Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 6

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 6
18. tbl. — 39. árg. — 16. maí 1966. EFNI SVARTHÖFÐI ................................. 6—7 ALLT OG SUMT ............................... 8—9 HVERNIG URÐU HANDRITIN TIL? Greinar eftir Ólaf Halldórsson cand. mag. og Jónas Kristjáns- son cand. mag. um: „Bókagerð til forna“ og „hvað er Árnasafn?“ .................. 11—17 UNDARLEGIR HLUTIR, sagt frá einkennilegum stað ...................................... 77 DRAUGASAGA UTAN ÚR GEIMNUM................ 18—19 LÍF OG HEILSA, eftir Ófeig J. Ófeigsson lækni 19 LÆRÐU MEÐAN ÞÚ SEFUR...................... 20—21 BRENNIMERKT, framhaldssaga eftir Erik Nor- lander ............................... 22—24 BLEIKJURÆKT ................................. 25 FURÐUR HIMINS OG JARÐAR, eftir Hjört Hall- dórsson .............................. 26—27 f SVIÐSLJÓSINU ........................... 28—29 GAMALT BLIKK í HÁU VERÐI ................. 30—31 ARFUR ÁN ERFINGJA, framhaldssaga eftir Eric Ambler ............................... 32—34 STJÖRNUSPÁ .................................. 35 LITLA SAGAN ................................. 36 BARNASÍÐA ................................... 46 EINKUM FYRIR KVENFÓLKIÐ .................. 48—49 FORSÍÐUMYND: Teikning: Haraldur Guðbergsson. I nœsta blaði verSur meSal annars grein sem vi3 köllum VísitölubúiS heimsótt. Gretar Oddsson og Rúnar Gunnarsson skruppu fyrir nokkru austur aS Skeggja- stöSum í Flóa og rœddu vi3 fólkiS þar, en þar býr „meSalfjölskylda" og búiS er nœrri þvi a3 vera „vísitölubú". Þó kemur grein sem heitir „Leigubílstjóri leysir fró skjóSunni”, en þa3 er viStal vi3 leigubíl- stjórasem Steinunn S. Briemhefur tekiS, og segir hann frá reynslu leigubilstjóra af mannfólkinu. I því blaSi er einnig fyrrihluti greinar um Leirulœkjar-Fúsa, frœga per- sónu í sögunni fyrir kyndug uppátœki. Þá grein skrifar Þorsteinn frá Hamri. Þátt- urinn „Undarlegir hlutir" verSur um bíl sem hóf frœgan óhappaferil er morSin voru framan í Sarajevo. Smágrein verSur um nýjan fjögurra dyra lagúar, og grein ver3ur um hvernig smábörn lœra. Þá má ekki gleyma SvarthöfSa, Lífi og heilsu og Allt og sumt. Ritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson (áb.). BlaÖamenn: Steinunn S. Briem, Gretar Oddsson. Ljósmyndari og útlitsteiknari: Rúnar Gunnarsson. Framkvœmdastjóri: Hrafn Þórisson. Auglýsingar: Fjóla Tryggvadóttir. Dreifing: Kristján Arngrímsson. Útgefandi: Vikublaðið Fálkinn h.f. AÖsetur: Ritstjórn, afgreiösta og auglýs- ingar: Grettisgötu 8, Reykjavík. Símar 12210 og 16481. Pósthólf 1411. — Verð í lausasölu 30,00 kr. Askrift kostar 90,00 á mánuði, á ári 1080,00 kr. Setning og prentun kápu: Félagsprentsmiðjan h.f. Prentun meginmáls: Prentsmiðja Þjóðviljans. Myndamót: Mynda- mót h.f. 6 Ákall í útvarpínu ÞÁ er kosningaundirbúningur í fullum gangi. Flokkar ganga misjafnlega liðaðir fram á vígvöllinn og gerist nú margur viðkvæmur fyrir sinni persónu. Það er helzt einkenni á þess- um kosningum, að þær eru háðar eftir langvarandi stjórnar- setu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Málefnalega hef- ur þessi stjórn það helzt til byrjar, að hún hefur afnumið alla fjötra, sem kreppusjónarmiðin skópu þjóðinni langt fram á sjötta tug aldarinnar. Þessi sjónarmið héldu okkur í viðjum Jöngu eftir að rústaþjóðir Evrópu höfðu komið sér upp hindr- analitlum hagkerfum til að stýra eftir út á nýja gróskutíma. Allar stjórnarstefnur eiga það sameiginlegt, að á ýmsu veltur um framkvæmdir. Andstöðuflokkar ríkisstjórna leggja sér til aðrar leiðir og gefa fólki kost á að velja. Flokkaskipunin hér á landi leiðir það m. a. af sér að stjórnarandstaðan gerir alltaf ráð fyrir þeim möguleika að komast í stjórnarstóla með ráð- andi flokkum. Þetta hefur í för með sér, að í stað stefnu- mála hjá stjórnarandstöðu kemur eins konar skæruhernaður, þar sem hvergi er tekið svo djúpt í árinni, að það gæti hindrað skyndilegt stjórnarsamstarf. Tvennt gerir núverandi stjórn fasta í sessi. Annars vegar vonbiðlun stjórnarandstöðunnar, sem nú er orðin nokkuð löng, og síðan sú sögulega staðreynd, að stjórnarandstöðuflokkarnir tveir, misstu völdin meðan höft- in voru í gildi, sýndu enga viðleitni til að losa um þau póli- tísku kverkatök, sem höftin voru orðin, og hafa ekki getað hreinsað sig af haftaorðinu síðan, vegna þess að þeim hefur ekki gefizt kostur á að sýna að þeir gætu stjórnað öðruvísi. Þó að stjórnarandstaðan eigi ekki meiri sök á höftum en stjórnarflokkarnir, fær hún varla aukinn hljómgrunn hjá kjósendum, fyrr en slagorðið haftapólitík er dautt og gleymt. Með þessar staðreyndir að baki hafa forustumenn flokkanna þulið áköll sín í útvarpinu um traustsyfirlýsingar í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum. Þeim dugir ekki að bíða til þing- kosninganna. Og fái stjórnarandstaðan aukið fylgi í þessum kosningum getur það eflaust þýtt stórar breytingar í þjóð- málunum. Verðbólga og malfaík ALLTAF þegar dregur að kosningum reyna flokkarnir að hitta kjósendur þótt með undarlegum vaðli sé á stundum. „Gradúlera” Kæri Fálki! Ég ætla að byrja á því að „gradulera" með stórt og skemmtilegt blað, en ég verð þó að segja að ég hneykslaðist svolítið í fyrstu á myndagrein- inni ykkar af unga fólkinu. Þið megið trúa að allt ungt fólk skemmtir sér ekki á þennan hátt sem þið sýnið. Mér finnast greinar hjá ykkur og sögur bara anzi sniðugar, en ég vil fá meira af myndasögum. Eitt finnst mér líka að þið ættuð að athuga, það er að þegar þið birtið myndir af fallegum stúlkum á forsiðunni að Þið segðuð nafn á þeim, þó maður nú ekki tali um heimilisfangið. Diddi. Svar: , ViÖ þökkum þetta bréf. Já, því miöur vantar okkur mynda- sögur, en úr þvi veröur bœtt innan skamms! Ég held aö þaö bregöist ekki aö viö birtum nöfn á forsíöudömunum okkar a. m. k. ef viö höfum leyfi til þess. IJr launsátri Heiðruðu herrar! Það er stöku sinnum að ég rekst á Fálkann. Nýverið sá ég 15. tölublað og rakst þar á grein eftir einhvern Svart- höfða. Ég verð að láta það álit mitt í Ijós að mér finnst mis- ráðið hjá viðlesnu heimilisblaði að láta einhvern laumukomm- únista, að því er virðist, ausa FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.