á bls. 24. Gljúfrin við Spiti-fljót í Lndak. Jakuxar áburðardýr fjallasvæðanna. Gaddis, "eitahirðar í Spiti. FALKINN 27

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.