Fálkinn - 11.10.1965, Page 38
ItlTSTJÓIII: KltlSTJANA STEIIVGRÍMSDÓTTIIt
APRIKÚSU - EPLASKEL
Skclin:
4 dl hveiti
Vt tsk. sykur
ögn af salti
200 g smjör eða
smjörlíki
4 msk. ískalt
vatn.
1. Hveiti og smjörlíki sett í skál. Saxað
saman með 2 borðhnífum þar til þetta
líkist grjónagraut. Salti og sykri bland-
að saman við.
2. Hellið 1 msk. í einu af ísköldu vatni
yfir deigið. Vatninu blandað saman
við með breiðum gaffli.
3. Safnið deiginu saman með fingurgóm-
unum, setjið það í málm- eða smjör-
pappír. Búið til úr því kúlu, sem sett
er inn í ísskáp. Geymt í V2-I klukku-
stund. Hægt er að geyma svona deig
í ísskáp nokkurn tíma, einnig er hægt
að frysta það. Þiðnar það þá yfir nótt
í ísskápnum.
4. .Fletjið helminginn af deiginu út í kringl-
ótta köku, sem sett er í smurt mót með
frekar lágum brúnum. Þrýstið með
hveitugum gaffli meðfram brúninni á
mótinu, svo þær verði gáraðar og pikk-
ið botninn vel.
5. Sjóðið saman útbleyttu aprikósurnar og
rúsínurnar í litlu vatni, þar til þær
eru mjúkar. Skerið óflysjuð epli í bita
og raðið þeim í óbakaða skelina. Sykri
stráð á og söxuðum valhnetum. Setjið
ávaxtamaukið þarna ofan á. Ef vill má
strá dálitlu af sykri þar á.
6. Deigafgangurinn flattur út, sem lok á
skelina. Leggið lokið yfir fyllinguna og
þrýstið vel að barminum, pikkað með
gaffli og berið egg ofan á. Bakað við
nálega 200° þar til kakan er fallega
ljósgul eða um 30-40 mín. Borið fram
volgt sem eftirréttur með vanillusósu
eða þeyttum rjóma. f köku þessa má
nota alls kyns ávexti og ber.
Svona „pie“ eins og Englendingar nefna
það, er ekki aðeins hægt að nota í eftir-
rétti. Þau eru einnig skemmtileg og ágæt
til að nýta upp ýmsan mat bæði kjöt,
fisk og grænmeti og getur þá verið aðal-
réttur til miðdegisverðar. Er þá hægt að
nota sömu deiguppskrift, sem er hér á
undan, sleppa að vísu sykri, og þá ef til
vill krydda deigið, eftir því sem á við
fyllinguna. Munið bara að fara léttum
höndum um deigið, annars verður það
þungt og seigt í stað þess að vera létt og
stökkt, og bráðna í munninum.
Innan í:
75 g þurrkaðar
aprikósur
50 g rúsínur
3 epli
12 valhnetur
1-2 msk. sykur.
38
falkinn