Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 28

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 28
GAMANMYND MEÐ HLJÓMUM GUNNAR LEIKUR EINS OG ÍSLENZKUR CHAPLIN, SEGIR PÉTUR ÖSTLUND Að öllu forfallalausu verð- ur ný íslenzk kvikmynd frumsýnd í lok þessa mán- aðar í einu kvikmyndahúsi borgarinnar. Hér er um gamanmynd að ræða og fara Illjómar með aðalhlutverk- in; Gunnar, Erlingur, Pétur og Rúnar. Nafn myndarinn- ar er ættað frá Afríku, Umbarumbamba. Um merk- ingu orðsins þori ég ekkert að segja, en víst er, að þetta er einhvers konar tjáningar- yrði og þá sennilega í sam- bandi við ástina einu og sönnu. Hljómar flytja sex lög í myndinni; öll eftir Gunnar Þórðarson, en text- ana samdi Pétur Östlund, en þeir eru allir á ensku. Um svipað leyti og myndin verð- ur frumsýnd, kemur út vandað albúm, sem inniheld- ur tvær plötur með lögum úr myndinni. E.M.l. mun sjá um dreifingu þeirra er- lendis, en eins og kunnugt er, hafa Hljómar gert tveggja ára samning við þessa voldugu hljómplötu- útgáfu. Sýningartími mynd- arinnar er um 30 mínútur. í tilefni þessa merka at- burðar í „beat-sögu íslend- inga, rabbaði ég við fjór- menningana og framleið- anda kvikmyndarinnar, Jón Lýðsson, kvöld eitt í Ingólfs- kaffi. Þegar ég spurði pilt- ana, hvernig þeim hefði fall- ið að sjá sig á hvíta tjald- inu, svaraði Pétur: Gunnar er fæddur gaman- leikari. Síðan bætti hann við, hlæjandi: Það er enginn vafi á því, að hann er hinn íslenzki Chaplin. Gunnar reyndi að mót- mæla og bað mig lengstra orða að setja ekki þessa dellu úr honum Pétri í Fálk- ann — og ég lofaði því. Hvenær hófst taka mynd- arinnar? JÓN: Það mun hafa verið seinnipartinn í júlí í fyrra- sumar. Þetta stóð yfir í 3 mánuði, og var myndað á ýmsum stöðum fyrir austan, t. d. að Aratungu og Hvoli. GUNNAR: Skömmu síðar fórum við til Englands til að Ieika inn á segulband músíkina við myndina. Við erum mjög ánægðir með þessar upptökur hjá E.M.I. í London, enda hafa margar frægar hljómsveitir unnið einmitt í þessu sama stúdíói, t. d. Swinging Blue Jeans, Who o. fl. Það tók samtals 16 tíma að taka þessi 9 lög upp. Gekk ekki erfiðlega að kvikmynda á sveitaböllun- um? JÓN: Við þurftum að hafa sérstakan mann til að sjá um, að kvikmyndatökumað- urinn yrði ekki ónáðaður, og hafði hann nóg að gera. Þó var sérstaklega erfitt um vik í Aratungu, vegna þess að dansgestirnir vildu ólm- ir komast upp á sviðið til Hljóma, hvort sem það hef- ur verið þessi vanalega til- beiðsla eða, að þá hefur langað til að vera þátttak- endur í myndinni. Hvers vegna eru lögin með enskum texta? PÉTUR: Það er vegna þess, að myndin er fyrst og fremst framleidd sem út- flutningsvara. M. a. hefur komið til tals, að hún verði sýnd í sjónvarpi erlendis eða sem aukamynd í kvik- myndahúsum. Hér verður hún sýnd um land allt og er meiningin, að við ferð- umst með henni og leikum fyrir dansi á þeim stöðum, sem hún verður sýnd. Hvað heita lögin? RÚNAR: I don’t care, Country dance, Love enough, Better days, My life og að lokum If you knew, sem er þekktara undir nafninu Ertu með? Myndin hefst á því, að við erum á leið á sveita- ballið og auðvitað allir á hestum. Meðan á þessu at- riði stendur er Country dance leikið. ERLINGUR: Þessi sena var margtekin, því Pétur greyið var alltaf að detta af baki. PÉTUR: Ég man nú ekki betur en að þú dyttir æði oft líka. En það fór ónota- tilfinning um mig, þegar hesturinn, sem hljóðfærin voru bundin á, trylltist og skeiðaði burt. ERLINGUR: Það var stór- kostlegt atriði. Pétur fórnaði höndum í örvæntingu, enda engin furða, því trommu- settið ha.,s er virt á 93 þús- und. Er L.P. plata í bígerð? GUNNAR: Seinni partinn í sumar kemur út hæggeng hljómplata og það er enginn vafi á því, að hún mun koma á óvart. Lögin, sem eru í kvikmyndinni eru í ekta beatstíl, en síðan hef- ur músíksmekkur okkar breytzt, og kemur það glöggt í ljós á þessari L.P. plötu. JÓN: Það hefur verið lögð mikil vinna í þessa kvikmynd og ekkert til spar- að, enda er árangurinn góð- ur. Piltarnir taka sig allir mjög vel út í myndinni og búa yfir góðum leikhæfi- leikum. Þá má geta þess, að nú þegar er í bígerð önn- ur kvikmynd með Hljómum og verður hún þá í fullri lengd. 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.