Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 40

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 40
XJTI VORN GEGN VEGRUN ÍNNI VERND GEGN SLAGA HVERS VEGNA Jbúðarhús hér á landi eru yfirleltt byggð úr steinsteypu cða öðru álíka opnu efni og upphituð flesta tíma ársins. StofuHitinn er þvi hœrri en ( loftinu úti og getur borið mikfu meiri raka f formi vatnsgufu en útiloftið. Þetta rakahlaðna. lóff leifar 6 út» veggl hússins, og ef ekki er séð fyrir sérstöku, vatnsgofu* heldu lagi innan á útvegg]- unum, Jcemst rakinn úr stof- unum inn i veggina og þctt-* ist þar eða I einangrun þeirra. Spred JSatin hindrar að raki komist I útveggina innan frá. • Ufanhússmglning þarf að geta hleypt faka úr múrnum út í gegnum sig, enda þótt hún þurfi einnig að vera vatns* og veðurheld, Úti Spred hefur þessa eigin- lcika framar öðrum málning- arfegundum, og er framleitl sérstaklega fyrir* tslenzka. Afaðhœtfi og. veðrpttu. in voru saumuð við þvengi, að þvi er líklegast verður að telj- ast, en þvengirnir voru síðan festir við tréspjöld, þannig að á spjöldin hafa verið boruð göt við kjölinn og þvengirnir fest- ir i þau með litlum fleygum. Síðan hafa spjöld (og kjölur) að líkindum verið klædd með skinni. ’Þessa bók hefur Snorri Andrésson bundið og skartað rauðu skinni' stendur skrifað í handriti einu í Árnasafni (ÁM 671 4to); Snorri þessi dó að Helgafelli 1382. Band það sem hann skartaði rauðu skinni er löngu glatað, svo sem flest önnur gömul bönd íslenzk. Fá- ein íslenzk handrit eru til, sem hafa verið saumuð inn í skinn, þannig að gerð var kápa úr skinni og kverin saumuð við kjölinn. Sum af þessum bönd- um eru æði fornleg, en mér er ókunnugt um hve aðferðin er gömul. Suður i Evrópu voru bækur bundnar í tréspjöld með líkum hætti og hér hefur verið lýst, spjöldin klædd með skinni og stundum skreytt með gulli og gimsteinum. En þótt íslenzkar skinnbæk- ur hafi vafalaust margar verið skartaðar rauðu skinni, hefur ekkert þvílíkt band varðveitzt. Að vísu eru enn til allmörg handrit bundin í tréspjöld, og á fáeinum eru spjöldin klædd leðri, en ekki eru þau bönd jafngömul handritunum. fs- lenzkar skinnbækur hafa flest- ar verið mikið lesnar, og má búast við að böndin hafi fljót- lega látið á sjá. í Konungsbók- hlöðu í Stokkhólmi er varð- veitt stór skinnbók með heil- agra manna sögum, auðkennd Perg. fol. nr. 2; hún er bundin í þykk tréspjöld. í fremra spjaldið er töluverð lægð með mörgum fínum rispum, og er auðséð hvernig á henni stend- ur: bókin hefur verið notuð til að skera á henni tóbak. Merki um þessa sömu notkun sjást á tréspjöldum á stórri skinnbók í Árnasafni, sem auðkennd er ÁM 61 fol. Bókfellið var dýrt, og varð af þeim sökum að fara spar- lega með það. Þess vegna er það, að á skinnbókum eru fæst orð skrifuð fullum stöfum; skriftin var bundin, sem kallað var. Sérstök tákn voru notuð fyrir einstöku algeng orð, til dæmis var fátítt að skrifa ok (og) með bókstöfum; í elztu skinnbókum íslenzkum var í stað þess notað merki sem líkt- ist tölustafnum 7, en síðar varð það líkara z með striki þvert yfir legginn. Algengt var í fyrstu að skrifa m-rúnina fyr- ir orðið maður, en síðar var venjulega skrifað m með r yfir línu. Hljóðasambönd, svo sem ar, er, ir, or, ra, va, ta, us, o. fl. voru sjaldnast skrifuð fullum stöfum, heldur voru merki sett yfir línu þar sem við átti. Með þessu móti var hægt að koma fyrir miklu lesmáli á hverri blaðsíðu. Kvæði og vísur var siður að skrifa í heilar línur eins og óbundið mál, en vísu- orð voru oft aðgreind með depli. Greinaskil tíðkuðust ekki; hins vegar var óbundnu máli skipt niður í kápítula, og er algengast að fyrirsögn sé fyrir hverjum. Þegar bók var skrifuð, skildi ritarinn venjulega eftir autt bil fyrir upphafsstaf og fyrirsögn hvers kapítula, oftast stærst bil fyrir fyrsta staf bókar- innar, eða þar sem nýr þáttur eða saga hófst, ef margar sögur voru skrifaðar á sömu bókina, sem mjög var algengt. Síðan tók annar maður við og skrif- aði fyrirsagnir með rauðu bleki og dró upphafsstafina í ýmsum litum. Þetta var kallað að lýsa bókina. Oft voru dregn- ar myndir í upphafsstafi, bæði mannamyndir og dýra, en að auki ýmiss konar skraut sem ég hætti mér ekki út í að lýsa, enda ekki á annarra færi en listfræðinga. Lýsingar sumra íslenzkra handrita eru hrein listaverk;þær eru meðalmikils- verðustu minja sem varðveitzt hafa um íslenzka myndlist síð- miðalda. Fræðimenn þeir sem fást við rannsóknir íslenzkra handrita þykjast góðir ef þeir geta bent á líkur fyrir því í hvaða fjórð- ungi landsins þær bækur hafa verið skrifaðar, sem þeir fjalla um í það og það skiptið. Nöfn manna sem skrifuðu þær skinnbækur íslenzkar, sem enn eru til, eru langsamlega flest ókunn; slíkt hið sama telst til undantekningar ef hægt er að benda á ákveðinn bæ eða stað, þar sem tiltekið handrit hafi verið skrifað. Liklegast verður að teljast að bókagerð hafi ver- ið mest í klaustrunum og á kirkjustöðum þeim sem ríkastir voru, en ekki verður betur séð en að leikmenn hafi einnig fengizt við bókagerð hér á landi, þótt sumum útlendum fræðimönnum þyki það ótrú- legt. Á sumum handritum eru margar hendur, og dæmi eru þess að skiptir um hönd með fárra lína millibili. Augljóst er að þar sem þessi handrit voru rituð hafa verið margir skrifar- ar, og mætti þá ætla að á þeim stöðum hafi verið stunduð. bókagerð. Handbragð á fjöl- mörgum íslenzkum handritum ber þess augljósan vott að þau eru rituð af vönum skrif- urum, sennilega mönnum sem hafa haft það að atvinnu að skrifa bækur; á sama hátt má ArshAtIðie BRÚÐKAUPSVEIZLUR FERMINGARVEIZLUR TJARNARBLÐ SÍMl ODDFELLOWHUSINU sími 19000 19100 SÍÐDEGISDRYKKJUR FUNDARHÖLD FÉLAGSSKEMMTANIK 40 FALKiNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.